Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 25-23 Sigmar Sigfússon í Austurbergi skrifar 25. febrúar 2013 19:00 ÍR-ingar unnu virkilega sætan sigur, 25-23 á móti Val í N1-deild karla í Austurberginu í kvöld. Valsmenn voru með undirtökin nánast allan leikinn þar til á síðustu tíu mínútum leiksins. Fyrri hálfleikur var góð skemmtun og liðin voru nokkuð jöfn til að byrja með. Um miðjan hálfleikinn náðu Valsmenn undirtökunum og spiluðu virkilega öfluga vörn sem skilaði sér í góðri markvörslu hjá Hlyni Morthens, markmanni Vals. Mest náðu Valsmenn fjögurra marka forystu í stöðunni 9 – 13 þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá skelltu ÍR-ingar í lás og söxuðu forskot Vals jafnt og þétt og jöfnuðu leikinn 13 -13 þegar lítið var eftir, hálfleikurinn endaði 13-14 fyrir Valsmenn. Björgvin Hólmgeirsson var öflugur fyrir ÍR og skoraði sex mörk í hálfleiknum. Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað og leikurinn var í járnum til að byrja með. Valur hélt forystunni og voru virkilega grimmir í vörninni. Greinilegt að allt er undir hjá piltunum frá Hlíðarenda. Heimamennirnir í ÍR gáfust ekki svo auðveldlega upp og síðastu fimmtán mínútur leiksins voru æsispennandi. Davíð Georgsson, leikmaður ÍR, átti sannkallaðan stórleik fyrir ÍR í þessum kafla og skoraði fjögur mörk í röð fyrir ÍR. Björgvin Hólmgeirsson bætti þá við einu og staðan 23 – 22, ÍR-ingum í vil. Loka mínúturnar voru geysilega spennandi og Valur fékk tækifæri á að jafna leikinn en Kristófer Fannar, markmaður ÍR varði frá þeim og Sigurjón Friðbjörn Björnsson, leikmaður ÍR skoraði loka mark leiksins og tryggði heimamönnum sigurinn 25 – 23. Valsmenn þurfa nauðsynlega á öllum stigum að halda og því afar slæmt fyrir þá að tapa þessu niður hérna í kvöld. ÍR-ingar eru komnir aftur á sigurbraut eftir tapið fyrir FH í umferðinni á undan. Sigurjón: Reykjavíkurslagur af bestu gerð„Þetta er virkilega gómsætt, leikurinn er í 60 mínutur og þó svo að við höfum átt slæma kafla að þá komum við upp í restina og náðum að stilla strengina og vinna leikinn. Vorum ekki alveg samstilltir í upphafi leiksins og svo aftur í upphafi seinni hálfleiksins, en síðan fundum við taktinn" Sagði Sigurjón Friðbjörn Björnsson eftir leikinn. „Þetta er alvöru Reykjavíkurslagur af bestu gerð. Þetta er leikirnir fyrir fólkið og eru oftar en ekki mjög spennandi og skemmtilegir leikir. Valsmenn eru samt óheppnir hérna í kvöld sem og þegar þeir voru hérna síðast. Þessi leikur er samt ekki eins slæmur fyrir þá og sá síðasti þar sem við skoruðum ógeðslegt mark þarna í lokinn". „Markmiðið hefur verið skýrt í allan vetur, það er bara topp fjórir. Til þess að vinna að því þarftu að vinnast nánast alla leiki og líka að treysta á önnur úrslit. Það er það sem menn eru að hugsa um hérna í Austurberginu" Sagði Sigurjón að lokum. Orri Freyr: Eigum skilið að fá betri dómara„Mér finnst ósanngjarnt að við séum í neðsta sæti. Við virðumst tapa öllum leikjum niður á síðustu tíu mínútum leiksins og hin liðin eru farin að vita af því. Við spilum vel í fimmtíu mínútur en illa í tíu og það er bara ekki nógu gott, því miður“. Sagði Orri Freyr Gíslason, leikmaður Vals eftir leikinn. „Náðum mest fjórum mörkum í forskot og þá áttum við bara að keyra á þá og reyna halda þessu forskoti. En það er erfitt að halda forskoti, eins leiðinleg klisja og það er. Sérstaklega þegar við erum svona brothættir að þá verðum við bara að keyra, keyra og keyra á þá“. „Þetta er ekki búið til þess að halda sér í deildinni og fyrsta markmiðið er að komast upp í 7. sæti og svo næsta markmið er 6. sæti, við ráðum því miður ekki við meira úr því sem komið er“ „ Dómsgæslan var alveg miðlungs, þeir dæmdu illa á báða bóga í leiknum. Mér finnst við eiga það skilið að fá betri dómara á þessa leiki hjá okkur. Það er svo mikið undir að dómsgæslan verður að vera góð“. Sagði Orri að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
ÍR-ingar unnu virkilega sætan sigur, 25-23 á móti Val í N1-deild karla í Austurberginu í kvöld. Valsmenn voru með undirtökin nánast allan leikinn þar til á síðustu tíu mínútum leiksins. Fyrri hálfleikur var góð skemmtun og liðin voru nokkuð jöfn til að byrja með. Um miðjan hálfleikinn náðu Valsmenn undirtökunum og spiluðu virkilega öfluga vörn sem skilaði sér í góðri markvörslu hjá Hlyni Morthens, markmanni Vals. Mest náðu Valsmenn fjögurra marka forystu í stöðunni 9 – 13 þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá skelltu ÍR-ingar í lás og söxuðu forskot Vals jafnt og þétt og jöfnuðu leikinn 13 -13 þegar lítið var eftir, hálfleikurinn endaði 13-14 fyrir Valsmenn. Björgvin Hólmgeirsson var öflugur fyrir ÍR og skoraði sex mörk í hálfleiknum. Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað og leikurinn var í járnum til að byrja með. Valur hélt forystunni og voru virkilega grimmir í vörninni. Greinilegt að allt er undir hjá piltunum frá Hlíðarenda. Heimamennirnir í ÍR gáfust ekki svo auðveldlega upp og síðastu fimmtán mínútur leiksins voru æsispennandi. Davíð Georgsson, leikmaður ÍR, átti sannkallaðan stórleik fyrir ÍR í þessum kafla og skoraði fjögur mörk í röð fyrir ÍR. Björgvin Hólmgeirsson bætti þá við einu og staðan 23 – 22, ÍR-ingum í vil. Loka mínúturnar voru geysilega spennandi og Valur fékk tækifæri á að jafna leikinn en Kristófer Fannar, markmaður ÍR varði frá þeim og Sigurjón Friðbjörn Björnsson, leikmaður ÍR skoraði loka mark leiksins og tryggði heimamönnum sigurinn 25 – 23. Valsmenn þurfa nauðsynlega á öllum stigum að halda og því afar slæmt fyrir þá að tapa þessu niður hérna í kvöld. ÍR-ingar eru komnir aftur á sigurbraut eftir tapið fyrir FH í umferðinni á undan. Sigurjón: Reykjavíkurslagur af bestu gerð„Þetta er virkilega gómsætt, leikurinn er í 60 mínutur og þó svo að við höfum átt slæma kafla að þá komum við upp í restina og náðum að stilla strengina og vinna leikinn. Vorum ekki alveg samstilltir í upphafi leiksins og svo aftur í upphafi seinni hálfleiksins, en síðan fundum við taktinn" Sagði Sigurjón Friðbjörn Björnsson eftir leikinn. „Þetta er alvöru Reykjavíkurslagur af bestu gerð. Þetta er leikirnir fyrir fólkið og eru oftar en ekki mjög spennandi og skemmtilegir leikir. Valsmenn eru samt óheppnir hérna í kvöld sem og þegar þeir voru hérna síðast. Þessi leikur er samt ekki eins slæmur fyrir þá og sá síðasti þar sem við skoruðum ógeðslegt mark þarna í lokinn". „Markmiðið hefur verið skýrt í allan vetur, það er bara topp fjórir. Til þess að vinna að því þarftu að vinnast nánast alla leiki og líka að treysta á önnur úrslit. Það er það sem menn eru að hugsa um hérna í Austurberginu" Sagði Sigurjón að lokum. Orri Freyr: Eigum skilið að fá betri dómara„Mér finnst ósanngjarnt að við séum í neðsta sæti. Við virðumst tapa öllum leikjum niður á síðustu tíu mínútum leiksins og hin liðin eru farin að vita af því. Við spilum vel í fimmtíu mínútur en illa í tíu og það er bara ekki nógu gott, því miður“. Sagði Orri Freyr Gíslason, leikmaður Vals eftir leikinn. „Náðum mest fjórum mörkum í forskot og þá áttum við bara að keyra á þá og reyna halda þessu forskoti. En það er erfitt að halda forskoti, eins leiðinleg klisja og það er. Sérstaklega þegar við erum svona brothættir að þá verðum við bara að keyra, keyra og keyra á þá“. „Þetta er ekki búið til þess að halda sér í deildinni og fyrsta markmiðið er að komast upp í 7. sæti og svo næsta markmið er 6. sæti, við ráðum því miður ekki við meira úr því sem komið er“ „ Dómsgæslan var alveg miðlungs, þeir dæmdu illa á báða bóga í leiknum. Mér finnst við eiga það skilið að fá betri dómara á þessa leiki hjá okkur. Það er svo mikið undir að dómsgæslan verður að vera góð“. Sagði Orri að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira