Tiger Woods er bjartsýnn fyrir Opna breska meistaramótið 16. júlí 2014 22:00 Augu margra verða á Woods um helgina. AP/Getty Tiger Woods hefur misst af síðustu tveimur risamótum í golfi vegna skurðaðgerðar á baki en hann er meðal þátttakenda á Opna breska meistaramótinu sem hefst á morgun. Woods segir að hann sé að nálgast sitt besta líkamlega form eftir erfiða mánuði að undanförnu þar sem hann hefur dottið niður í 7. sæti á heimslistanum. „Ég finn að með hverri vikunni sem líður þá verð ég sterkari og fæ meiri hraða í sveifluna. Ég myndi ekki segja að ég væri kominn í mitt besta form en ég er mjög nálægt því.“ Þá segir Woods að honum hlakki til að takast á við Royal Liverpool völlinn þar sem hann sigraði á Opna breska síðast þegar að mótið fór þar fram. „Ég er mjög rólegur hérna, það er lítið sem truflar mig og mér líður vel í skrokknum. Þetta er alvöru strandavöllur og það er allaf áhugavert að takast á við þá.“ Þrátt fyrir að hafa aðeins tekið þátt í einu móti á PGA-mótaröðinni síðan að hann kom til baka úr meiðslum, þar sem hann náði ekki einu sinni niðurskurðinum, virðist Woods ekkert slá af kröfunum. Spurður á fréttamannafundi í gær út í væntingar sínar fyrir mótið var svarið stutt og laggott. „Að vinna.“ Allir fjórir hringirnir á Opna breska meistaramótinu verða sýndir í heild í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring í fyrramálið klukkan 08:00. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods hefur misst af síðustu tveimur risamótum í golfi vegna skurðaðgerðar á baki en hann er meðal þátttakenda á Opna breska meistaramótinu sem hefst á morgun. Woods segir að hann sé að nálgast sitt besta líkamlega form eftir erfiða mánuði að undanförnu þar sem hann hefur dottið niður í 7. sæti á heimslistanum. „Ég finn að með hverri vikunni sem líður þá verð ég sterkari og fæ meiri hraða í sveifluna. Ég myndi ekki segja að ég væri kominn í mitt besta form en ég er mjög nálægt því.“ Þá segir Woods að honum hlakki til að takast á við Royal Liverpool völlinn þar sem hann sigraði á Opna breska síðast þegar að mótið fór þar fram. „Ég er mjög rólegur hérna, það er lítið sem truflar mig og mér líður vel í skrokknum. Þetta er alvöru strandavöllur og það er allaf áhugavert að takast á við þá.“ Þrátt fyrir að hafa aðeins tekið þátt í einu móti á PGA-mótaröðinni síðan að hann kom til baka úr meiðslum, þar sem hann náði ekki einu sinni niðurskurðinum, virðist Woods ekkert slá af kröfunum. Spurður á fréttamannafundi í gær út í væntingar sínar fyrir mótið var svarið stutt og laggott. „Að vinna.“ Allir fjórir hringirnir á Opna breska meistaramótinu verða sýndir í heild í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring í fyrramálið klukkan 08:00.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira