Aðeins Tiger unnið stórmót efstur á heimslistanum frá 1992 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 4. ágúst 2014 22:15 Sigrast Rory á grýlu? vísir/getty Rory McIlroy tyllti sér á topp heimslistans í golfi um helgina þegar hann vann Bridgestone Invitational mótið í Bandaríkjunum. En er það eitthvað sem Norður-Írinn á að fagna? Síðasti kylfingurinn til að vinna stórmót á sama tíma og hann er í efsta sæti heimslistans sem heitir ekki Tiger Woods er Fred Couples. Þá vann Couples Masters árið 1992. Frá því að Couples vann Masters eru liðnar 1.150 vikur og vissulega var Tiger á toppi heimslistans í 683 af þessum vikum. Hann var á toppnum í tæplega 60% af þeim 90 stórmótum sem leikin hafa verið síðan Couples klæddist græna jakkanum. En það eru engir aukvissar sem náðu ekki að vinna stórmót á sama tíma og þeir báru titilinn besti kylfingur heims. Nick Faldo, Greg Norman, Nick Price, Ernie Els, David Duval, Vijay Singh, Martin Kaymer, Luke Donald og AdamScott. Margir þeirra unnu stórmót en enginn á meðan þeir voru á toppi heimslistans.Tom Lehman, Lee Westwood og McIlroy sjálfur komust allir á toppinn líka en léku ekki á stórmóti á þeim tíma. Nick Faldo vann sex stórmót og var í efsta sæti heimslistans í 97 vikur. Samt náði hann aldrei að vinna stórmót á meðan hann var á toppi listans. Þetta hefur ekkert með það að gera hvort McIlroy nái að vinna PGA meistaramótið um næstu helgi. Þetta sýnir fyrst og fremst hve erfitt það er að vinna stórmót í golfi og að Tiger Woods var einstakur kylfingur sama hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir hann. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy tyllti sér á topp heimslistans í golfi um helgina þegar hann vann Bridgestone Invitational mótið í Bandaríkjunum. En er það eitthvað sem Norður-Írinn á að fagna? Síðasti kylfingurinn til að vinna stórmót á sama tíma og hann er í efsta sæti heimslistans sem heitir ekki Tiger Woods er Fred Couples. Þá vann Couples Masters árið 1992. Frá því að Couples vann Masters eru liðnar 1.150 vikur og vissulega var Tiger á toppi heimslistans í 683 af þessum vikum. Hann var á toppnum í tæplega 60% af þeim 90 stórmótum sem leikin hafa verið síðan Couples klæddist græna jakkanum. En það eru engir aukvissar sem náðu ekki að vinna stórmót á sama tíma og þeir báru titilinn besti kylfingur heims. Nick Faldo, Greg Norman, Nick Price, Ernie Els, David Duval, Vijay Singh, Martin Kaymer, Luke Donald og AdamScott. Margir þeirra unnu stórmót en enginn á meðan þeir voru á toppi heimslistans.Tom Lehman, Lee Westwood og McIlroy sjálfur komust allir á toppinn líka en léku ekki á stórmóti á þeim tíma. Nick Faldo vann sex stórmót og var í efsta sæti heimslistans í 97 vikur. Samt náði hann aldrei að vinna stórmót á meðan hann var á toppi listans. Þetta hefur ekkert með það að gera hvort McIlroy nái að vinna PGA meistaramótið um næstu helgi. Þetta sýnir fyrst og fremst hve erfitt það er að vinna stórmót í golfi og að Tiger Woods var einstakur kylfingur sama hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir hann.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira