Niðurröðun klár fyrir fyrstu umferð Ryder-keppninnar 28. september 2012 10:45 Brandt Snedeker. Nordic Photos / Getty Images Fyrirliðarnir í Ryderbikarnum í golfi hafa tilkynnt hvaða kylfingar mætast í fyrstu umferð keppninnar sem hefst í dag á Medinah vellinum í Chicago. Evrópa hefur titil að verja í þessari keppni og ríkir mikil eftirvænting fyrir viðureignina. Í fyrstu umferðinni er leikinn fjórmenningur þar sem að liðsfélagarnir leika einum bolta til skiptis. Davis Love III fyrirliði bandaríska úrvalsliðsins valdi þá Brandt Snedeker og Jim Furyk til að leika gegn Rory McIlroy og Graeme McDowell – en þeir síðastnefndu eru báðir frá Norður-Írlandi. Phil Mickelson verður með Keegan Bradley gegn þeim Luke Donald (England) og Sergio Garcia (Spánn). Donald og Garcia hafa aldrei tapað leik í fjórmenningi í þau skipti sem þeir hafa keppt í Ryderbikarnum fyrir Evrópu. Jason Dufner og Zach Johnson verða í þriðja leiknum fyrir bandaríska liðið. Þeir mæta Englendingnum Lee Westwood og Francesco Molinari frá Ítalíu. Í síðasta leiknum verða þeir Steve Stricker og Tiger Woods saman í liði gegn Englendingunum Ian Poulter og Justin Rose. Woods hefur haft betur í tvö skipti af alls þremur í viðureignum sínum gegn Poulter í Ryderbikarnum. Jose Maria Olazabal frá Spáni er fyrirliði úrvalsliðs Evrópu. Í dag verða leiknar tvær umferðir, fyrri umferðinn er fjórmenningur þar sem liðsfélagarnir leika einum bolta til skiptis. Eftir hádegi verður fjórleikur þar sem að tveir eru saman í liði og leika allir sínum bolta – og betra skorið telur í holukeppni. Á morgun, laugadag verður sama keppnisfyrirkomulagRyderbikarinn – keppnisfyrirkomulag. Holukeppni, sá kylfingur eða lið sem slær færri högg á holu vinnur holuna. Leiknar eru 18 holur í hverri umferð og geta viðureignir endað með jafntefli. Fjórmenningur (foursome) er leikinn fyrir hádegi á föstudegi og laugardegi. Þar sem kylfingarnir skiptast á um að slá einum bolta út holuna. Alls eru átta kylfingar úr hvoru liði sem keppa en fjórir úr hvoru liði sem hvíla. Fjórleikur (fourball) er leikinn eftir hádegi á föstudegi og laugardegi. Tvö tveggja manna lið leika sínum bolta út holuna og betra skorið hjá hverju liði telur. Alls eru átta kylfingar úr hvoru liði sem keppa en fjórir úr hvoru liði sem hvíla. Á sunnudaginn er leikinn tvímenningur (singles) þar sem tveir kylfingar mætast í holukeppni. Alls eru 12 slíkir leikir á lokadeginum. Eitt stig fæst fyrir sigur í hverri viðureign og eru því alls 28 stig í boði í þessari keppni. Hálft stig fæst fyrir jafntefli. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fyrirliðarnir í Ryderbikarnum í golfi hafa tilkynnt hvaða kylfingar mætast í fyrstu umferð keppninnar sem hefst í dag á Medinah vellinum í Chicago. Evrópa hefur titil að verja í þessari keppni og ríkir mikil eftirvænting fyrir viðureignina. Í fyrstu umferðinni er leikinn fjórmenningur þar sem að liðsfélagarnir leika einum bolta til skiptis. Davis Love III fyrirliði bandaríska úrvalsliðsins valdi þá Brandt Snedeker og Jim Furyk til að leika gegn Rory McIlroy og Graeme McDowell – en þeir síðastnefndu eru báðir frá Norður-Írlandi. Phil Mickelson verður með Keegan Bradley gegn þeim Luke Donald (England) og Sergio Garcia (Spánn). Donald og Garcia hafa aldrei tapað leik í fjórmenningi í þau skipti sem þeir hafa keppt í Ryderbikarnum fyrir Evrópu. Jason Dufner og Zach Johnson verða í þriðja leiknum fyrir bandaríska liðið. Þeir mæta Englendingnum Lee Westwood og Francesco Molinari frá Ítalíu. Í síðasta leiknum verða þeir Steve Stricker og Tiger Woods saman í liði gegn Englendingunum Ian Poulter og Justin Rose. Woods hefur haft betur í tvö skipti af alls þremur í viðureignum sínum gegn Poulter í Ryderbikarnum. Jose Maria Olazabal frá Spáni er fyrirliði úrvalsliðs Evrópu. Í dag verða leiknar tvær umferðir, fyrri umferðinn er fjórmenningur þar sem liðsfélagarnir leika einum bolta til skiptis. Eftir hádegi verður fjórleikur þar sem að tveir eru saman í liði og leika allir sínum bolta – og betra skorið telur í holukeppni. Á morgun, laugadag verður sama keppnisfyrirkomulagRyderbikarinn – keppnisfyrirkomulag. Holukeppni, sá kylfingur eða lið sem slær færri högg á holu vinnur holuna. Leiknar eru 18 holur í hverri umferð og geta viðureignir endað með jafntefli. Fjórmenningur (foursome) er leikinn fyrir hádegi á föstudegi og laugardegi. Þar sem kylfingarnir skiptast á um að slá einum bolta út holuna. Alls eru átta kylfingar úr hvoru liði sem keppa en fjórir úr hvoru liði sem hvíla. Fjórleikur (fourball) er leikinn eftir hádegi á föstudegi og laugardegi. Tvö tveggja manna lið leika sínum bolta út holuna og betra skorið hjá hverju liði telur. Alls eru átta kylfingar úr hvoru liði sem keppa en fjórir úr hvoru liði sem hvíla. Á sunnudaginn er leikinn tvímenningur (singles) þar sem tveir kylfingar mætast í holukeppni. Alls eru 12 slíkir leikir á lokadeginum. Eitt stig fæst fyrir sigur í hverri viðureign og eru því alls 28 stig í boði í þessari keppni. Hálft stig fæst fyrir jafntefli.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira