Masters-vikan byrjaði með þrumuveðri Jón Júlíus Karlsson skrifar 7. apríl 2014 22:31 Það ringdi í dag á Augusta National. Vísir/AP Fyrsta æfingahring fyrir Masters mótið, sem hefst á fimmtudag, var aflýst í dag vegna þrumuveðurs. Þetta er í fyrsta sinn í 11 ár sem aflýsa þarf æfingahring fyrir Masters. Keppendur og þúsundir áhorfenda voru kallaðir af vellinum vegna eldingahættu. 30 kylfingar voru á vellinum þegar þeir voru kallaðir í hús. „Við erum vonsvikin að áhorfendur hafi ekki fengið að njóta þess að horfa á æfingahringinn í dag. Öryggi allra á golfvellinum var í forgangi,“ sagði Billy Payne, formaður Augusta National golfklúbbsins.Rory McIlory frá Norður-Írlandi er talinn sigurstranglegastur í mótinu. Hann eyddi 90 mínútum á æfingasvæðinu á Augusta National í dag ásamt Dave Stockton sem er mikill sérfræðingur í stutta spilinu. Þeir hafa unnið saman undanfarin ár með góðum árangri. Þó veðrið hafi verið slæmt í dag þá er veðurspá fyrir mótið mjög góð. Spáð er sól og hægum vindi næstu dag. Á miðvikudag fer fram par-3 keppnin sem er árviss viðburður á Masters. Mótið sjálft hefst á fimmtudag og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni.Rory McIlroy æfði í 90 mínútur í dag.Vísir/APÞrumuveður varð til þess að æfingahring dagsins var aflýst.AP/VísirThorbjörn Olesen frá Danmörku keppir á Masters í ár.Vísir/AP Post by Golfstöðin. Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fyrsta æfingahring fyrir Masters mótið, sem hefst á fimmtudag, var aflýst í dag vegna þrumuveðurs. Þetta er í fyrsta sinn í 11 ár sem aflýsa þarf æfingahring fyrir Masters. Keppendur og þúsundir áhorfenda voru kallaðir af vellinum vegna eldingahættu. 30 kylfingar voru á vellinum þegar þeir voru kallaðir í hús. „Við erum vonsvikin að áhorfendur hafi ekki fengið að njóta þess að horfa á æfingahringinn í dag. Öryggi allra á golfvellinum var í forgangi,“ sagði Billy Payne, formaður Augusta National golfklúbbsins.Rory McIlory frá Norður-Írlandi er talinn sigurstranglegastur í mótinu. Hann eyddi 90 mínútum á æfingasvæðinu á Augusta National í dag ásamt Dave Stockton sem er mikill sérfræðingur í stutta spilinu. Þeir hafa unnið saman undanfarin ár með góðum árangri. Þó veðrið hafi verið slæmt í dag þá er veðurspá fyrir mótið mjög góð. Spáð er sól og hægum vindi næstu dag. Á miðvikudag fer fram par-3 keppnin sem er árviss viðburður á Masters. Mótið sjálft hefst á fimmtudag og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni.Rory McIlroy æfði í 90 mínútur í dag.Vísir/APÞrumuveður varð til þess að æfingahring dagsins var aflýst.AP/VísirThorbjörn Olesen frá Danmörku keppir á Masters í ár.Vísir/AP Post by Golfstöðin.
Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira