Meistarabarátta um efsta sætið Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 19. desember 2012 06:00 Tiger Woods hefur hægt og bítandi blandað sér í baráttuna um efsta sæti heimslistans í golfi á ný eftir að hafa verið í sögulegri lægð á þeim lista. Einkalíf bandaríska kylfingsins var aðalfréttaefnið í lok nóvember árið 2009 en á þeim tíma var Woods í sérflokki sem kylfingur og hafði einokað efsta sæti heimslistans í mörg misseri. Þann 7. október árið 2010 náði Lee Westwood frá Englandi að velta Woods úr sessi í efsta sæti heimslistans og í kjölfarið hrapaði Woods niður listann. Hann fór neðst í 58. sætið í lok október 2011. Frá þeim tíma hefur Woods unnið sig hægt og rólega upp heimslistann að nýju og er hann í 3. sæti þessa stundina. Rory McIlroy er í efsta sæti heimslistans þessa stundina en hann náði að komast upp fyrir Tiger Woods í fyrsta sinn á heimslistanum þann 1. maí á síðasta ári. Hinn 23 ára gamli Norður-Íri náði efsta sæti heimslistans í fyrsta sinn á ferlinum þann 1. maí á þessu ári og hefur hann verið óslitið í efsta sætinu frá því í lok ágúst. McIlroy fær mikla samkeppni um efsta sætið á næsta ári og Woods náði að komast upp fyrir hann í lok júlí þegar Woods náði öðru sæti og McIlroy var í því þriðja. Rory McIlroy var valinn kylfingur ársins á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum en hann endaði í efsta sæti peningalistans á tveimur stærstu atvinnumótaröðum veraldar, PGA-mótaröðinni og Evrópumótaröðinni. McIlroy hefur samtals verið í 28 vikur í efsta sæti heimslistans. Hann á þó langt í land með að jafna árangur Woods á því sviði, en hann hefur samtals verið í 623 vikur efstur. Greg Norman frá Ástralíu var í 331 viku í efsta sæti en heimslistinn var settur á laggirnar fyrir 24 árum. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods hefur hægt og bítandi blandað sér í baráttuna um efsta sæti heimslistans í golfi á ný eftir að hafa verið í sögulegri lægð á þeim lista. Einkalíf bandaríska kylfingsins var aðalfréttaefnið í lok nóvember árið 2009 en á þeim tíma var Woods í sérflokki sem kylfingur og hafði einokað efsta sæti heimslistans í mörg misseri. Þann 7. október árið 2010 náði Lee Westwood frá Englandi að velta Woods úr sessi í efsta sæti heimslistans og í kjölfarið hrapaði Woods niður listann. Hann fór neðst í 58. sætið í lok október 2011. Frá þeim tíma hefur Woods unnið sig hægt og rólega upp heimslistann að nýju og er hann í 3. sæti þessa stundina. Rory McIlroy er í efsta sæti heimslistans þessa stundina en hann náði að komast upp fyrir Tiger Woods í fyrsta sinn á heimslistanum þann 1. maí á síðasta ári. Hinn 23 ára gamli Norður-Íri náði efsta sæti heimslistans í fyrsta sinn á ferlinum þann 1. maí á þessu ári og hefur hann verið óslitið í efsta sætinu frá því í lok ágúst. McIlroy fær mikla samkeppni um efsta sætið á næsta ári og Woods náði að komast upp fyrir hann í lok júlí þegar Woods náði öðru sæti og McIlroy var í því þriðja. Rory McIlroy var valinn kylfingur ársins á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum en hann endaði í efsta sæti peningalistans á tveimur stærstu atvinnumótaröðum veraldar, PGA-mótaröðinni og Evrópumótaröðinni. McIlroy hefur samtals verið í 28 vikur í efsta sæti heimslistans. Hann á þó langt í land með að jafna árangur Woods á því sviði, en hann hefur samtals verið í 623 vikur efstur. Greg Norman frá Ástralíu var í 331 viku í efsta sæti en heimslistinn var settur á laggirnar fyrir 24 árum.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira