Kuchar vann en Tiger meðal neðstu manna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júní 2013 22:23 Matt Kuchar. Nordic Photos / Getty Images Matt Kuchar bar sigur úr býtum á Memorial-mótinu sem lauk í Ohio í dag en það er hluti af PGA-mótaröðinni. Þar með eru þeir Kuchar og Tiger Woods þeir einu sem hafa unnið fleiri en eitt mót á mótaröðinni þetta tímabilið. Woods var hins vegar langt frá sínu besta á mótinu. Hann spilaði einn sinn versta hring frá upphafi í gær er hann skilaði sér í hús á sjö höggum yfir pari. Hann spilaði á pari í dag og var alls átta höggum yfir pari. Það dugði honum í 65. sæti af þeim 73 sem komust í gegnum niðurskurðinn. Tiger var 20 höggum frá Kuchar en hann hefur aldrei áður verið svo mörgum höggum á eftir sigurvegara þeirra móta sem hann hefur spilað á. Sigur Kuchar í dag var nokkuð þægilegur en hann hafði tveggja högga forystu á Kevin Chappell. Bandaríkjamenn röðuð sér í efstu sex sæti mótsins en Kuchar var á samtals tólf höggum undir pari. Adam Scott hafnaði í þrettánda sæti og Rory McIlroy var litlu skárri en Tiger. Hann var á sex höggum yfir pari í 57. sæti. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Matt Kuchar bar sigur úr býtum á Memorial-mótinu sem lauk í Ohio í dag en það er hluti af PGA-mótaröðinni. Þar með eru þeir Kuchar og Tiger Woods þeir einu sem hafa unnið fleiri en eitt mót á mótaröðinni þetta tímabilið. Woods var hins vegar langt frá sínu besta á mótinu. Hann spilaði einn sinn versta hring frá upphafi í gær er hann skilaði sér í hús á sjö höggum yfir pari. Hann spilaði á pari í dag og var alls átta höggum yfir pari. Það dugði honum í 65. sæti af þeim 73 sem komust í gegnum niðurskurðinn. Tiger var 20 höggum frá Kuchar en hann hefur aldrei áður verið svo mörgum höggum á eftir sigurvegara þeirra móta sem hann hefur spilað á. Sigur Kuchar í dag var nokkuð þægilegur en hann hafði tveggja högga forystu á Kevin Chappell. Bandaríkjamenn röðuð sér í efstu sex sæti mótsins en Kuchar var á samtals tólf höggum undir pari. Adam Scott hafnaði í þrettánda sæti og Rory McIlroy var litlu skárri en Tiger. Hann var á sex höggum yfir pari í 57. sæti.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira