Magnaður McIlroy sigraði á Firestone 4. ágúst 2014 00:37 Sergio Garcia þakkar McIlroy fyrir spennandi keppni í kvöld. AP/Getty Rory McIlroy fór á kostum á lokahring Bridgestone Invitational sem kláraðist í kvöld en Norður-Írinn ungi sigraði mótið með tveimur höggum. Spánverjinn Sergio Garcia var með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn en hann lék illa í dag og kom inn á 71 höggi eða einu yfir pari. McIlroy nýtti sér það en hann lék á 66 höggum eða fjórum undir pari og tryggði sér glæsilega sigur. Garcia nagar sig eflaust í handabökin eftir að hafa leitt mótið nánast frá byrjun en hann átti ekkert svar við frábærum leik McIlroy á lokahringnum. Ástralinn Marc Leishman tryggði sér þriðja sætið en það er hans besti árangur á heimsóti í golfi á ferlinum hingað til. Það virðist fátt geta stöðvað Rory McIlroy þessa dagana en hann sigraði Opna breska meistaramótið með glæsibrag fyrir stuttu. Augu margra voru á Tiger Woods þessa helgina en hann gerði ekki gott mót og neyddist til þess að hætta keppni á lokahringum eftir að hafa fengið slæman hnykk á bakið á 9. holu. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er síðasta risamót ársins en PGA meistaramótið fer fram á hinum sögufræga Valhalla velli þar sem Ryderbikarinn fór fram árið 2008. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy fór á kostum á lokahring Bridgestone Invitational sem kláraðist í kvöld en Norður-Írinn ungi sigraði mótið með tveimur höggum. Spánverjinn Sergio Garcia var með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn en hann lék illa í dag og kom inn á 71 höggi eða einu yfir pari. McIlroy nýtti sér það en hann lék á 66 höggum eða fjórum undir pari og tryggði sér glæsilega sigur. Garcia nagar sig eflaust í handabökin eftir að hafa leitt mótið nánast frá byrjun en hann átti ekkert svar við frábærum leik McIlroy á lokahringnum. Ástralinn Marc Leishman tryggði sér þriðja sætið en það er hans besti árangur á heimsóti í golfi á ferlinum hingað til. Það virðist fátt geta stöðvað Rory McIlroy þessa dagana en hann sigraði Opna breska meistaramótið með glæsibrag fyrir stuttu. Augu margra voru á Tiger Woods þessa helgina en hann gerði ekki gott mót og neyddist til þess að hætta keppni á lokahringum eftir að hafa fengið slæman hnykk á bakið á 9. holu. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er síðasta risamót ársins en PGA meistaramótið fer fram á hinum sögufræga Valhalla velli þar sem Ryderbikarinn fór fram árið 2008.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira