Walker sigraði í þriðja sinn á leiktíðinni Jón Júlíus Karlsson skrifar 10. febrúar 2014 17:15 Vísir/AP Dustin Johnson varð annar á Pebble Beach í gær.Vísir/AP Jimmy Walker hrósaði sigri á AT&T Pebble Beach National mótinu sem lauk í gær á PGA-mótaröðinni. Þetta er þriðji sigurinn á tímabilinu hjá Walker sem hefur leikið sérlega vel frá því í haust. Hann lék hringina fjóra á samtals 11 höggum undir pari og varð einu höggi betri en þeir Dustin Johnson og Jim Renner. Walker sigraði á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni síðastliðið haust á Frys.com Open mótinu og fagnaði svo aftur sigur á Sony Open mótinu í janúar. Hann er að leika mjög vel því hann hefur unnið þrjú af síðustu átta mótum á mótaröðinni. Þetta er þriðji sigur hans á leiktíðinni sem hófst í október.Dapur lokahringur Litlu munaði að Walker missti sigurinn úr höndunum. Hann hafði sex högga forystu fyrir lokahringinn en tryggði sér sigurinn með pari á 18. holu. „Þetta var gott sjónvarp, ekki rétt,“ sagði Walker að móti loknu og átti þar við að honum hefði tekist að gera mótið spennandi með lakri spilamennsku á lokahringnum. Hann lék hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Johnson blandaði sér hins vegar í baráttuna um sigurinn með því að leika lokahringinn á 66 höggum. Fyrir sigurinn fékk Walker um 150 milljónir króna í sinn hlut og er orðinn efstur á FedEx-stigalistanum. Hér að neðan má sjá samantekt frá lokahringnum og einnig viðtal við Walker. Mótið var í beinni útsendingu á Golfstöðinni en sjónvarpsstöðin er með sýningarrétt frá helstu mótaröðum heims.Lokastaðan í mótinu Post by Golfstöðin. Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Dustin Johnson varð annar á Pebble Beach í gær.Vísir/AP Jimmy Walker hrósaði sigri á AT&T Pebble Beach National mótinu sem lauk í gær á PGA-mótaröðinni. Þetta er þriðji sigurinn á tímabilinu hjá Walker sem hefur leikið sérlega vel frá því í haust. Hann lék hringina fjóra á samtals 11 höggum undir pari og varð einu höggi betri en þeir Dustin Johnson og Jim Renner. Walker sigraði á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni síðastliðið haust á Frys.com Open mótinu og fagnaði svo aftur sigur á Sony Open mótinu í janúar. Hann er að leika mjög vel því hann hefur unnið þrjú af síðustu átta mótum á mótaröðinni. Þetta er þriðji sigur hans á leiktíðinni sem hófst í október.Dapur lokahringur Litlu munaði að Walker missti sigurinn úr höndunum. Hann hafði sex högga forystu fyrir lokahringinn en tryggði sér sigurinn með pari á 18. holu. „Þetta var gott sjónvarp, ekki rétt,“ sagði Walker að móti loknu og átti þar við að honum hefði tekist að gera mótið spennandi með lakri spilamennsku á lokahringnum. Hann lék hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Johnson blandaði sér hins vegar í baráttuna um sigurinn með því að leika lokahringinn á 66 höggum. Fyrir sigurinn fékk Walker um 150 milljónir króna í sinn hlut og er orðinn efstur á FedEx-stigalistanum. Hér að neðan má sjá samantekt frá lokahringnum og einnig viðtal við Walker. Mótið var í beinni útsendingu á Golfstöðinni en sjónvarpsstöðin er með sýningarrétt frá helstu mótaröðum heims.Lokastaðan í mótinu Post by Golfstöðin.
Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira