Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 27-22 | Sigmar Sigfússon í Vodafonehöllinni skrifar 19. september 2013 19:30 Ólafur Stefánsson. Mynd/Vilhelm Valsmenn unnu fimm marka sigur á Haukum, 27-22, í fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta en þetta var fyrsti deildarleikur liðsins undir stjórn Ólafs Steánssonar. Valsmenn unnu síðustu níu mínútur leiksins 7-1. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísi og Fréttablaðsins, var í Vodafone-höllinni í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Valsmenn byrjuðu betur í leiknum og voru grimmir í vörninni og náðu forystu fljótt. En Haukar komust hægt og bítandi inn í leikinn og minnkuðu munin. Eftir 19. mínútur voru heimamenn með fjögurra marka forystu, 6-2, en næstu mínútur voru eign Hauka. Fjórum mínútum síðar á 23. mínútu voru gestirnir frá Hafnarfirði búnir að jafna, 7-7. Valsmenn voru duglegir við að krækja í tveggja mínútu brottvísanir og Haukamenn keyrðu hraðarupphlaupin stíft. Hlynur Morthens, markmaður Vals, varði ágætlega í hálfleiknum en það gerði Giedrius Morkunas í marki Hauka líka. Staðan í hálfleik var jöfn, 10-10. Seinni hálfleikur var mikil skemmtun og enn meiri spenna á tímabili. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar. Valsmenn leiddu þó með tveimur mörkum fram að 47. mínútu. Þá jafna Haukar leikinn með marki frá Adam Baumruk og stuðningsmenn Hauka trylltust á pöllunum. Leikurinn var hnífjafn á þessu tímabili og liðin skiptust á að skora. Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals tók leikhlé í stöðunni 21-21. Ólafur sagði greinilega eitthvað til þess að kveikja á sínum mönnum og Valur skoraði sex mörk í röð. Staðan orðin 27-21 fyrir heimamenn og aðeins mínúta eftir. Valsmenn sigruðu leikinn 27-22 og Ólafur byrjar vel með liðið. Hlynur Morthens, markmaður Vals, lokaði markinu á síðustu átta mínútum leiksins og er maður leiksins að margra mati. Athygli vakti að Ólafur Stefánsson skipti hópnum í tvennt og lét þá spila sitthvorar fimmtán mínúturnar í báðum hálfleikum. Ólafur: Ég er þakklátur að hafa unnið„Ég er ánægður með karakterinn sem við sýndum. Héldum alltaf haus þegar við lentum í vandræðum sem var tvisvar í leiknum, duttum í smá lægð. Við hefðum getað misst þá frá okkur því þeir eru fljótir að refsa. Þannig að ég er þakklátur að hafa unnið,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsmanna, eftir leikinn. „Það að vinna léttir aðeins á mönnum, menn verða opnari, koma daginn eftir opnari fyrir því að gera enn betur, opnari fyrir jákvæðri krítík. Við eigum langa ferð fyrir höndum og miðað við þann tíma sem við haft að þá get ég ekki verið neitt annað en sáttur,“ sagði Ólafur. Þú skiptir hópnum upp í tvö lið og allir fengu að spila í leiknum. Er þetta það sem koma skal í vetur? „Það þarf mikið að gerast ef við breytum eitthvað út frá því. Við reynum að hafa alla virka og sjáum hvernig það rúllar. Við gerðum þetta allt undirbúningstímabilið og það var að virka. Menn vita ekkert hvort þeir eru í A eða B í liðinu,“ sagði Ólafur að lokum. Patrekur: Gerðum of mikið af tæknifeilum„Við byrjuðum ekki nægilega vel. Við vorum að fá fín færi og vorum að leysa þetta ágætlega. En við kláruðum færin illa og í heildina var allt of mikið af tæknifeilum,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, ósáttur eftir leikinn. „Það vantaði drápseðlið til að klára þá þegar við vorum td. tveimur mönnum fleiri. Markvarslan þarf líka að vera betri og varnarmenn þurfa sömuleiðis að stíga betur út,“ „Þeir unnu síðasta kaflann og Hlynur varði virkilega vel. Hann verður bara betri með árunum,“ sagði Patrekur að lokum. Elvar: Gott að vera kominn í rauðabúninginn„Þetta var algjör snilld og það jafnast fátt á við þetta. Frábær mæting og svo er hrikalega gott að vera kominn í rauðabúninginn aftur,“ sagði Elvar Friðriksson, stórskytta Valsmanna, eftir leikinn. Elvar var öflugur fyrir heimamenn og skoraði fimm mörk í leiknum. „Ég er að koma aftur tilbaka eftir þrjú ár og ég finn strax fyrir auknum stuðning við liðið eftir að Óli kom. Hann er að koma með ferskan anda inn í þetta,“ sagði Elvar. „Ég hlakka mikið til tímabilsins og það er mjög gott að byrja á sigri gegn Haukum,“ sagði Elvar Friðriksson sem kom aftur til liðsins fyrir tímabilið eftir atvinnumennsku í Danmörku og Svíþjóð. Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Sjá meira
Valsmenn unnu fimm marka sigur á Haukum, 27-22, í fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta en þetta var fyrsti deildarleikur liðsins undir stjórn Ólafs Steánssonar. Valsmenn unnu síðustu níu mínútur leiksins 7-1. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísi og Fréttablaðsins, var í Vodafone-höllinni í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Valsmenn byrjuðu betur í leiknum og voru grimmir í vörninni og náðu forystu fljótt. En Haukar komust hægt og bítandi inn í leikinn og minnkuðu munin. Eftir 19. mínútur voru heimamenn með fjögurra marka forystu, 6-2, en næstu mínútur voru eign Hauka. Fjórum mínútum síðar á 23. mínútu voru gestirnir frá Hafnarfirði búnir að jafna, 7-7. Valsmenn voru duglegir við að krækja í tveggja mínútu brottvísanir og Haukamenn keyrðu hraðarupphlaupin stíft. Hlynur Morthens, markmaður Vals, varði ágætlega í hálfleiknum en það gerði Giedrius Morkunas í marki Hauka líka. Staðan í hálfleik var jöfn, 10-10. Seinni hálfleikur var mikil skemmtun og enn meiri spenna á tímabili. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar. Valsmenn leiddu þó með tveimur mörkum fram að 47. mínútu. Þá jafna Haukar leikinn með marki frá Adam Baumruk og stuðningsmenn Hauka trylltust á pöllunum. Leikurinn var hnífjafn á þessu tímabili og liðin skiptust á að skora. Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals tók leikhlé í stöðunni 21-21. Ólafur sagði greinilega eitthvað til þess að kveikja á sínum mönnum og Valur skoraði sex mörk í röð. Staðan orðin 27-21 fyrir heimamenn og aðeins mínúta eftir. Valsmenn sigruðu leikinn 27-22 og Ólafur byrjar vel með liðið. Hlynur Morthens, markmaður Vals, lokaði markinu á síðustu átta mínútum leiksins og er maður leiksins að margra mati. Athygli vakti að Ólafur Stefánsson skipti hópnum í tvennt og lét þá spila sitthvorar fimmtán mínúturnar í báðum hálfleikum. Ólafur: Ég er þakklátur að hafa unnið„Ég er ánægður með karakterinn sem við sýndum. Héldum alltaf haus þegar við lentum í vandræðum sem var tvisvar í leiknum, duttum í smá lægð. Við hefðum getað misst þá frá okkur því þeir eru fljótir að refsa. Þannig að ég er þakklátur að hafa unnið,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsmanna, eftir leikinn. „Það að vinna léttir aðeins á mönnum, menn verða opnari, koma daginn eftir opnari fyrir því að gera enn betur, opnari fyrir jákvæðri krítík. Við eigum langa ferð fyrir höndum og miðað við þann tíma sem við haft að þá get ég ekki verið neitt annað en sáttur,“ sagði Ólafur. Þú skiptir hópnum upp í tvö lið og allir fengu að spila í leiknum. Er þetta það sem koma skal í vetur? „Það þarf mikið að gerast ef við breytum eitthvað út frá því. Við reynum að hafa alla virka og sjáum hvernig það rúllar. Við gerðum þetta allt undirbúningstímabilið og það var að virka. Menn vita ekkert hvort þeir eru í A eða B í liðinu,“ sagði Ólafur að lokum. Patrekur: Gerðum of mikið af tæknifeilum„Við byrjuðum ekki nægilega vel. Við vorum að fá fín færi og vorum að leysa þetta ágætlega. En við kláruðum færin illa og í heildina var allt of mikið af tæknifeilum,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, ósáttur eftir leikinn. „Það vantaði drápseðlið til að klára þá þegar við vorum td. tveimur mönnum fleiri. Markvarslan þarf líka að vera betri og varnarmenn þurfa sömuleiðis að stíga betur út,“ „Þeir unnu síðasta kaflann og Hlynur varði virkilega vel. Hann verður bara betri með árunum,“ sagði Patrekur að lokum. Elvar: Gott að vera kominn í rauðabúninginn„Þetta var algjör snilld og það jafnast fátt á við þetta. Frábær mæting og svo er hrikalega gott að vera kominn í rauðabúninginn aftur,“ sagði Elvar Friðriksson, stórskytta Valsmanna, eftir leikinn. Elvar var öflugur fyrir heimamenn og skoraði fimm mörk í leiknum. „Ég er að koma aftur tilbaka eftir þrjú ár og ég finn strax fyrir auknum stuðning við liðið eftir að Óli kom. Hann er að koma með ferskan anda inn í þetta,“ sagði Elvar. „Ég hlakka mikið til tímabilsins og það er mjög gott að byrja á sigri gegn Haukum,“ sagði Elvar Friðriksson sem kom aftur til liðsins fyrir tímabilið eftir atvinnumennsku í Danmörku og Svíþjóð.
Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Sjá meira