Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 104-82 Jón Júlíus Karlsson skrifar 24. febrúar 2013 18:30 Mynd/Valli Stjörnumenn unnu góðan heimasigur gegn Grindavík í Dominos-deild karla í Ásgarði í kvöld, 104-82. Stjörnumenn voru frábærir í þriðja leikhluta þar sem þeir náðu mest 22ja stiga forystu. Það var mikill hiti í leiknum í upphafi leiks. Jóhann Árni Ólafsson og Fannar Helgason fengu báðir dæmda á sig tæknivillu fyrir að skalla hvorn annan á miðjum. Atvikið kom eftir að Fannar vildi meina að á sér hefði verið brotið í skyndisókn. Sóknarleikurinn var í fyrirrúmi í fyrsta leikhluta og staðan 30-25 fyrir heimamönnum. Stjörnumenn voru alltaf skrefi á undan í öðrum leikhluta. Liðin voru sérlega heit fyrir utan þriggja stiga línuna og röðuðu niður þristunum. Grindvíkingar náðu að minnka muninn niður í þrjú stig, 44-41 en komust ekki nær í öðrum leikhluta. Staðan í hálfleik, 49-43. Stjörnumenn voru frábærir í þriðja leikhluta. Með frábærum varnarleik þá náðu þeir öruggri forystu. Mest var forysta þeirra 22 stig í stöðunni 83-61 sem urðu lokatölurnar eftir þriðja leikhluta. Grindvíkingar reyndu að pressa Stjörnumenn hátt í byrjun fjórða leikhluta til að auka hraðann í leiknum. Fyrst um sinn gekk það vel og Stjörnumenn gerðu mistök í sóknarleiknum. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar tók þá leikhlé og las yfir sínum mönnum. Það virkaði því Stjarnan tók við sér á ný og vann öruggan sigur, 104-82. Grindvíkingar eru væntanlega súrir með frammistöðu sína í kvöld og var varnarleikurinn frekar slappur. Stjörnumenn litu hins vegar mjög vel út og gætu verið að toppa á réttum tíma. Þorleifur: Stjarnan betri en Grindavík „Stjarnan er greinilega með betra lið en Grindavík eins og staðan er í dag. Við byrjuðum leikinn ágætlega en svo fjaraði undan okkur líkt og í bikarúrslitunum," segir Þorleifur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur eftir tapið gegn Stjörnunni. „Varnarleikurinn var ekki góður og hreinlega mjög slakur. Við þurfum að binda fullt af lausum endum saman til að geta gert góða atlögu að Íslandsmeistaratitlinum. Það skiptir í rauninni engu máli í hvaða sæti við endum í deildinni hvað Íslandsmeistaratitilinn varðar – það væri auðvitað gaman að fá bikar. Ef við ætlum okkur einhverja hluti í úrslitakeppninni þá þurfum við að gera miklu betur." Þorleifur segir að liðið þurfi að bæta sig mikið á næstu vikum til að það muni eiga möguleika á að verja Íslandsmeistaratitilinn frá síðustu leiktíð. Hann segir liðið öðruvísi en í fyrra. „Við erum ekki með slakara lið en það er öðruvísi. Á þessum tímapunkti erum við líklega slakari en við vorum í fyrra en einstaklingarnir eru ekki slakari. Við getum bætt okkur mikið."Teitur: Hélt að þetta yrði erfiðara „Sigurinn var frábær en leikurinn var ekki frábær. Stigin tvö er góð og ég er alltaf ánægður með sigur. Ég hélt að þetta yrði mjög erfitt. Við spiluðum mjög vel á löngum köflum varnarlega og náðum að draga úr þeim tennurnar hægt og rólega," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eftir sigur sinna manna í kvöld. „Við vorum búnir að gera upp á bak í þessari deild fram að bikarúrslitaleiknum en núna erum við búnir að taka tvo sigra í röð og það er gott að vinna toppliðið. Sjálfstraustið er komið, vitum að við getum unnið alla og hræðumst engan." Stjarnan hefur nú unnið Grindavík tvisvar sinnum á rúmri viku, fyrst í bikarúrslitunum og nú í deildinni. Eru Stjörnumenn komnir með tak á Grindvíkingum? „Það hentar okkur mjög vel að spila á móti Grindavík. Við getum skipt mikið um leikmenn og hver veit nema að við séum komnir með tak á þeim. Ég vona að við séum að toppa á réttum tíma. Það eru allir í hörkuformi fyrir utan Marvin sem er að glíma við meiðsli. Hann er einn sterkasti leikmaðurinn í deildinni og við eigum hann inni." Stjarnan-Grindavík 104-82 (30-25, 19-18, 34-18, 21-21)Stjarnan: Brian Mills 25/10 fráköst/5 varin skot, Jarrid Frye 24/11 fráköst/9 stoðsendingar, Justin Shouse 23/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 15/5 fráköst, Dagur Kár Jónsson 6, Kjartan Atli Kjartansson 5, Fannar Freyr Helgason 4/5 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2.Grindavík: Aaron Broussard 21/10 fráköst/6 stoðsendingar, Samuel Zeglinski 18/13 fráköst, Þorleifur Ólafsson 16/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 13/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Ómar Örn Sævarsson 2, Ólafur Ólafsson 2, Jón Axel Guðmundsson 2. Textalýsing frá leiknum: 40. min: Leik lokið 104-82. 39. min: Það er fín stemmning meðal áhorfenda en Grindvíkingar eru skiljanlega frekar súrir með frammistöðu sinna manna. 39. min: Það er mínúta eftir hér í Ásgarði og Stjarnan leiðir 101-80. 38. min: Sigurður Þorsteinsson lætur skúra og bóna golfið hér í Ásgarði. Það tók rúma mínútu. Skömmu síðar fékk hann sína fimmtu villu og fór því af velli. 38. min: Stjarnan er að sigla þessu í hús. Lið vinna ekki upp 20 stig á þremur mínútum. Staðan 95-76. 36. min: Jóhann Árni var að fá sína fjórðu villu og er tekinn af velli. Í kjölfarið fá Grindvíkingar dæmda á sig tæknivillu fyrir kvörtun frá bekknum. Justin Shouse setti niður fjögur vítaskot í röð. Staðan 95-74. 34. min: Varnarleikur Grindavíkur er allt annar. Staðan er 89-74. 33. min: Teitur Örlygsson lætur sína menn heyra það á bekknum í leikhléi. Hann er ekki sáttur með sína menn. 32. min: Grindavík leikur stífa pressuvörn upp völlinn. Það virkar ágætlega og einnig er meiri ákefð í sóknarleiknum. Staðan er 87-70. 31. min: Grindvíkingar þurfa að keyra upp hraðann í lokaleikhlutanum til að eiga séns á að minnka muninn. 30. min: Þriðja leikhluta lokið. Stjörnumenn eru hér um bil búnir að ganga frá þessum leik. Staðan er 83-61. 28. min: Stjörnumenn eru að rúlla yfir Grindvíkinga þessar mínúturnar. Stjörnumenn leiða með 21 stig1, 79-58. 26. min: Varnarleikur Stjörnunnar er góður og það gengur flest upp í sóknarleiknum. Staðan er 71-56. Grindvíkingar taka leikhlé. 26. min: Sigurður Þorsteinsson er kominn í villuvandræði. Hann er kominn með fjórar villur. Ómar Sævarsson kemur inn á í hans stað. 25. min: Stjörnumenn halda fínni forystu. Staðan 64-54. 24. min: Leikurinn er fjörugur. Staðan er 59-54 þegar sex mínútu eru eftir af þriðja leikhluta. 20. min: Hálfleikur. Brian Mills tók flott blokk á Samuel Zeglinski þegar leiktíminn var að renna út. Staðan 49-43 í hálfleik fyrir Stjörnunni. 17. min: Ólafur Ólafsson brýtur á Jarrid Fyre í skyndisókn og það er púað á hann af stuðningsmönnum Stjörnunnar. Er ekki frá því að hann kunni hreinlega að meta það. 17. min: Grindvíkingar hafa minnkað muninn niður í þrjú stig. Stjarnan tekur leikhlé. 44-41. 15. min: Jóhann Árni setur niður þriðja þrist sinn í leiknum. Staðan 41-37. Grindvíkingar að hressast. 14. min: Grindvíkingar taka leikhlé. Þeir hafa ekki verið að leika vel á fyrstu mínútum annars leikhluta. Staðan 39-30. 12. min: Leikurinn er í járnum og varnarleikur liðanna ekki upp á marga fiska. Staðan 37-30. 10. min: Staðan 30-25 eftir fyrsta leikhluta. 10. min: Stjörnumenn héldu að þeir hefðu skorað flautukörfu. Fengu innkast þegar 0,1 sekúnda var eftir af fyrsta leikhluta. Þeir náðu að koma boltanum ofan í körfuna en dómarar leiksins dæmdu að leikurinn væri leiktíminn hefði runnið út áður en Dagur Jónsson sleppti boltanum. 9. min: Brian Mills er sjóðheitur og er kominn með 13 stig. Erlendu leikmenn Stjörnunnar eru búnir að skora nánast öll stig liðsins fyrir utan tvö frá Justin Shouse. Staðan 30-25. 7. min: Liðin eru sjóðheit fyrir utan teig. Fimm þristar í röð hjá liðunum. Staðan 19-16. 6. min: Brian Mills og Aaron Brousard setja niður sinn hvorn þristinn og Þorleifur Ólafsson einnig. Staðan 14-13. 5. min: Staðan er 11-7 þegar leikhlutinn er hálfnaður. 5. min: Jóhann Árni brýtur aftur af sér og er þar með kominn með þrjár villur. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, kippir honum af velli. 5. min: Það er mikill hiti í mönnum. Jóhann Árni og Fannar Helgason lenda í rifrildi og þar endar með því að þeir skalla hvor annan á miðjum vellinum. Tæknivilla er dæmd á þá báða. 4. min: Jóhann Árni Ólafsson setur niður þrist úr fyrsta skoti sínu í kvöld. Staðan 6-5. 2. min: Stjörnumenn byrja vel og skora fyrstu fjögur stig leiksins. Staðan 4-0. 1. min: Brian Milles skorar fyrstu stig kvöldsins, 2-0. 1. min: Leikurinn er hafinn. Stjarnan vinnu uppkastið. 0. min: Grindvíkingar hafa unnið fimm leiki í röð í deildinni. Síðasti tapleikur liðsins kom á úitvelli gegn Keflavík snemma í janúar. Stjarnan vann ÍR örugglega í síðustu umferð en tapaði fyrir Njarðvík í umferðinni þar á undan. 0. min: Davíð Ingi Bustion, leikmaður Grindavíkur, hefur ekki getað leikið síðustu leiki með liðinu vegna meiðsla á hendi. Hann reiknar með að hefja aftur æfingar eftir tvær vikur en hann brákaði bein í hendi. 0. min: Þessi lið léku til úrslita í Powerade-bikar karla í Laugardalshöll um síðustu helgi. Þá höfðu Stjörnumenn betur, 79-91. Grindvíkingar eiga því harma að hefna. 0. min: Grindavík er í efsta sæti deildarinnar með 28 stig en Stjarnan er í 5. sæti með 20 stig. 0. min: Velkomin í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Grindavíkur í Dominos-deild karla. Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Stjörnumenn unnu góðan heimasigur gegn Grindavík í Dominos-deild karla í Ásgarði í kvöld, 104-82. Stjörnumenn voru frábærir í þriðja leikhluta þar sem þeir náðu mest 22ja stiga forystu. Það var mikill hiti í leiknum í upphafi leiks. Jóhann Árni Ólafsson og Fannar Helgason fengu báðir dæmda á sig tæknivillu fyrir að skalla hvorn annan á miðjum. Atvikið kom eftir að Fannar vildi meina að á sér hefði verið brotið í skyndisókn. Sóknarleikurinn var í fyrirrúmi í fyrsta leikhluta og staðan 30-25 fyrir heimamönnum. Stjörnumenn voru alltaf skrefi á undan í öðrum leikhluta. Liðin voru sérlega heit fyrir utan þriggja stiga línuna og röðuðu niður þristunum. Grindvíkingar náðu að minnka muninn niður í þrjú stig, 44-41 en komust ekki nær í öðrum leikhluta. Staðan í hálfleik, 49-43. Stjörnumenn voru frábærir í þriðja leikhluta. Með frábærum varnarleik þá náðu þeir öruggri forystu. Mest var forysta þeirra 22 stig í stöðunni 83-61 sem urðu lokatölurnar eftir þriðja leikhluta. Grindvíkingar reyndu að pressa Stjörnumenn hátt í byrjun fjórða leikhluta til að auka hraðann í leiknum. Fyrst um sinn gekk það vel og Stjörnumenn gerðu mistök í sóknarleiknum. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar tók þá leikhlé og las yfir sínum mönnum. Það virkaði því Stjarnan tók við sér á ný og vann öruggan sigur, 104-82. Grindvíkingar eru væntanlega súrir með frammistöðu sína í kvöld og var varnarleikurinn frekar slappur. Stjörnumenn litu hins vegar mjög vel út og gætu verið að toppa á réttum tíma. Þorleifur: Stjarnan betri en Grindavík „Stjarnan er greinilega með betra lið en Grindavík eins og staðan er í dag. Við byrjuðum leikinn ágætlega en svo fjaraði undan okkur líkt og í bikarúrslitunum," segir Þorleifur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur eftir tapið gegn Stjörnunni. „Varnarleikurinn var ekki góður og hreinlega mjög slakur. Við þurfum að binda fullt af lausum endum saman til að geta gert góða atlögu að Íslandsmeistaratitlinum. Það skiptir í rauninni engu máli í hvaða sæti við endum í deildinni hvað Íslandsmeistaratitilinn varðar – það væri auðvitað gaman að fá bikar. Ef við ætlum okkur einhverja hluti í úrslitakeppninni þá þurfum við að gera miklu betur." Þorleifur segir að liðið þurfi að bæta sig mikið á næstu vikum til að það muni eiga möguleika á að verja Íslandsmeistaratitilinn frá síðustu leiktíð. Hann segir liðið öðruvísi en í fyrra. „Við erum ekki með slakara lið en það er öðruvísi. Á þessum tímapunkti erum við líklega slakari en við vorum í fyrra en einstaklingarnir eru ekki slakari. Við getum bætt okkur mikið."Teitur: Hélt að þetta yrði erfiðara „Sigurinn var frábær en leikurinn var ekki frábær. Stigin tvö er góð og ég er alltaf ánægður með sigur. Ég hélt að þetta yrði mjög erfitt. Við spiluðum mjög vel á löngum köflum varnarlega og náðum að draga úr þeim tennurnar hægt og rólega," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eftir sigur sinna manna í kvöld. „Við vorum búnir að gera upp á bak í þessari deild fram að bikarúrslitaleiknum en núna erum við búnir að taka tvo sigra í röð og það er gott að vinna toppliðið. Sjálfstraustið er komið, vitum að við getum unnið alla og hræðumst engan." Stjarnan hefur nú unnið Grindavík tvisvar sinnum á rúmri viku, fyrst í bikarúrslitunum og nú í deildinni. Eru Stjörnumenn komnir með tak á Grindvíkingum? „Það hentar okkur mjög vel að spila á móti Grindavík. Við getum skipt mikið um leikmenn og hver veit nema að við séum komnir með tak á þeim. Ég vona að við séum að toppa á réttum tíma. Það eru allir í hörkuformi fyrir utan Marvin sem er að glíma við meiðsli. Hann er einn sterkasti leikmaðurinn í deildinni og við eigum hann inni." Stjarnan-Grindavík 104-82 (30-25, 19-18, 34-18, 21-21)Stjarnan: Brian Mills 25/10 fráköst/5 varin skot, Jarrid Frye 24/11 fráköst/9 stoðsendingar, Justin Shouse 23/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 15/5 fráköst, Dagur Kár Jónsson 6, Kjartan Atli Kjartansson 5, Fannar Freyr Helgason 4/5 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2.Grindavík: Aaron Broussard 21/10 fráköst/6 stoðsendingar, Samuel Zeglinski 18/13 fráköst, Þorleifur Ólafsson 16/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 13/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Ómar Örn Sævarsson 2, Ólafur Ólafsson 2, Jón Axel Guðmundsson 2. Textalýsing frá leiknum: 40. min: Leik lokið 104-82. 39. min: Það er fín stemmning meðal áhorfenda en Grindvíkingar eru skiljanlega frekar súrir með frammistöðu sinna manna. 39. min: Það er mínúta eftir hér í Ásgarði og Stjarnan leiðir 101-80. 38. min: Sigurður Þorsteinsson lætur skúra og bóna golfið hér í Ásgarði. Það tók rúma mínútu. Skömmu síðar fékk hann sína fimmtu villu og fór því af velli. 38. min: Stjarnan er að sigla þessu í hús. Lið vinna ekki upp 20 stig á þremur mínútum. Staðan 95-76. 36. min: Jóhann Árni var að fá sína fjórðu villu og er tekinn af velli. Í kjölfarið fá Grindvíkingar dæmda á sig tæknivillu fyrir kvörtun frá bekknum. Justin Shouse setti niður fjögur vítaskot í röð. Staðan 95-74. 34. min: Varnarleikur Grindavíkur er allt annar. Staðan er 89-74. 33. min: Teitur Örlygsson lætur sína menn heyra það á bekknum í leikhléi. Hann er ekki sáttur með sína menn. 32. min: Grindavík leikur stífa pressuvörn upp völlinn. Það virkar ágætlega og einnig er meiri ákefð í sóknarleiknum. Staðan er 87-70. 31. min: Grindvíkingar þurfa að keyra upp hraðann í lokaleikhlutanum til að eiga séns á að minnka muninn. 30. min: Þriðja leikhluta lokið. Stjörnumenn eru hér um bil búnir að ganga frá þessum leik. Staðan er 83-61. 28. min: Stjörnumenn eru að rúlla yfir Grindvíkinga þessar mínúturnar. Stjörnumenn leiða með 21 stig1, 79-58. 26. min: Varnarleikur Stjörnunnar er góður og það gengur flest upp í sóknarleiknum. Staðan er 71-56. Grindvíkingar taka leikhlé. 26. min: Sigurður Þorsteinsson er kominn í villuvandræði. Hann er kominn með fjórar villur. Ómar Sævarsson kemur inn á í hans stað. 25. min: Stjörnumenn halda fínni forystu. Staðan 64-54. 24. min: Leikurinn er fjörugur. Staðan er 59-54 þegar sex mínútu eru eftir af þriðja leikhluta. 20. min: Hálfleikur. Brian Mills tók flott blokk á Samuel Zeglinski þegar leiktíminn var að renna út. Staðan 49-43 í hálfleik fyrir Stjörnunni. 17. min: Ólafur Ólafsson brýtur á Jarrid Fyre í skyndisókn og það er púað á hann af stuðningsmönnum Stjörnunnar. Er ekki frá því að hann kunni hreinlega að meta það. 17. min: Grindvíkingar hafa minnkað muninn niður í þrjú stig. Stjarnan tekur leikhlé. 44-41. 15. min: Jóhann Árni setur niður þriðja þrist sinn í leiknum. Staðan 41-37. Grindvíkingar að hressast. 14. min: Grindvíkingar taka leikhlé. Þeir hafa ekki verið að leika vel á fyrstu mínútum annars leikhluta. Staðan 39-30. 12. min: Leikurinn er í járnum og varnarleikur liðanna ekki upp á marga fiska. Staðan 37-30. 10. min: Staðan 30-25 eftir fyrsta leikhluta. 10. min: Stjörnumenn héldu að þeir hefðu skorað flautukörfu. Fengu innkast þegar 0,1 sekúnda var eftir af fyrsta leikhluta. Þeir náðu að koma boltanum ofan í körfuna en dómarar leiksins dæmdu að leikurinn væri leiktíminn hefði runnið út áður en Dagur Jónsson sleppti boltanum. 9. min: Brian Mills er sjóðheitur og er kominn með 13 stig. Erlendu leikmenn Stjörnunnar eru búnir að skora nánast öll stig liðsins fyrir utan tvö frá Justin Shouse. Staðan 30-25. 7. min: Liðin eru sjóðheit fyrir utan teig. Fimm þristar í röð hjá liðunum. Staðan 19-16. 6. min: Brian Mills og Aaron Brousard setja niður sinn hvorn þristinn og Þorleifur Ólafsson einnig. Staðan 14-13. 5. min: Staðan er 11-7 þegar leikhlutinn er hálfnaður. 5. min: Jóhann Árni brýtur aftur af sér og er þar með kominn með þrjár villur. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, kippir honum af velli. 5. min: Það er mikill hiti í mönnum. Jóhann Árni og Fannar Helgason lenda í rifrildi og þar endar með því að þeir skalla hvor annan á miðjum vellinum. Tæknivilla er dæmd á þá báða. 4. min: Jóhann Árni Ólafsson setur niður þrist úr fyrsta skoti sínu í kvöld. Staðan 6-5. 2. min: Stjörnumenn byrja vel og skora fyrstu fjögur stig leiksins. Staðan 4-0. 1. min: Brian Milles skorar fyrstu stig kvöldsins, 2-0. 1. min: Leikurinn er hafinn. Stjarnan vinnu uppkastið. 0. min: Grindvíkingar hafa unnið fimm leiki í röð í deildinni. Síðasti tapleikur liðsins kom á úitvelli gegn Keflavík snemma í janúar. Stjarnan vann ÍR örugglega í síðustu umferð en tapaði fyrir Njarðvík í umferðinni þar á undan. 0. min: Davíð Ingi Bustion, leikmaður Grindavíkur, hefur ekki getað leikið síðustu leiki með liðinu vegna meiðsla á hendi. Hann reiknar með að hefja aftur æfingar eftir tvær vikur en hann brákaði bein í hendi. 0. min: Þessi lið léku til úrslita í Powerade-bikar karla í Laugardalshöll um síðustu helgi. Þá höfðu Stjörnumenn betur, 79-91. Grindvíkingar eiga því harma að hefna. 0. min: Grindavík er í efsta sæti deildarinnar með 28 stig en Stjarnan er í 5. sæti með 20 stig. 0. min: Velkomin í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Grindavíkur í Dominos-deild karla.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira