Verðum að framfylgja lögum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. mars 2013 07:00 Mladenovic spilar ekki fleiri leiki með ÍBV í vetur. Mynd/Vilhelm Leikmaður kvennaliðs ÍBV í handbolta þurfti að yfirgefa landið í vikunni þar sem hún var ekki með atvinnu- og dvalarleyfi frá Vinnumálastofnun. Sambærilegt mál vegna annars leikmanns hjá ÍBV er í skoðun. Ivana Mladenovic, leikmaður kvennaliðs ÍBV, þurfti að fara úr landi á dögunum þar sem hún var hér án tilskilinna leyfa. Vinnumálastofnun synjaði svo beiðni um dvalar- og atvinnuleyfi þar sem hún hafði verið hér á landi of lengi í leyfisleysi. Þetta staðfestir Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, í samtali við Fréttablaðið. „Samkvæmt lögum þarf að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi fyrir íþróttamenn sem koma hingað til lands og spila með íslenskum félögum sem atvinnumenn," segir Unnur.Var aldrei með landvistarleyfi Á heimasíðu ÍBV segir að Mladenovic hafi ekki fengið landvistarleyfi sínu framlengt og að ástæða þess að henni hafi verið hafnað um atvinnu- og dvalarleyfi sé að of seint hafi verið farið af stað með hennar mál. Það staðfestir Unnur og tekur reyndar fyrir það að hún hafi nokkru sinni verið með landvistarleyfi. „Hún var ekki með landvistarleyfi og ef fólk hefur verið að brjóta lögin svo lengi getum við, samkvæmt lögum, synjað slíkum beiðnum."Flogið út og heim aftur Sindri Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, sagði í viðtali við Morgunblaðið á mánudag að leikmenn hefðu síðustu tvö ár flogið úr landi og komið svo aftur stuttu síðar. Samkvæmt lögum um útlendinga mega ríkisborgarar ríkja utan EES og EFTA ekki dvelja hér á landi lengur en þrjá mánuði í senn en með því að fara úr landi í stuttan tíma endurnýjast sá tími. Þess má þó geta að dvöl í öðru ríki sem tekur þátt í Schengen-samstarfinu telst jafngilda dvöl hér á landi. Sindri staðfesti í samtali við íþróttavef Vísis á mánudag að Mladenovic hefði farið úr landi fyrir rúmri viku síðan. Hún hefði svo fengið leyfi til að koma aftur í þeim tilgangi að taka saman sínar föggur í Vestmannaeyjum. Mladenovic spilaði engu að síður með ÍBV gegn Val í undanúrslitum bikarkeppninnar á laugardaginn og skoraði fimm mörk í leiknum. Mladenovic hefur tekið þátt í öllum nítján deildarleikjum ÍBV á tímabilinu. Sindri sagði á Vísi að aðrir leikmenn ÍBV hefðu verið hér á landi undir sömu formerkjum og Mladenovic undanfarin ár. „Það á við um fleiri lið en ÍBV," sagði hann.Íþróttafélög vilja hafa þetta í lagi Unnur ítrekar þó að ferðamenn geti ekki starfað hér á landi og þegið laun fyrir, eins og Mladenovic gerði sem leikmaður kvennaliðs ÍBV. „Það hefur verið misbrestur á því að íþróttafélögin sæki um tilskilin leyfi fyrir sína atvinnumenn sem koma hingað til lands. Við getum því miður ekki látið það alveg ótalið og verðum að framfylgja lögum." Unnur segir að yfirleitt séu íþróttafélög með þessi mál í lagi og að Vinnumálastofnun hafi átt gott samstarf við íþróttahreyfinguna. „Við áttum fund með KSÍ um daginn um þessi mál og þá höfum við átt gott samstarf við körfuboltann. Sérsamböndin og íþróttafélög í landinu vilja hafa þetta í lagi," segir hún. Þess má geta að ríkisborgarar ESB- og EFTA-ríkja geta komið til Íslands og starfað hér á landi án sérstaks atvinnu- og dvalarleyfis.Er Malovic hér sem ferðamaður? Eftir að Ivönu Mladenovic var vísað úr landi forvitnaðist Fréttablaðið um stöðu annarra erlendra leikmanna sem spila með handknattleiksliðum ÍBV. Fjórir erlendir leikmenn hafa spilað með kvennaliði ÍBV í vetur og eru allar frá ESB-löndum, nema Mladenovic. Serbinn Nemanja Malovic hefur spilað með karlaliði ÍBV í 1. deildinni í vetur en hann var á mála hjá Haukum á síðasta tímabili. Serbar þurfa atvinnu- og dvalarleyfi til að starfa hér á landi. Sindri Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, vildi litlu svara um stöðu hans en sagði við Fréttablaðið að mál hans „væru í vinnslu“. Spurður hvort Malovic hefði alla tíð verið hjá ÍBV án tilskilinna dvalar- og atvinnuleyfa vildi hann engu svara. Unnur Sverrisdóttir, varaforstjóri Vinnumálastofnunar, vildi ekki tjá sig um hvort önnur mál er tengdust ÍBV væru í skoðun hjá stofnuninni. Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Sjá meira
Leikmaður kvennaliðs ÍBV í handbolta þurfti að yfirgefa landið í vikunni þar sem hún var ekki með atvinnu- og dvalarleyfi frá Vinnumálastofnun. Sambærilegt mál vegna annars leikmanns hjá ÍBV er í skoðun. Ivana Mladenovic, leikmaður kvennaliðs ÍBV, þurfti að fara úr landi á dögunum þar sem hún var hér án tilskilinna leyfa. Vinnumálastofnun synjaði svo beiðni um dvalar- og atvinnuleyfi þar sem hún hafði verið hér á landi of lengi í leyfisleysi. Þetta staðfestir Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, í samtali við Fréttablaðið. „Samkvæmt lögum þarf að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi fyrir íþróttamenn sem koma hingað til lands og spila með íslenskum félögum sem atvinnumenn," segir Unnur.Var aldrei með landvistarleyfi Á heimasíðu ÍBV segir að Mladenovic hafi ekki fengið landvistarleyfi sínu framlengt og að ástæða þess að henni hafi verið hafnað um atvinnu- og dvalarleyfi sé að of seint hafi verið farið af stað með hennar mál. Það staðfestir Unnur og tekur reyndar fyrir það að hún hafi nokkru sinni verið með landvistarleyfi. „Hún var ekki með landvistarleyfi og ef fólk hefur verið að brjóta lögin svo lengi getum við, samkvæmt lögum, synjað slíkum beiðnum."Flogið út og heim aftur Sindri Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, sagði í viðtali við Morgunblaðið á mánudag að leikmenn hefðu síðustu tvö ár flogið úr landi og komið svo aftur stuttu síðar. Samkvæmt lögum um útlendinga mega ríkisborgarar ríkja utan EES og EFTA ekki dvelja hér á landi lengur en þrjá mánuði í senn en með því að fara úr landi í stuttan tíma endurnýjast sá tími. Þess má þó geta að dvöl í öðru ríki sem tekur þátt í Schengen-samstarfinu telst jafngilda dvöl hér á landi. Sindri staðfesti í samtali við íþróttavef Vísis á mánudag að Mladenovic hefði farið úr landi fyrir rúmri viku síðan. Hún hefði svo fengið leyfi til að koma aftur í þeim tilgangi að taka saman sínar föggur í Vestmannaeyjum. Mladenovic spilaði engu að síður með ÍBV gegn Val í undanúrslitum bikarkeppninnar á laugardaginn og skoraði fimm mörk í leiknum. Mladenovic hefur tekið þátt í öllum nítján deildarleikjum ÍBV á tímabilinu. Sindri sagði á Vísi að aðrir leikmenn ÍBV hefðu verið hér á landi undir sömu formerkjum og Mladenovic undanfarin ár. „Það á við um fleiri lið en ÍBV," sagði hann.Íþróttafélög vilja hafa þetta í lagi Unnur ítrekar þó að ferðamenn geti ekki starfað hér á landi og þegið laun fyrir, eins og Mladenovic gerði sem leikmaður kvennaliðs ÍBV. „Það hefur verið misbrestur á því að íþróttafélögin sæki um tilskilin leyfi fyrir sína atvinnumenn sem koma hingað til lands. Við getum því miður ekki látið það alveg ótalið og verðum að framfylgja lögum." Unnur segir að yfirleitt séu íþróttafélög með þessi mál í lagi og að Vinnumálastofnun hafi átt gott samstarf við íþróttahreyfinguna. „Við áttum fund með KSÍ um daginn um þessi mál og þá höfum við átt gott samstarf við körfuboltann. Sérsamböndin og íþróttafélög í landinu vilja hafa þetta í lagi," segir hún. Þess má geta að ríkisborgarar ESB- og EFTA-ríkja geta komið til Íslands og starfað hér á landi án sérstaks atvinnu- og dvalarleyfis.Er Malovic hér sem ferðamaður? Eftir að Ivönu Mladenovic var vísað úr landi forvitnaðist Fréttablaðið um stöðu annarra erlendra leikmanna sem spila með handknattleiksliðum ÍBV. Fjórir erlendir leikmenn hafa spilað með kvennaliði ÍBV í vetur og eru allar frá ESB-löndum, nema Mladenovic. Serbinn Nemanja Malovic hefur spilað með karlaliði ÍBV í 1. deildinni í vetur en hann var á mála hjá Haukum á síðasta tímabili. Serbar þurfa atvinnu- og dvalarleyfi til að starfa hér á landi. Sindri Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, vildi litlu svara um stöðu hans en sagði við Fréttablaðið að mál hans „væru í vinnslu“. Spurður hvort Malovic hefði alla tíð verið hjá ÍBV án tilskilinna dvalar- og atvinnuleyfa vildi hann engu svara. Unnur Sverrisdóttir, varaforstjóri Vinnumálastofnunar, vildi ekki tjá sig um hvort önnur mál er tengdust ÍBV væru í skoðun hjá stofnuninni.
Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Sjá meira