Adam Scott: "Ég þarf að æfa mig betur" 11. mars 2014 11:59 Scott fagnar sigri á Mastersmótinu í fyrra. AP/Vísir Masters sigurvegarinn frá því í fyrra, Ástralinn Adam Scott segist þurfa að æfa sig meira ef hann ætlar sér að verja titilinn í ár á þessu sögufræga móti. Scott var töluvert frá sínu besta á Cadillac meistaramótinu á síðustu helgi og endaði hann jafn í 25. sæti ásamt nokkrum nokkrum öðrum kylfingum en honum tókst ekki að spila neinn hring undir pari. „Ég mun ekki eiga neinar sérstakar minningar um þetta mót, ég spilaði alls ekki vel, “ sagði Scott við fréttamenn eftir Cadillac meistaramótið en það er rúmlega mánuður í að hann reyni að verja titil sinn á Mastersmótinu, fyrsta risamóti ársins sem fram fer 10-13 apríl nk. „Ég þarf greinilega að æfa mig töluvert á næstunni til þess að vera í mínu besta formi á komandi vikum, næstu tveir dagar fara í hvíld en svo mun ég taka vel á því á æfingasvæðinu.“ Scott verður ekki með á næsta móti á PGA mótaröðinni, Valspar meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn og hefur því nægan tíma til þess að æfa sig. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Masters sigurvegarinn frá því í fyrra, Ástralinn Adam Scott segist þurfa að æfa sig meira ef hann ætlar sér að verja titilinn í ár á þessu sögufræga móti. Scott var töluvert frá sínu besta á Cadillac meistaramótinu á síðustu helgi og endaði hann jafn í 25. sæti ásamt nokkrum nokkrum öðrum kylfingum en honum tókst ekki að spila neinn hring undir pari. „Ég mun ekki eiga neinar sérstakar minningar um þetta mót, ég spilaði alls ekki vel, “ sagði Scott við fréttamenn eftir Cadillac meistaramótið en það er rúmlega mánuður í að hann reyni að verja titil sinn á Mastersmótinu, fyrsta risamóti ársins sem fram fer 10-13 apríl nk. „Ég þarf greinilega að æfa mig töluvert á næstunni til þess að vera í mínu besta formi á komandi vikum, næstu tveir dagar fara í hvíld en svo mun ég taka vel á því á æfingasvæðinu.“ Scott verður ekki með á næsta móti á PGA mótaröðinni, Valspar meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn og hefur því nægan tíma til þess að æfa sig.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira