Game of Thrones-ferðir til Íslands Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2013 13:54 Welcome to Iceland! Stjarnan úr Game Of Thrones, Kit Harington, á tökustað á Íslandi. Ferðaskrifstofan Discover the World, í London, hefur auglýst sérstaklega ferðir til Íslands, þá gagngert til að fara á söguslóðir sjónvarpsseríunnar Game of Thrones. Um er að ræða fimm daga ferð þar sem farið verður um söguslóðir þáttanna og tökustaði, sem voru teknir upp að nokkru á Íslandi. Discover the World ætlar að fara með ferðalanga á Vatnajökul og víðar. Þóra Ingvarsdóttir starfar hjá skrifstofunni og hún hefur sett saman þennan ferðapakka. Hún bindur vonir við að fjöldi manna eigi eftir að leggja leið sína til Íslands, gagngert vegna Game of Thrones, en mikill áhugi er á þáttunum á Bretlandseyjum og var 3. seríu að ljúka í sjónvarpi þar. "Írland kom mikið fyrir í Game of Thrones og Írarnir hafa verið í mikilli landkynningu í tengslum við það. Þar sem Ísland var mjög mikilvægur tökustaður í seríunum þá fannst okkur tilvalið að kynna Ísland eitthvað líka og bjóða fólkið að heimsækja staðina sem það hafði séð." Þóra segir þetta til þess að gera nýlega til komið þannig að hún getur ekki sagt til um viðbrögðin. "En með réttri kynningu gæti þetta orðið fyrirtaks landkynning. Það er mikill áhugi á Game of Thrones, þannig að þetta gæti orðið mjög vinsæl ferð," segir Þóra. Ferðir af þessu tagi eru þekktar í ferðaþjónustuiðnaðinum, til dæmis sækir mikill fjöldi fólks Nýja-Sjáland heim gagngert til að skoða hobbitabyggð og fleiri staði sem voru í bakgrunni The Lord of the Ring-myndanna. "Þetta hefur verið stórt þar. Það er þetta sem þeir eru að reyna að gera á Írlandi í tengslum við Game of Thrones." Game of Thrones Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Ferðaskrifstofan Discover the World, í London, hefur auglýst sérstaklega ferðir til Íslands, þá gagngert til að fara á söguslóðir sjónvarpsseríunnar Game of Thrones. Um er að ræða fimm daga ferð þar sem farið verður um söguslóðir þáttanna og tökustaði, sem voru teknir upp að nokkru á Íslandi. Discover the World ætlar að fara með ferðalanga á Vatnajökul og víðar. Þóra Ingvarsdóttir starfar hjá skrifstofunni og hún hefur sett saman þennan ferðapakka. Hún bindur vonir við að fjöldi manna eigi eftir að leggja leið sína til Íslands, gagngert vegna Game of Thrones, en mikill áhugi er á þáttunum á Bretlandseyjum og var 3. seríu að ljúka í sjónvarpi þar. "Írland kom mikið fyrir í Game of Thrones og Írarnir hafa verið í mikilli landkynningu í tengslum við það. Þar sem Ísland var mjög mikilvægur tökustaður í seríunum þá fannst okkur tilvalið að kynna Ísland eitthvað líka og bjóða fólkið að heimsækja staðina sem það hafði séð." Þóra segir þetta til þess að gera nýlega til komið þannig að hún getur ekki sagt til um viðbrögðin. "En með réttri kynningu gæti þetta orðið fyrirtaks landkynning. Það er mikill áhugi á Game of Thrones, þannig að þetta gæti orðið mjög vinsæl ferð," segir Þóra. Ferðir af þessu tagi eru þekktar í ferðaþjónustuiðnaðinum, til dæmis sækir mikill fjöldi fólks Nýja-Sjáland heim gagngert til að skoða hobbitabyggð og fleiri staði sem voru í bakgrunni The Lord of the Ring-myndanna. "Þetta hefur verið stórt þar. Það er þetta sem þeir eru að reyna að gera á Írlandi í tengslum við Game of Thrones."
Game of Thrones Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira