Kunnugleg nöfn í toppbaráttunni eftir fyrsta hring á Augusta 11. apríl 2014 00:01 Jimenez og Haas voru sáttir eftir fyrsta hring í dag. AP/Vísir Mastersmótið hófst í dag en til þess að hefja þessa miklu golfveislu formlega voru goðsagnirnar Arnold Palmer, Jack Niclaus og Gary Player fengnar til þess að slá fyrstu höggin í mótinu. Það er óhætt að segja að mótið í ár hafi farið vel af stað en aðstæður til golfleiks á hinum gríðarlega erfiða Augusta National voru góðar, léttur vindur og glampandi sólskyn.Bill Haas lék best allra á fyrsta hring en hann kom inn á 68 höggum eða fjórum undir pari, Haas er þekktur fyrir að hefja mót vel en áhugavert verður að sjá hvort hann stenst pressuna á morgun sem fylgir því að leiða þetta sögufræga mót. Það eru kunnugleg nöfn jöfn í öðru sæti og þar ber helst að nefna Adam Scott sem hóf titilvörn sína með því að leika á þremur höggum undir pari á fyrsta hring. Louis Oosthuizen lék einnig á þremur höggum undir pari sem og meistarinn frá 2012, Bubba Watson. Sjö kylfingar eru jafnir í fimmta sæti á tveimur höggum undir pari en aðeins 19 kylfingar hófu mótið með hringjum sem voru undir pari vallar. Meðal þeirra eru ungstirnin Rory McIlroy, Rickie Fowler og Jordan Spieth á einu höggi undir pari ásamt öðrum þekktum nöfnum eins og töffaranum Fred Couples og Spánverjanum vinsæla Miguel Angel Jimenez. Vonbrigði dagsins í augum margra var frammistaða Phil Mickelson en Augusta National hefur í gegn um tíðina dregið það besta úr þessum magnaða kylfingi. Sú var þó ekki raunin í dag en Mickelson lék á 76 höggum eða fjórum yfir pari og er mjög neðarlega á skortöflunni. Þá voru fleiri stór nöfn sem Augusta lék grátt í dag, meðal annars Justin Rose sem lék einnig á fjórum yfir, Dustin Johnson lék á fimm yfir pari og PGA meistarinn sjálfur, Jason Dufner kom inn á heilum 80 höggum eða átta yfir pari. Sýnt verður beint frá öðrum hring á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 á morgun. Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Mastersmótið hófst í dag en til þess að hefja þessa miklu golfveislu formlega voru goðsagnirnar Arnold Palmer, Jack Niclaus og Gary Player fengnar til þess að slá fyrstu höggin í mótinu. Það er óhætt að segja að mótið í ár hafi farið vel af stað en aðstæður til golfleiks á hinum gríðarlega erfiða Augusta National voru góðar, léttur vindur og glampandi sólskyn.Bill Haas lék best allra á fyrsta hring en hann kom inn á 68 höggum eða fjórum undir pari, Haas er þekktur fyrir að hefja mót vel en áhugavert verður að sjá hvort hann stenst pressuna á morgun sem fylgir því að leiða þetta sögufræga mót. Það eru kunnugleg nöfn jöfn í öðru sæti og þar ber helst að nefna Adam Scott sem hóf titilvörn sína með því að leika á þremur höggum undir pari á fyrsta hring. Louis Oosthuizen lék einnig á þremur höggum undir pari sem og meistarinn frá 2012, Bubba Watson. Sjö kylfingar eru jafnir í fimmta sæti á tveimur höggum undir pari en aðeins 19 kylfingar hófu mótið með hringjum sem voru undir pari vallar. Meðal þeirra eru ungstirnin Rory McIlroy, Rickie Fowler og Jordan Spieth á einu höggi undir pari ásamt öðrum þekktum nöfnum eins og töffaranum Fred Couples og Spánverjanum vinsæla Miguel Angel Jimenez. Vonbrigði dagsins í augum margra var frammistaða Phil Mickelson en Augusta National hefur í gegn um tíðina dregið það besta úr þessum magnaða kylfingi. Sú var þó ekki raunin í dag en Mickelson lék á 76 höggum eða fjórum yfir pari og er mjög neðarlega á skortöflunni. Þá voru fleiri stór nöfn sem Augusta lék grátt í dag, meðal annars Justin Rose sem lék einnig á fjórum yfir, Dustin Johnson lék á fimm yfir pari og PGA meistarinn sjálfur, Jason Dufner kom inn á heilum 80 höggum eða átta yfir pari. Sýnt verður beint frá öðrum hring á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 á morgun.
Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira