Nauðgaraummælin standa Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. nóvember 2014 16:36 Egill Einarsson Egill Einarsson, einnig þekktur sem „Gillzenegger“, tapaði meiðyrðamáli sínu gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni í Hæstarétti í dag. Egill fór fram á að ummæli sem Ingi Kristján skrifaði við mynd sem hann birti á Instagram yrðu dæmd ómerkt. Þá fór hann fram á hálfa milljón króna í bætur. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Inga Kristján í nóvember. Egill áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Tveir dómaranna í málinu dæmdu Agli í óhag en Ólafur Börkur Þorvaldsson dómari skilaði sératkvæði og taldi Egil eiga rétt á bótum vegna ummæla og myndbirtingar Inga Kristjáns.Hér er myndin sem Ingi birti á Instagram.Ingi Kristján skrifaði ummælin „Farðu til fjandans nauðgarasvín“ við myndina sem hann birti á Instagram. Myndina má sjá hér til hliðar. Egill kærði einnig Sunnu Ben Guðrúnardóttur fyrir ummæli á Facebook en hún kallaði Egil meðal annars nauðgara. Ólíkt ummælum Inga Kristjáns voru ummæli Sunnu Ben dæmd dauð og ómerkt. Egill krafðist einnar milljón krónu miskabætur frá Sunnu en dómurinn féllst ekki á þá kröfu. Tilefni ummæla þeirra Inga Kristjáns og Sunnu Ben var nauðgunarákæra á hendur Agli í desember 2011. Ríkissaksóknari ákvað í júní 2012 að ekki væri ástæða til að sækja málið. Egill neitaði alltaf sök. Fór Egill í kjölfarið í viðtal hjá Monitor sem fór fyrir brjóstið á Inga Kristjáni og Sunnu. Skrifaði Ingi Kristján ofangreind ummæli á forsíðumyndina í Monitor.Telja að „rapist“ sé fúkyrði í garð Egils Sem fyrr segir voru dómararnir þrír ekki sammála í niðurstöðu sinni. Tveir þeirra töldu að ummæli Inga Kristjáns væru varin af 73. grein Stjórnarskrár Íslands, sem snýr að tjáningarfrelsi. Í dómi þeirra segir: „Ef hin afbakaða mynd og ummælin „fuck you rapist bastard“ eru virt í heild eins og aðilar eru sammála um að skuli gert verður fallist á með héraðsdómi að hér hafi verið um að ræða fúkyrði stefnda í garð áfrýjanda í óvæginni þjóðfélagslegri umræðu, sem sá síðarnefndi hafði eins og fyrr greinir átt frumkvæði að, og þar með gildisdóm um áfrýjanda, en ekki staðhæfingu um að hann hafi gerst sekur um nauðgun.“ Sakarkostnaður var felldur niður, en samkvæmt úrskurði héraðsdóms átti Egill að greiða Inga 400 þúsund krónur.Skilaði sératkvæðiÓlafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði í málinu. Hann taldi að Ingi Kristján ætti að greiða Agli 200 þúsund krónur í sakarkostnað. Ólafur vísaði til dæmis til vottorðs löggilts skjalaþýðanda sem sagði að ummæli Inga þýdd yfir á íslensku litu svo út: „Farðu til fjandans nauðgaraskepna“. Hann segir einnig í sínu sératkvæði: „Á hinn bóginn er ég öndverðrar skoðunar við meirihluta dómenda um að líta beri á ummælin „Fuck you rapist bastard“ í því samhengi að myndin sem þau eru rituð undir dragi úr alvarleika þeirra, en eins og áður greinir er um að ræða andlitsmynd af áfrýjanda sem stefndi hefur teiknað á krossmark á hvolfi og jafnframt ritað þar orðið „AUMINGI“.“Dóminn í heild sinni má lesa hér. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Egill Einarsson, einnig þekktur sem „Gillzenegger“, tapaði meiðyrðamáli sínu gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni í Hæstarétti í dag. Egill fór fram á að ummæli sem Ingi Kristján skrifaði við mynd sem hann birti á Instagram yrðu dæmd ómerkt. Þá fór hann fram á hálfa milljón króna í bætur. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Inga Kristján í nóvember. Egill áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Tveir dómaranna í málinu dæmdu Agli í óhag en Ólafur Börkur Þorvaldsson dómari skilaði sératkvæði og taldi Egil eiga rétt á bótum vegna ummæla og myndbirtingar Inga Kristjáns.Hér er myndin sem Ingi birti á Instagram.Ingi Kristján skrifaði ummælin „Farðu til fjandans nauðgarasvín“ við myndina sem hann birti á Instagram. Myndina má sjá hér til hliðar. Egill kærði einnig Sunnu Ben Guðrúnardóttur fyrir ummæli á Facebook en hún kallaði Egil meðal annars nauðgara. Ólíkt ummælum Inga Kristjáns voru ummæli Sunnu Ben dæmd dauð og ómerkt. Egill krafðist einnar milljón krónu miskabætur frá Sunnu en dómurinn féllst ekki á þá kröfu. Tilefni ummæla þeirra Inga Kristjáns og Sunnu Ben var nauðgunarákæra á hendur Agli í desember 2011. Ríkissaksóknari ákvað í júní 2012 að ekki væri ástæða til að sækja málið. Egill neitaði alltaf sök. Fór Egill í kjölfarið í viðtal hjá Monitor sem fór fyrir brjóstið á Inga Kristjáni og Sunnu. Skrifaði Ingi Kristján ofangreind ummæli á forsíðumyndina í Monitor.Telja að „rapist“ sé fúkyrði í garð Egils Sem fyrr segir voru dómararnir þrír ekki sammála í niðurstöðu sinni. Tveir þeirra töldu að ummæli Inga Kristjáns væru varin af 73. grein Stjórnarskrár Íslands, sem snýr að tjáningarfrelsi. Í dómi þeirra segir: „Ef hin afbakaða mynd og ummælin „fuck you rapist bastard“ eru virt í heild eins og aðilar eru sammála um að skuli gert verður fallist á með héraðsdómi að hér hafi verið um að ræða fúkyrði stefnda í garð áfrýjanda í óvæginni þjóðfélagslegri umræðu, sem sá síðarnefndi hafði eins og fyrr greinir átt frumkvæði að, og þar með gildisdóm um áfrýjanda, en ekki staðhæfingu um að hann hafi gerst sekur um nauðgun.“ Sakarkostnaður var felldur niður, en samkvæmt úrskurði héraðsdóms átti Egill að greiða Inga 400 þúsund krónur.Skilaði sératkvæðiÓlafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði í málinu. Hann taldi að Ingi Kristján ætti að greiða Agli 200 þúsund krónur í sakarkostnað. Ólafur vísaði til dæmis til vottorðs löggilts skjalaþýðanda sem sagði að ummæli Inga þýdd yfir á íslensku litu svo út: „Farðu til fjandans nauðgaraskepna“. Hann segir einnig í sínu sératkvæði: „Á hinn bóginn er ég öndverðrar skoðunar við meirihluta dómenda um að líta beri á ummælin „Fuck you rapist bastard“ í því samhengi að myndin sem þau eru rituð undir dragi úr alvarleika þeirra, en eins og áður greinir er um að ræða andlitsmynd af áfrýjanda sem stefndi hefur teiknað á krossmark á hvolfi og jafnframt ritað þar orðið „AUMINGI“.“Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira