Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2013 09:30 McIlroy og Wozniacki í góðum gír á Augusta-vellinum í gær. Nordicphotos/Getty Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. Fimm kylfingar stóðu jafnir að loknum holunum níu á fjórum undir pari. Ernie Els og Nick Watney drógu sig þó úr keppni svo að Potter barðist um sigurinn við Phil Mickelson og Matt Kuchar. Par dugði Mickelson ekki á fyrstu holu því Kucher og Potter yngri nældu sér í fugl. Potter, sem er að spila í fyrsta skipti á Masters, hélt uppteknum hætti á næstu holu á meðan Kucher paraði holuna. Þar með var leik lokið.Potter yngri með sigurverðlaun sín.Nordicphotos/GettySigur Potter yngri gæti þó komið honum í koll ef rýnt er í sögu Masters. Frá því keppnin fór fyrst fram árið 1960 hefur sigurvegaranum í par 3 keppninni aldrei tekist að klæðast jakkanum græna fjórum dögum síðar. Léttleikinn sveif yfirvötnunum á Augusta í gær og beindist kastljós margra að ofurparinu Rory McIlroy og Caroline Wozniacki. Danska tennisstjarnan sá um að bera kylfurnar fyrir kærastann sinn frá Norður-Írlandi. Svipað var uppi á teningnum hjá öðrum kylfingum sem höfðu fjölskyldumeðlim eða vin á sinni hægri hönd enda allt til gamans gert. Keppni á Masters-mótinu hefst í dag. Bein útsending á Stöð2 Sport & HD hefst klukkan 19.Sportið á Vísi er á Facebook. Vertu með. Um par 3 keppninaHin árlega par 3 keppni fór fram á par 3 vellinum á Augusta National-golfvellinum í gær. Mótið er að mestu haldið til skemmtunar og fá kylfingar þar frábært tækifæri til að eyða deginum með fjölskyldu og vinum. Fyrst var leikið í þessu móti árið 1960 þegar Sam Snead stóð uppi sem sigurvegari. Fjölmargir fyrrverandi risameistarar sem eru komnir á gamals aldur taka þátt í par 3 keppninni á ári hverju og nýtur mótið mikilla vinsælda meðal áhorfenda. Alls hafa kylfingar farið 75 sinnum holu í höggi í par 3 mótinu frá upphafi og var met sett árið 2002 þegar fimm kylfingar fóru holu í höggi. Ef þú ert þátttakandi í Masters-mótinu þá er ekkert sérstaklega spennandi að vinna par 3 keppnina. Aldrei í sögu Masters-mótsins hefur kylfingi tekist að vinna bæði par 3 keppnina og síðan sjálft Masters-mótið. Írinn Padraig Harrington hefur unnið þetta mót þrisvar á síðastliðnum áratug og síðast í fyrra þegar hann og Johnathan Byrd voru jafnir og efstir. Vallarmetið á par 3 vellinum er 20 högg og er í eigu þeirra Art Wall og Gay Brewer. Golf Tengdar fréttir Tiger: Rory er minn helsti keppinautur Þó svo Norður-Írinn Rory McIlroy vilji sem minnst gera úr því að hann og Tiger Woods séu orðnir aðalkeppinautar segir Tiger að hann líti á McIlroy sem sinn helsta keppinaut. 10. apríl 2013 17:15 Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 Titlaleysi Tiger kom Nicklaus í opna skjöldu Það kom Jack Nicklaus á óvart að heyra að bið Tiger Woods eftir sigri á risamóti í golfi væri orðin fimm ára löng. Goðsögnin telur þó öruggt að Tiger muni ná meti sínu áður en langt um líður. 10. apríl 2013 07:50 Ég er ekki í sama klassa og Tiger Fyrsta stórmót ársins, Masters-mótið, hefst á Augusta-vellinum á morgun. Mikil spenna er líkt og venjulega fyrir mótinu. Flestra augu beinast að Nike-félögunum Tiger Woods og Rory McIlroy. Fjölmiðlar hafa reynt að stilla þeim upp sem helstu keppinautum fyrir mótið en Norður-Írinn McIlroy hefur reynt að draga úr öllu slíku tali. 10. apríl 2013 15:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. Fimm kylfingar stóðu jafnir að loknum holunum níu á fjórum undir pari. Ernie Els og Nick Watney drógu sig þó úr keppni svo að Potter barðist um sigurinn við Phil Mickelson og Matt Kuchar. Par dugði Mickelson ekki á fyrstu holu því Kucher og Potter yngri nældu sér í fugl. Potter, sem er að spila í fyrsta skipti á Masters, hélt uppteknum hætti á næstu holu á meðan Kucher paraði holuna. Þar með var leik lokið.Potter yngri með sigurverðlaun sín.Nordicphotos/GettySigur Potter yngri gæti þó komið honum í koll ef rýnt er í sögu Masters. Frá því keppnin fór fyrst fram árið 1960 hefur sigurvegaranum í par 3 keppninni aldrei tekist að klæðast jakkanum græna fjórum dögum síðar. Léttleikinn sveif yfirvötnunum á Augusta í gær og beindist kastljós margra að ofurparinu Rory McIlroy og Caroline Wozniacki. Danska tennisstjarnan sá um að bera kylfurnar fyrir kærastann sinn frá Norður-Írlandi. Svipað var uppi á teningnum hjá öðrum kylfingum sem höfðu fjölskyldumeðlim eða vin á sinni hægri hönd enda allt til gamans gert. Keppni á Masters-mótinu hefst í dag. Bein útsending á Stöð2 Sport & HD hefst klukkan 19.Sportið á Vísi er á Facebook. Vertu með. Um par 3 keppninaHin árlega par 3 keppni fór fram á par 3 vellinum á Augusta National-golfvellinum í gær. Mótið er að mestu haldið til skemmtunar og fá kylfingar þar frábært tækifæri til að eyða deginum með fjölskyldu og vinum. Fyrst var leikið í þessu móti árið 1960 þegar Sam Snead stóð uppi sem sigurvegari. Fjölmargir fyrrverandi risameistarar sem eru komnir á gamals aldur taka þátt í par 3 keppninni á ári hverju og nýtur mótið mikilla vinsælda meðal áhorfenda. Alls hafa kylfingar farið 75 sinnum holu í höggi í par 3 mótinu frá upphafi og var met sett árið 2002 þegar fimm kylfingar fóru holu í höggi. Ef þú ert þátttakandi í Masters-mótinu þá er ekkert sérstaklega spennandi að vinna par 3 keppnina. Aldrei í sögu Masters-mótsins hefur kylfingi tekist að vinna bæði par 3 keppnina og síðan sjálft Masters-mótið. Írinn Padraig Harrington hefur unnið þetta mót þrisvar á síðastliðnum áratug og síðast í fyrra þegar hann og Johnathan Byrd voru jafnir og efstir. Vallarmetið á par 3 vellinum er 20 högg og er í eigu þeirra Art Wall og Gay Brewer.
Golf Tengdar fréttir Tiger: Rory er minn helsti keppinautur Þó svo Norður-Írinn Rory McIlroy vilji sem minnst gera úr því að hann og Tiger Woods séu orðnir aðalkeppinautar segir Tiger að hann líti á McIlroy sem sinn helsta keppinaut. 10. apríl 2013 17:15 Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 Titlaleysi Tiger kom Nicklaus í opna skjöldu Það kom Jack Nicklaus á óvart að heyra að bið Tiger Woods eftir sigri á risamóti í golfi væri orðin fimm ára löng. Goðsögnin telur þó öruggt að Tiger muni ná meti sínu áður en langt um líður. 10. apríl 2013 07:50 Ég er ekki í sama klassa og Tiger Fyrsta stórmót ársins, Masters-mótið, hefst á Augusta-vellinum á morgun. Mikil spenna er líkt og venjulega fyrir mótinu. Flestra augu beinast að Nike-félögunum Tiger Woods og Rory McIlroy. Fjölmiðlar hafa reynt að stilla þeim upp sem helstu keppinautum fyrir mótið en Norður-Írinn McIlroy hefur reynt að draga úr öllu slíku tali. 10. apríl 2013 15:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger: Rory er minn helsti keppinautur Þó svo Norður-Írinn Rory McIlroy vilji sem minnst gera úr því að hann og Tiger Woods séu orðnir aðalkeppinautar segir Tiger að hann líti á McIlroy sem sinn helsta keppinaut. 10. apríl 2013 17:15
Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00
Titlaleysi Tiger kom Nicklaus í opna skjöldu Það kom Jack Nicklaus á óvart að heyra að bið Tiger Woods eftir sigri á risamóti í golfi væri orðin fimm ára löng. Goðsögnin telur þó öruggt að Tiger muni ná meti sínu áður en langt um líður. 10. apríl 2013 07:50
Ég er ekki í sama klassa og Tiger Fyrsta stórmót ársins, Masters-mótið, hefst á Augusta-vellinum á morgun. Mikil spenna er líkt og venjulega fyrir mótinu. Flestra augu beinast að Nike-félögunum Tiger Woods og Rory McIlroy. Fjölmiðlar hafa reynt að stilla þeim upp sem helstu keppinautum fyrir mótið en Norður-Írinn McIlroy hefur reynt að draga úr öllu slíku tali. 10. apríl 2013 15:00