Takmarkanir settar við notkun á löngum pútterum Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 29. nóvember 2012 10:15 Á undanförnum fimm risamótum í golfi hafa þrír sigurvegarar notað umdeilda púttera sem eru með lengra skafti en hefðbundnir pútterar. Svokallaðir „magapútterar" hafa notið meiri vinsælda en áður en með slíkum pútterum geta kylfingar nýtt sér líkama sinn til þess að ná meiri stöðugleika á flötunum. Æðstu yfirvöld golfíþróttarinnar í Skotlandi og Bandaríkjunum hafa lagt til að frá og með árinu 2016 verði kylfingum bannað að láta hluta púttersins koma við líkamann á meðan þeir pútta. Í frétt CNN sem má sjá með því að smella á örina er farið vel yfir málið. Mikil umræða hefur verið um „magapúttera" og hafa kylfingar á borð við Tiger Woods kallað eftir því að slíkir pútterar verði bannaðir. Stjórnir Royal & Ancient Club í Skotlandi og bandaríska golfsambandið hafa fjallað um málið á mörgum fundum að undanförnu. Í gær var lögð fram tillaga að frá og með árinu 2016 verði kylfingum bannað að nýta sér eiginleika löngu pútterana en kylfurnar sjálfar verða samt sem áður ekki bannaðar. Búast má við að kylfuframleiðendur muni höfða skaðabótamál gegn þessum aðilum. Keegan Bradley, Webb Simpson og Ernie Els hafa allir sigrað á risamótum nýverið með slíka „magapúttera" í golfpokanum en þeir hafa nú fjögur ár til þess að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Tillagan sem lögð var fram í gær á við golfreglu 14-1b. Þar sem bannað verður að slá golfbolta þar sem að kylfuskaftið kemur við efri líkama kylfingsins – og það sama gildir um allra lengstu pútterana þar sem að kylfuskaftið má ekki leggja upp að bringu – eða efri líkamshluta kylfingsins á meðan púttað er. Peter Dawson, stjórnarformaður R&A, segir að málið verði án efa rætt enn frekar á næstu misserum. En markmiðið sé að halda í þær hefðir sem fylgt hafa golfíþróttinni – en margir höfðu áhyggjur af því að hin hefðbundna aðferð við að pútta myndi leggjast af með tíð og tíma. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem golfyfirvöld heimsins þurfa að bregðast við nýjum púttaðferðum. Árið 1968 var kylfingum bannað að nota „krikketpúttstílinn." Lokaákvörðun um afdrif „löngu pútterana" verður tekin í lok febrúar á næsta ári. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Á undanförnum fimm risamótum í golfi hafa þrír sigurvegarar notað umdeilda púttera sem eru með lengra skafti en hefðbundnir pútterar. Svokallaðir „magapútterar" hafa notið meiri vinsælda en áður en með slíkum pútterum geta kylfingar nýtt sér líkama sinn til þess að ná meiri stöðugleika á flötunum. Æðstu yfirvöld golfíþróttarinnar í Skotlandi og Bandaríkjunum hafa lagt til að frá og með árinu 2016 verði kylfingum bannað að láta hluta púttersins koma við líkamann á meðan þeir pútta. Í frétt CNN sem má sjá með því að smella á örina er farið vel yfir málið. Mikil umræða hefur verið um „magapúttera" og hafa kylfingar á borð við Tiger Woods kallað eftir því að slíkir pútterar verði bannaðir. Stjórnir Royal & Ancient Club í Skotlandi og bandaríska golfsambandið hafa fjallað um málið á mörgum fundum að undanförnu. Í gær var lögð fram tillaga að frá og með árinu 2016 verði kylfingum bannað að nýta sér eiginleika löngu pútterana en kylfurnar sjálfar verða samt sem áður ekki bannaðar. Búast má við að kylfuframleiðendur muni höfða skaðabótamál gegn þessum aðilum. Keegan Bradley, Webb Simpson og Ernie Els hafa allir sigrað á risamótum nýverið með slíka „magapúttera" í golfpokanum en þeir hafa nú fjögur ár til þess að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Tillagan sem lögð var fram í gær á við golfreglu 14-1b. Þar sem bannað verður að slá golfbolta þar sem að kylfuskaftið kemur við efri líkama kylfingsins – og það sama gildir um allra lengstu pútterana þar sem að kylfuskaftið má ekki leggja upp að bringu – eða efri líkamshluta kylfingsins á meðan púttað er. Peter Dawson, stjórnarformaður R&A, segir að málið verði án efa rætt enn frekar á næstu misserum. En markmiðið sé að halda í þær hefðir sem fylgt hafa golfíþróttinni – en margir höfðu áhyggjur af því að hin hefðbundna aðferð við að pútta myndi leggjast af með tíð og tíma. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem golfyfirvöld heimsins þurfa að bregðast við nýjum púttaðferðum. Árið 1968 var kylfingum bannað að nota „krikketpúttstílinn." Lokaákvörðun um afdrif „löngu pútterana" verður tekin í lok febrúar á næsta ári.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira