Rory McIlroy sigraði á BMW PGA meistaramótinu eftir frábæran lokahring 25. maí 2014 19:38 McIlroy sigraði á sínu fyrsta móti á tímabilinu í dag. AP/Getty Rory McIlroy sigraði á BMW PGA meistaramótinu á ævintýralegan hátt í dag en Norður-Írinn ungi vann upp sjö högga forystu Danans Thomas Björn á lokahringnum. McIlroy var átta höggum undir pari fyrir lokahringinn sem hann lék Wentworth völlinn á 66 höggum eða sex undir pari og endaði hann því á 14 höggum undir pari í heildina. Björn hafði leitt mótið frá fyrsta hring og hóf daginn á 15 höggum undir en hann fann sig alls ekki í dag, lék á 75 höggum eða þremur yfir pari og endaði því mótið á 12 höggum undir pari. Hann endaði jafn í þriðja sæti ásamt Luke Donald en Írinn Shane Lowry krækti í annað sætið eftir hring upp á 68 högg í dag. Sigurinn hjá McIlroy í dag er hans fyrsti á tímabilinu en hann hefur átt erfitt uppdráttar í einkalífinu að undanförnu eftir að flosnaði upp úr sambandi hans við dönsku tenniskonuna Caroline Wozniacki. Það virðist þó ekki hafa haft slæm áhrif á leik hans en McIlroy lék frábært golf alla helgina og gæti hæglega verið að nálgast sitt besta form nú þegar US Open nálgast óðfluga. Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy sigraði á BMW PGA meistaramótinu á ævintýralegan hátt í dag en Norður-Írinn ungi vann upp sjö högga forystu Danans Thomas Björn á lokahringnum. McIlroy var átta höggum undir pari fyrir lokahringinn sem hann lék Wentworth völlinn á 66 höggum eða sex undir pari og endaði hann því á 14 höggum undir pari í heildina. Björn hafði leitt mótið frá fyrsta hring og hóf daginn á 15 höggum undir en hann fann sig alls ekki í dag, lék á 75 höggum eða þremur yfir pari og endaði því mótið á 12 höggum undir pari. Hann endaði jafn í þriðja sæti ásamt Luke Donald en Írinn Shane Lowry krækti í annað sætið eftir hring upp á 68 högg í dag. Sigurinn hjá McIlroy í dag er hans fyrsti á tímabilinu en hann hefur átt erfitt uppdráttar í einkalífinu að undanförnu eftir að flosnaði upp úr sambandi hans við dönsku tenniskonuna Caroline Wozniacki. Það virðist þó ekki hafa haft slæm áhrif á leik hans en McIlroy lék frábært golf alla helgina og gæti hæglega verið að nálgast sitt besta form nú þegar US Open nálgast óðfluga.
Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira