Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KFÍ 95-86 Kristinn Páll Teitsson í Hertz-hellinum skrifar 28. febrúar 2013 11:19 Lærisveinar Herberts Arnarsonar mega ekki við því að tapa í kvöld. ÍR-ingar komust upp úr fallsæti í fyrsta sinn í langann tíma með sigri á KFÍ í Dominos deild karla í kvöld. Þegar Ísfirðingar virtust vera að klára leikinn jöfnuðu ÍR-ingar metinn með flautuþrist á lokasekúndunum og unnu að lokum öruggan sigur í framlengingunni. Fyrir leikinn vissu bæði lið að þau einfaldlega máttu ekki tapa leiknum í kvöld. Með tapi myndu ÍR-ingar vera komnir í djúpa holu þegar aðeins þrjár umferðir væru eftir, fjórum stigum frá öruggu sæti. Með tapi vissu Ísfirðingar að þeir væru í slæmum málum, þeir myndu færast niður í fallsætin með erfitt leikjaprógramm framundan. Vægi leiksins hlýtur að hafa náð til manna í upphafi því bæði liðin fóru afar hægt af stað. Fyrir utan sitthvora góðu rispuna voru bæði liðin afar hæg og rög í sóknarleiknum auk þess að skjóta illa í fyrri hálfleik og var staðan 32-35 í hálfleik. Þriðji leikhluti spilaðist eins og fyrstu tveir, bæði liðin voru ekki að hitta vel, fóru varfærnislega í hlutina og fyrir vikið skiptust liðin á forskotinu út leikhlutann. Í fjórða leikhluta kom góð rispa hjá Ísfirðingum sem virtust ætla að klára leikinn þegar tæplega fimm mínútur voru eftir af leikhlutanum og þeir náðu ellefu stiga forskoti. Smátt og smátt söxuðu ÍR-ingar hinsvegar á forskotið og endaði það svo að Hjalti Friðriksson setti niður þrist þegar lokaflautið gall og tryggði ÍR-ingum framlengingu. Í framlengingunni voru ÍR-ingar fljótir að taka öll völd og náðu þeir forskotinu sem þeir slepptu aldrei frá sér. Taugarnar voru þandar í liði KFÍ og gerði tæknivilla sem þeir fengu á sig út um leikinn þegar 19 sekúndur voru eftir. Gríðarlega mikilvægur sigur hjá ÍR-ingum sem komast upp fyrir KFÍ með sigrinum og úr fallsæti í fyrsta sinn í langan tíma. Stemmingin var góð í liðinu og á pöllunum og er ljóst að þeir ætla að selja sig dýrt á lokakaflanum og að tryggja sér áframhald í deild þeirra bestu. Ísfirðingar hljóta hinsvegar að naga sig í handbökin, þeir voru með góða stöðu þegar fjórði leikhluti var hálfnaður en þá var eins og liðið einfaldlega stöðvaði. Fyrir vikið eru þeir komnir í fallsæti og verður gaman að sjá hvernig þeir bregðast við í síðustu leikjum tímabilsins. Eric James Palm átti stórleik í liði ÍR með 42 stig, þá bætti Sveinbjörn Claessen við 22 stigum og Nemanja Sovic setti 15 stig og tók 10 fráköst. Í liði KFÍ var Damien Pitts atkvæðamestur með 33 stig ásamt því að Tyrone Bradshaw setti 20 stig og tók 16 fráköst.ÍR: Eric James Palm 42, Sveinbjörn Claessen 22, Nemanja Sovic 15/10, Hjalti Friðriksson 10, D´Andre Jordan Williams 5, Vilhjálmur Theodór Jónsson 1.KFÍ: Damier Pitts 33, Tyrone Bradshaw 20/16 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 18, Kristján Pétur Andrésson 6, Jón Hrafn Baldvinsson 4, Hlynur Hreinsson 3, Gautur Arnar Guðjónsson 2. Herbert: Þetta var bara byrjunin„Tímabilið er ennþá lifandi og þetta var rosalega stórt skot sem Hjalti setti niður. Hann er góður skotmaður og ég vissi það," sagði Herbert Arnarson, þjálfari ÍR kampakátur eftir leikinn. „Umræðan var að við værum á leiðinni niður en þetta var stóri leikurinn. Ef við hefðum tapað þessu hefði verið tölfræðilegur möguleiki að við héldum okkur uppi en núna lítur málið öðruvísi út. Við erum komnir úr fallsæti í fyrsta sinn í langan tíma og það er góð byrjun." „Þetta var bara byrjunin, við eigum rosalegann leik eftir viku og það er annar leikur sem annaðhvort heldur okkur lifandi eða drepur okkur. Mér finnst flest liðin í kringum okkur eiga erfitt prógram eftir en við erum að keppa á móti liðunum sem við erum að berjast við. Það er það sem við vildum, að þetta væri undir okkur komið," Stigaskorið var lágt í leiknum og var staðan aðeins 4-2 eftir rúmlega fimm mínútur í leiknum. „Þetta leit út eins og handboltaleikur hérna um tíma, mér fannst þeir vera að reyna að svæfa okkur.Ég hafði áhyggjur af því hvort menn vissu hversu stór leikur þetta væri fyrir leikinn. Þetta var hægur leikur, menn voru að spila leikkerfin en boltinn fór einfaldlega ekki ofaní körfuna." Litlu munaði að tímabilið væri nánast búið fyrir ÍR-inga, ein karfa á lokasekúndunum kom hinsvegar boltanum aftur í þeirra hendur. „Við settum upp kerfi, við áttum ekki leikhlé og við vissum að við þyrftum þrist þarna. Þeir gleymdu Hjalta og hann var alveg galopinn og setti boltann sem betur fer ofaní," sagði Herbert. Pétur: Tökum lélegar ákvarðanir undir pressu„Þetta var eiginlega bara sorglegt, svona er boltinn. Ég hefði valið að hann tæki þetta skot en hann hitti þessu mjög örugglega," sagði Pétur Már Sigurðsson, þjálfari KFÍ eftir leikinn. „Þetta er í þriðja sinn sem við fáum loka þriggja stiga körfu í andlitið á okkur svo ég þarf greinilega að skoða það eitthvað og sjá hvort það sé hægt að laga eitthvað. Við erum ellefu stigum yfir og byrjum að taka lélegar ákvarðanir undir pressu," „Varnarleikurinn var fínn hjá báðum liðum. Við áttum í miklum erfiðleikum með Eric Palm í dag og hann einfaldlega kláraði leikinn," Lengi vel voru Ísfirðingar í miklum vandræðum fyrir utan þriggja stiga línuna þótt nokkrir undir lokin hafi lagað hlutfallið. „Við erum ekki að hitta vel í síðustu leikjum fyrir utan þriggja stiga línuna. Hvort það sé að við séum ekki að fá nógu góð skot eða þurfum að dreifa boltanum betur veit ég ekki en ég veit að við þurfum að laga það." Eftir tapið eru KFÍ komnir í fallsæti þegar þrír leikir eru eftir. „Við erum staðráðnir í því að reyna að vinna alla leikina sem eftir eru, við erum með liðið í það en við höfum verið óheppnir. Þótt við séum í neðri hlutanum höfum við verið að tapa ótrúlega gegn þessum sterkari liðum og það sýnir að við eigum alveg roð í þessi lið," sagði Pétur. Hjalti: Ég er leynivopn„Þetta var slappt framan af í fjórða leikhluta, þegar fimm mínútur voru eftir vorum við 11 stigum undir en við rifum okkur upp og vorum flottir í restina," sagði Hjalti Friðriksson, leikmaður ÍR eftir leikinn. „Við vissum að með tapi værum við komnir í virkilega slæma stöðu. Þetta leit ekki vel út en það var alltaf einhver tilfinning hjá okkur að við værum með þetta þótt við værum undir," Lítið var skorað í fyrstu þremur leikhlutunum en það lifnaði við undir lokin. „Þetta var sennilega ekki stress, skotin voru einfaldlega ekki að detta. Við fengum opin skot en þau voru ekki að detta, vörnin hélt vel en þetta gekk bara ekki í sókninni." ÍR-ingar voru þremur stigum undir þegar 7.4 sekúndur voru eftir og þurftu þeir á þriggja stiga körfu til að endurlífga tímabilið. „Það var búið að ákveða þetta, ég átti að hlaupa út í horn að skapa pláss og ef eitthvað klikkaði væri ég laus," Aðspurður hvort hann væri nú maðurinn sem leitað væri að í þessum aðstæðum var Hjalti viss í sínu máli. „Ekki spurning, þeir eru búnir að vera að geyma mig sem leynivopn," sagði Hjalti léttur.Leik lokið - ÍR 95 - 86 KFÍ: ÍR-ingar næla sér í gríðarlega mikilvæga tvo punkta, þetta gæti skipt gríðarlegu máli í lok móts. Framlenging: ÍR-ingar eru að sigla þessu heim, ruðningur dæmdur á Ísfirðinga og dæmd tæknivilla á Kristján. 91-83 þegar 19 sekúndur eru eftir. Framlenging: Tvær ferðir á vítalínuna á stuttum tíma hjá Ísfirðingum og þeir eru búnir að saxa á forskot heimamanna. ÍR 85 - 83 KFÍ. Framlenging: ÍR-ingar virðast vera með undirtökin í framlengingunni. Gríðarleg stemming í liðinu þeirra vel studdir af aðdáendunum sínum þegar 1:40 eru eftir. ÍR 85 - KFÍ 79. Framlenging: ÍR skoruðu fyrstu körfuna en gestirnir svara með þrist. 78-79 fyrir Ísfirðingum þegar 3:20 eru eftir á klukkunni.Fjórða leikhluta lokið - Framlenging framundan: Ótrúleg karfa hjá Hjalta sem gæti verið að bjarga tímabili ÍR-inga. Það er rafmögnuð spenna í Hertz-hellinum. Fjórði leikhluti: Damier Pitts fer á línuna, það leið aðeins 0.9 sekúnda. Hann setur bæði niður og pressan því á ÍR. Þeir lenda í veseni en boltinn endar út í horni hjá Hjalta Friðrikssyni sem er ÍSKALDUR og setur niður þvílíkann þrist. Við erum á leiðinni í framlengingu. ÍR 76 - 76 KFÍ. Fjórði leikhluti: ÍR-ingar keyra inn á körfu og skora 2 stig. Þeir ætla greinilega að reyna að brjóta á Ísfirðingum einusinni áður en þeir reyna lokaskot. 8.4 sekúndur eftir á klukkunni. ÍR 73 - 74 KFÍ.Fjórði leikhluti: Damier Pitts ískaldur, tekur manninn á og setur langann tvist. Munurinn kominn í þrjú stig þegar 11.7 sekúndur eru eftir. Ná ÍR-ingar að jafna? ÍR 71 - 74 KFÍ. Fjórði leikhluti: Sveinbjörn með þrist þegar 35 sekúndur eru eftir og munurinn kominn í eitt stig. ÍR 71 - 72 KFÍ. Fjórði leikhluti: Góður kafli hjá heimamönnum, búnir að saxa muninn niður í tvö stig þegar 2:29 eru eftir á klukkunni. ÍR 68 - 70 KFÍ. Fjórði leikhluti: Eric James Palm virðist ekki vera búinn að gefast upp. Þristur langt ufan af velli heldur ÍR-ingum inn í leiknum. 8 stiga munur þegar 4 mínútur eru eftir. ÍR 62-70 KFÍ. Fjórði leikhluti: Ísfirðingar hrokknir í gang á réttum tíma, Damien Pitts með tvo þrista á stuttum tíma og munurinn er kominn upp í 11 stig. ÍR 57 - 68 KFÍ.Fjórði leikhluti: Fimm stiga munur þegar rúmlega sex mínútur eru eftir. ÍR-ingar vita að tapi þeir leiknum eru þeir í djúpri gryfju en tapi þeir með fimm stigum eða meira eru þeir í gríðarlega slæmum málum. Fjórði leikhluti: Liðin eru ákveðin í að halda áfram fyrir utan þriggja stiga línuna, það eru hinsvegar einhver skot að detta ofaní í byrjun þriðja leikhluta. ÍR 55 - 60 KFÍ.Þriðja leikhluta lokið - ÍR 50 - 50 KFÍ: Eftir góða byrjun heimamanna unnu Ísfirðingar sig inn í leikinn og skiptust liðin á forskotinu út leikhlutann. Liðin eru samanlagt búin að hitta úr 8 af 45 þriggja stiga skotum í leiknum. Þriðji leikhluti: Tyrone Bradshaw að eiga góðan leik, kominn með tvöfalda tvennu þegar fimm mínútur eru eftir af þriðja leikhluta með 17 stig, 12 fráköst auk þess sem hann er búinn að blokka 3 skot. Þriðji leikhluti: 9-0 rispa hjá ÍR-ingum í upphafi þriðja leikhluta og áhorfendur eru vaknaðir í Hertz-hellinum. ÍR 41 - 35 KFÍ. Hálfleikur: Góð 9-0 rispa gestanna á lokamínútum leikhlutans nær forskotinu rétt fyrir lok hálfleiksins. Hvorugt liðið spilað vel og spurning hvort stressið sé að ná til manna. ÍR 32 - 35 KFÍ. Annar leikhluti: Þá datt boltinn loks ofaní í þrettándu tilraun fyrir utan þriggja stiga línuna. Kristján Andrésson var það sem braut ísinn. ÍR 32 - 33 KFÍ. Annar leikhluti: D´Andre stelur boltanum af Damian Pitts og setur sína fyrstu körfu í leiknum. Hann gengur hinsvegar augljóslega ekki heill til skógar. ÍR 27 -23 KFÍ.Annar leikhluti: D´Andre Jordan Williams kemur inná fyrir ÍR. Hann meiddist fyrir viku gegn Stjörnunni og hefur ekkert æft síðustu daga. Annar leikhluti: Eric James Palm opnar annan leikhluta með þrist en ekkert gengur hjá gestunum fyrir utan þriggja stiga línuna.Þeir eru ekki ennþá búnir að hitta í 9 tilraunum. ÍR 21 - 19 KFÍ. Fyrsta leikhluta lokið - ÍR 15 - 10 KFÍ: Góður 7-0 sprettur heimamanna rétt fyrir lok hálfleiksins gefur þeim forskotið eftir fyrsta leikhluta. Fyrsti leikhluti: Fyrsti þristurinn dettur loksins í hús. Sveinbjörn Claessen með langann þrist í sjöttu tilraun ÍR-inga. Gestirnir búnir að brenna af í sjö tilraunum. ÍR 13 - 8 KFÍ. Fyrsti leikhluti: 8-8 eftir tæplega sjö mínútur. Rólegt í Breiðholtinu. Fyrsti leikhluti: Ekki glæsilegur sóknarleikur fyrstu mínúturnar. Staðan er 4-2 fyrir ÍR þegar tæplega 5 mínútur eru búnar af fyrsta leikhluta. Fyrsti leikhluti: Gestirnir taka uppkastið og leikurinn er hafinn. Fyrir leik: Damier Pitts er einfaldlega búinn að fara á kostum á þessu tímabili, hann er með 34.6 stig að meðaltali í leik, 7.3 stoðsendingar og 5.9 fráköst. Fyrir leik: Eric James Palm, besti leikmaður ÍR-inga upp á síðkastið tístaði einfaldlega stöðu liðsins áðan, stærsti leikur ársins í kvöld og núna er að duga eða drepast. Fyrir leik: Gestirnir vita að sigri þeir getur það reynst afar drjúgt að vinna með 5 stigum eða meira. Ekki bara myndu þeir koma sér í vænlega stöðu heldur myndu þeir einnig sigra innbyrðisviðureignirnar, ÍR-ingar unnu fyrri leik liðanna á Ísafirði með fjórum stigum og gæti innbyrðis viðureignir skipt máli í lok móts. Fyrir leik: Fari svo að heimamenn tapi leiknum í kvöld verður róðurinn afar þungur þótt þeir innan sviga auðveldara leikjaplan eftir. KFÍ eiga eftir að taka á móti Grindvíkingum og KR-ingum auk þess sem heimsókn til Stjörnumanna bíður þeirra. ÍR-ingar eiga eftir þennan leik Tindastól heima og Fjölnismenn og Keflvíkinga úti. Fyrir leik: Eins og kemur fram hér að ofan er þetta harður botnbaráttuslagur. Aðeins tvö stig skilja liðin að þegar 18 umferðir eru búnar af deildarkeppninni. Fyrir leik: Góða kvöldið, hér verður leik ÍR og KFÍ lýst í Dominos deild karla. Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
ÍR-ingar komust upp úr fallsæti í fyrsta sinn í langann tíma með sigri á KFÍ í Dominos deild karla í kvöld. Þegar Ísfirðingar virtust vera að klára leikinn jöfnuðu ÍR-ingar metinn með flautuþrist á lokasekúndunum og unnu að lokum öruggan sigur í framlengingunni. Fyrir leikinn vissu bæði lið að þau einfaldlega máttu ekki tapa leiknum í kvöld. Með tapi myndu ÍR-ingar vera komnir í djúpa holu þegar aðeins þrjár umferðir væru eftir, fjórum stigum frá öruggu sæti. Með tapi vissu Ísfirðingar að þeir væru í slæmum málum, þeir myndu færast niður í fallsætin með erfitt leikjaprógramm framundan. Vægi leiksins hlýtur að hafa náð til manna í upphafi því bæði liðin fóru afar hægt af stað. Fyrir utan sitthvora góðu rispuna voru bæði liðin afar hæg og rög í sóknarleiknum auk þess að skjóta illa í fyrri hálfleik og var staðan 32-35 í hálfleik. Þriðji leikhluti spilaðist eins og fyrstu tveir, bæði liðin voru ekki að hitta vel, fóru varfærnislega í hlutina og fyrir vikið skiptust liðin á forskotinu út leikhlutann. Í fjórða leikhluta kom góð rispa hjá Ísfirðingum sem virtust ætla að klára leikinn þegar tæplega fimm mínútur voru eftir af leikhlutanum og þeir náðu ellefu stiga forskoti. Smátt og smátt söxuðu ÍR-ingar hinsvegar á forskotið og endaði það svo að Hjalti Friðriksson setti niður þrist þegar lokaflautið gall og tryggði ÍR-ingum framlengingu. Í framlengingunni voru ÍR-ingar fljótir að taka öll völd og náðu þeir forskotinu sem þeir slepptu aldrei frá sér. Taugarnar voru þandar í liði KFÍ og gerði tæknivilla sem þeir fengu á sig út um leikinn þegar 19 sekúndur voru eftir. Gríðarlega mikilvægur sigur hjá ÍR-ingum sem komast upp fyrir KFÍ með sigrinum og úr fallsæti í fyrsta sinn í langan tíma. Stemmingin var góð í liðinu og á pöllunum og er ljóst að þeir ætla að selja sig dýrt á lokakaflanum og að tryggja sér áframhald í deild þeirra bestu. Ísfirðingar hljóta hinsvegar að naga sig í handbökin, þeir voru með góða stöðu þegar fjórði leikhluti var hálfnaður en þá var eins og liðið einfaldlega stöðvaði. Fyrir vikið eru þeir komnir í fallsæti og verður gaman að sjá hvernig þeir bregðast við í síðustu leikjum tímabilsins. Eric James Palm átti stórleik í liði ÍR með 42 stig, þá bætti Sveinbjörn Claessen við 22 stigum og Nemanja Sovic setti 15 stig og tók 10 fráköst. Í liði KFÍ var Damien Pitts atkvæðamestur með 33 stig ásamt því að Tyrone Bradshaw setti 20 stig og tók 16 fráköst.ÍR: Eric James Palm 42, Sveinbjörn Claessen 22, Nemanja Sovic 15/10, Hjalti Friðriksson 10, D´Andre Jordan Williams 5, Vilhjálmur Theodór Jónsson 1.KFÍ: Damier Pitts 33, Tyrone Bradshaw 20/16 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 18, Kristján Pétur Andrésson 6, Jón Hrafn Baldvinsson 4, Hlynur Hreinsson 3, Gautur Arnar Guðjónsson 2. Herbert: Þetta var bara byrjunin„Tímabilið er ennþá lifandi og þetta var rosalega stórt skot sem Hjalti setti niður. Hann er góður skotmaður og ég vissi það," sagði Herbert Arnarson, þjálfari ÍR kampakátur eftir leikinn. „Umræðan var að við værum á leiðinni niður en þetta var stóri leikurinn. Ef við hefðum tapað þessu hefði verið tölfræðilegur möguleiki að við héldum okkur uppi en núna lítur málið öðruvísi út. Við erum komnir úr fallsæti í fyrsta sinn í langan tíma og það er góð byrjun." „Þetta var bara byrjunin, við eigum rosalegann leik eftir viku og það er annar leikur sem annaðhvort heldur okkur lifandi eða drepur okkur. Mér finnst flest liðin í kringum okkur eiga erfitt prógram eftir en við erum að keppa á móti liðunum sem við erum að berjast við. Það er það sem við vildum, að þetta væri undir okkur komið," Stigaskorið var lágt í leiknum og var staðan aðeins 4-2 eftir rúmlega fimm mínútur í leiknum. „Þetta leit út eins og handboltaleikur hérna um tíma, mér fannst þeir vera að reyna að svæfa okkur.Ég hafði áhyggjur af því hvort menn vissu hversu stór leikur þetta væri fyrir leikinn. Þetta var hægur leikur, menn voru að spila leikkerfin en boltinn fór einfaldlega ekki ofaní körfuna." Litlu munaði að tímabilið væri nánast búið fyrir ÍR-inga, ein karfa á lokasekúndunum kom hinsvegar boltanum aftur í þeirra hendur. „Við settum upp kerfi, við áttum ekki leikhlé og við vissum að við þyrftum þrist þarna. Þeir gleymdu Hjalta og hann var alveg galopinn og setti boltann sem betur fer ofaní," sagði Herbert. Pétur: Tökum lélegar ákvarðanir undir pressu„Þetta var eiginlega bara sorglegt, svona er boltinn. Ég hefði valið að hann tæki þetta skot en hann hitti þessu mjög örugglega," sagði Pétur Már Sigurðsson, þjálfari KFÍ eftir leikinn. „Þetta er í þriðja sinn sem við fáum loka þriggja stiga körfu í andlitið á okkur svo ég þarf greinilega að skoða það eitthvað og sjá hvort það sé hægt að laga eitthvað. Við erum ellefu stigum yfir og byrjum að taka lélegar ákvarðanir undir pressu," „Varnarleikurinn var fínn hjá báðum liðum. Við áttum í miklum erfiðleikum með Eric Palm í dag og hann einfaldlega kláraði leikinn," Lengi vel voru Ísfirðingar í miklum vandræðum fyrir utan þriggja stiga línuna þótt nokkrir undir lokin hafi lagað hlutfallið. „Við erum ekki að hitta vel í síðustu leikjum fyrir utan þriggja stiga línuna. Hvort það sé að við séum ekki að fá nógu góð skot eða þurfum að dreifa boltanum betur veit ég ekki en ég veit að við þurfum að laga það." Eftir tapið eru KFÍ komnir í fallsæti þegar þrír leikir eru eftir. „Við erum staðráðnir í því að reyna að vinna alla leikina sem eftir eru, við erum með liðið í það en við höfum verið óheppnir. Þótt við séum í neðri hlutanum höfum við verið að tapa ótrúlega gegn þessum sterkari liðum og það sýnir að við eigum alveg roð í þessi lið," sagði Pétur. Hjalti: Ég er leynivopn„Þetta var slappt framan af í fjórða leikhluta, þegar fimm mínútur voru eftir vorum við 11 stigum undir en við rifum okkur upp og vorum flottir í restina," sagði Hjalti Friðriksson, leikmaður ÍR eftir leikinn. „Við vissum að með tapi værum við komnir í virkilega slæma stöðu. Þetta leit ekki vel út en það var alltaf einhver tilfinning hjá okkur að við værum með þetta þótt við værum undir," Lítið var skorað í fyrstu þremur leikhlutunum en það lifnaði við undir lokin. „Þetta var sennilega ekki stress, skotin voru einfaldlega ekki að detta. Við fengum opin skot en þau voru ekki að detta, vörnin hélt vel en þetta gekk bara ekki í sókninni." ÍR-ingar voru þremur stigum undir þegar 7.4 sekúndur voru eftir og þurftu þeir á þriggja stiga körfu til að endurlífga tímabilið. „Það var búið að ákveða þetta, ég átti að hlaupa út í horn að skapa pláss og ef eitthvað klikkaði væri ég laus," Aðspurður hvort hann væri nú maðurinn sem leitað væri að í þessum aðstæðum var Hjalti viss í sínu máli. „Ekki spurning, þeir eru búnir að vera að geyma mig sem leynivopn," sagði Hjalti léttur.Leik lokið - ÍR 95 - 86 KFÍ: ÍR-ingar næla sér í gríðarlega mikilvæga tvo punkta, þetta gæti skipt gríðarlegu máli í lok móts. Framlenging: ÍR-ingar eru að sigla þessu heim, ruðningur dæmdur á Ísfirðinga og dæmd tæknivilla á Kristján. 91-83 þegar 19 sekúndur eru eftir. Framlenging: Tvær ferðir á vítalínuna á stuttum tíma hjá Ísfirðingum og þeir eru búnir að saxa á forskot heimamanna. ÍR 85 - 83 KFÍ. Framlenging: ÍR-ingar virðast vera með undirtökin í framlengingunni. Gríðarleg stemming í liðinu þeirra vel studdir af aðdáendunum sínum þegar 1:40 eru eftir. ÍR 85 - KFÍ 79. Framlenging: ÍR skoruðu fyrstu körfuna en gestirnir svara með þrist. 78-79 fyrir Ísfirðingum þegar 3:20 eru eftir á klukkunni.Fjórða leikhluta lokið - Framlenging framundan: Ótrúleg karfa hjá Hjalta sem gæti verið að bjarga tímabili ÍR-inga. Það er rafmögnuð spenna í Hertz-hellinum. Fjórði leikhluti: Damier Pitts fer á línuna, það leið aðeins 0.9 sekúnda. Hann setur bæði niður og pressan því á ÍR. Þeir lenda í veseni en boltinn endar út í horni hjá Hjalta Friðrikssyni sem er ÍSKALDUR og setur niður þvílíkann þrist. Við erum á leiðinni í framlengingu. ÍR 76 - 76 KFÍ. Fjórði leikhluti: ÍR-ingar keyra inn á körfu og skora 2 stig. Þeir ætla greinilega að reyna að brjóta á Ísfirðingum einusinni áður en þeir reyna lokaskot. 8.4 sekúndur eftir á klukkunni. ÍR 73 - 74 KFÍ.Fjórði leikhluti: Damier Pitts ískaldur, tekur manninn á og setur langann tvist. Munurinn kominn í þrjú stig þegar 11.7 sekúndur eru eftir. Ná ÍR-ingar að jafna? ÍR 71 - 74 KFÍ. Fjórði leikhluti: Sveinbjörn með þrist þegar 35 sekúndur eru eftir og munurinn kominn í eitt stig. ÍR 71 - 72 KFÍ. Fjórði leikhluti: Góður kafli hjá heimamönnum, búnir að saxa muninn niður í tvö stig þegar 2:29 eru eftir á klukkunni. ÍR 68 - 70 KFÍ. Fjórði leikhluti: Eric James Palm virðist ekki vera búinn að gefast upp. Þristur langt ufan af velli heldur ÍR-ingum inn í leiknum. 8 stiga munur þegar 4 mínútur eru eftir. ÍR 62-70 KFÍ. Fjórði leikhluti: Ísfirðingar hrokknir í gang á réttum tíma, Damien Pitts með tvo þrista á stuttum tíma og munurinn er kominn upp í 11 stig. ÍR 57 - 68 KFÍ.Fjórði leikhluti: Fimm stiga munur þegar rúmlega sex mínútur eru eftir. ÍR-ingar vita að tapi þeir leiknum eru þeir í djúpri gryfju en tapi þeir með fimm stigum eða meira eru þeir í gríðarlega slæmum málum. Fjórði leikhluti: Liðin eru ákveðin í að halda áfram fyrir utan þriggja stiga línuna, það eru hinsvegar einhver skot að detta ofaní í byrjun þriðja leikhluta. ÍR 55 - 60 KFÍ.Þriðja leikhluta lokið - ÍR 50 - 50 KFÍ: Eftir góða byrjun heimamanna unnu Ísfirðingar sig inn í leikinn og skiptust liðin á forskotinu út leikhlutann. Liðin eru samanlagt búin að hitta úr 8 af 45 þriggja stiga skotum í leiknum. Þriðji leikhluti: Tyrone Bradshaw að eiga góðan leik, kominn með tvöfalda tvennu þegar fimm mínútur eru eftir af þriðja leikhluta með 17 stig, 12 fráköst auk þess sem hann er búinn að blokka 3 skot. Þriðji leikhluti: 9-0 rispa hjá ÍR-ingum í upphafi þriðja leikhluta og áhorfendur eru vaknaðir í Hertz-hellinum. ÍR 41 - 35 KFÍ. Hálfleikur: Góð 9-0 rispa gestanna á lokamínútum leikhlutans nær forskotinu rétt fyrir lok hálfleiksins. Hvorugt liðið spilað vel og spurning hvort stressið sé að ná til manna. ÍR 32 - 35 KFÍ. Annar leikhluti: Þá datt boltinn loks ofaní í þrettándu tilraun fyrir utan þriggja stiga línuna. Kristján Andrésson var það sem braut ísinn. ÍR 32 - 33 KFÍ. Annar leikhluti: D´Andre stelur boltanum af Damian Pitts og setur sína fyrstu körfu í leiknum. Hann gengur hinsvegar augljóslega ekki heill til skógar. ÍR 27 -23 KFÍ.Annar leikhluti: D´Andre Jordan Williams kemur inná fyrir ÍR. Hann meiddist fyrir viku gegn Stjörnunni og hefur ekkert æft síðustu daga. Annar leikhluti: Eric James Palm opnar annan leikhluta með þrist en ekkert gengur hjá gestunum fyrir utan þriggja stiga línuna.Þeir eru ekki ennþá búnir að hitta í 9 tilraunum. ÍR 21 - 19 KFÍ. Fyrsta leikhluta lokið - ÍR 15 - 10 KFÍ: Góður 7-0 sprettur heimamanna rétt fyrir lok hálfleiksins gefur þeim forskotið eftir fyrsta leikhluta. Fyrsti leikhluti: Fyrsti þristurinn dettur loksins í hús. Sveinbjörn Claessen með langann þrist í sjöttu tilraun ÍR-inga. Gestirnir búnir að brenna af í sjö tilraunum. ÍR 13 - 8 KFÍ. Fyrsti leikhluti: 8-8 eftir tæplega sjö mínútur. Rólegt í Breiðholtinu. Fyrsti leikhluti: Ekki glæsilegur sóknarleikur fyrstu mínúturnar. Staðan er 4-2 fyrir ÍR þegar tæplega 5 mínútur eru búnar af fyrsta leikhluta. Fyrsti leikhluti: Gestirnir taka uppkastið og leikurinn er hafinn. Fyrir leik: Damier Pitts er einfaldlega búinn að fara á kostum á þessu tímabili, hann er með 34.6 stig að meðaltali í leik, 7.3 stoðsendingar og 5.9 fráköst. Fyrir leik: Eric James Palm, besti leikmaður ÍR-inga upp á síðkastið tístaði einfaldlega stöðu liðsins áðan, stærsti leikur ársins í kvöld og núna er að duga eða drepast. Fyrir leik: Gestirnir vita að sigri þeir getur það reynst afar drjúgt að vinna með 5 stigum eða meira. Ekki bara myndu þeir koma sér í vænlega stöðu heldur myndu þeir einnig sigra innbyrðisviðureignirnar, ÍR-ingar unnu fyrri leik liðanna á Ísafirði með fjórum stigum og gæti innbyrðis viðureignir skipt máli í lok móts. Fyrir leik: Fari svo að heimamenn tapi leiknum í kvöld verður róðurinn afar þungur þótt þeir innan sviga auðveldara leikjaplan eftir. KFÍ eiga eftir að taka á móti Grindvíkingum og KR-ingum auk þess sem heimsókn til Stjörnumanna bíður þeirra. ÍR-ingar eiga eftir þennan leik Tindastól heima og Fjölnismenn og Keflvíkinga úti. Fyrir leik: Eins og kemur fram hér að ofan er þetta harður botnbaráttuslagur. Aðeins tvö stig skilja liðin að þegar 18 umferðir eru búnar af deildarkeppninni. Fyrir leik: Góða kvöldið, hér verður leik ÍR og KFÍ lýst í Dominos deild karla.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira