„Frussaði næstum pulsunni“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2013 09:00 Guðjón L. stóð fastur á sínu í Austurberginu. fréttablaðið/stefán „Mér fannst þetta óíþróttamannsleg framkoma gagnvart gestaliðinu,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, eftirlitsdómari á viðureign ÍR og HK í efstu deild karla á fimmtudaginn. Heimamenn unnu 36-30 sigur en í leiknum vígðu þeir nýjan varamannabekk sem vakti mikla athygli. Síðari bekkurinn er í smíðum en var ekki klár á fimmtudagskvöldið. ÍR-ingar sátu á bekknum í fyrri hálfleik og létu fara vel um sig. Lið í handbolta hafa sætaskipti í hálfleik og ákváðu ÍR-ingar að nýta tækifærið og víxla á bekkjum. Guðjón tók það ekki í mál. „Ég var búinn að nefna þetta við þá fyrir leik. Mér fannst í góðu lagi að nota bekkina en það þýddi ekkert að víxla þeim í hálfleik,“ segir Guðjón. Hann nýtti tækifærið eins og fleiri í hálfleik, fór fram í veitingasöluna og fékk sér pylsu.„Ég var næstum því búinn að frussa henni út úr mér þegar ég sá þetta,“ segir Guðjón sem var ekki sáttur þegar hann sá að ÍR-ingar voru búnir að víxla bekkjunum eftir allt saman í hálfleik. Hann segir vissulega ekkert í reglum að bekkir þurfi að vera eins beggja vegna. Í hans huga snúist þetta einfaldlega um heilbrigða skynsemi. „Það hefur ekki reynt á þetta áður,“ segir Guðjón sem trúir ekki að aðrir eftirlitsmenn hefðu leyft ÍR-ingum að víxla bekkjum. Honum finnst hins vegar framtak ÍR-inga til fyrirmyndar enda kominn tími til að félög hugsi sinn gang varðandi varamannabekki sína.„Ég hef verið að hnýta aðeins í félögin varðandi þessa trébekki. Þeir eru ekki bjóðandi íþróttamönnum í heilan leik og eru hreinlega dónaskapur,“ segir Guðjón. Bekkirnir séu alltof lágir og veiti engan stuðning. Guðjón er reyndur á alþjóðavettvangi þar sem allajafna er boðið upp á sæti, ýmist með örmum eða ekki. Guðjón segir ÍR-inga þó aðeins þurfa að laga bekkina sína til. Þannig þurfi að vera fjórtán sæti á hvorum bekk en voru ellefu á fimmtudaginn. „Ég hrósa þeim fyrir framtakið. Þetta var flott hjá þeim.“ Handbolti Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Sjá meira
„Mér fannst þetta óíþróttamannsleg framkoma gagnvart gestaliðinu,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, eftirlitsdómari á viðureign ÍR og HK í efstu deild karla á fimmtudaginn. Heimamenn unnu 36-30 sigur en í leiknum vígðu þeir nýjan varamannabekk sem vakti mikla athygli. Síðari bekkurinn er í smíðum en var ekki klár á fimmtudagskvöldið. ÍR-ingar sátu á bekknum í fyrri hálfleik og létu fara vel um sig. Lið í handbolta hafa sætaskipti í hálfleik og ákváðu ÍR-ingar að nýta tækifærið og víxla á bekkjum. Guðjón tók það ekki í mál. „Ég var búinn að nefna þetta við þá fyrir leik. Mér fannst í góðu lagi að nota bekkina en það þýddi ekkert að víxla þeim í hálfleik,“ segir Guðjón. Hann nýtti tækifærið eins og fleiri í hálfleik, fór fram í veitingasöluna og fékk sér pylsu.„Ég var næstum því búinn að frussa henni út úr mér þegar ég sá þetta,“ segir Guðjón sem var ekki sáttur þegar hann sá að ÍR-ingar voru búnir að víxla bekkjunum eftir allt saman í hálfleik. Hann segir vissulega ekkert í reglum að bekkir þurfi að vera eins beggja vegna. Í hans huga snúist þetta einfaldlega um heilbrigða skynsemi. „Það hefur ekki reynt á þetta áður,“ segir Guðjón sem trúir ekki að aðrir eftirlitsmenn hefðu leyft ÍR-ingum að víxla bekkjum. Honum finnst hins vegar framtak ÍR-inga til fyrirmyndar enda kominn tími til að félög hugsi sinn gang varðandi varamannabekki sína.„Ég hef verið að hnýta aðeins í félögin varðandi þessa trébekki. Þeir eru ekki bjóðandi íþróttamönnum í heilan leik og eru hreinlega dónaskapur,“ segir Guðjón. Bekkirnir séu alltof lágir og veiti engan stuðning. Guðjón er reyndur á alþjóðavettvangi þar sem allajafna er boðið upp á sæti, ýmist með örmum eða ekki. Guðjón segir ÍR-inga þó aðeins þurfa að laga bekkina sína til. Þannig þurfi að vera fjórtán sæti á hvorum bekk en voru ellefu á fimmtudaginn. „Ég hrósa þeim fyrir framtakið. Þetta var flott hjá þeim.“
Handbolti Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Sjá meira