Rory McIlroy í forystu í Dubai eftir fyrsta hring 20. nóvember 2014 16:25 McIlroy var ekki lengi að stimpla sig inn að nýju. NP/Getty Tveir góðir vinir leiða á DP World Tour Championship sem fram fer í Dubai en það er Írinn Shane Lowry og sjálfur Rory McIlroy. Þeir félagar léku fyrsta hring á hinum glæsilega Jumeirah velli á 66 höggum eða sex undir pari og deila forystusætinu. Í öðru sæti á fimm höggum undir pari koma þeir Richie Ramsey og Thornborn Olesen en sigurvegarinn frá því í fyrra, Henrik Stenson kemur á eftir þeim á fjórum höggum undir pari eftir hring upp á 68 högg. DP World Tour Championship er síðasta mót Evrópumótaraðarinnar í ár en aðeins 60 bestu kylfingar hennar fá þátttökurétt. Þá vekur athygli að Bandaríkjamaðurinn, Brooks Koepka, sem sigraði glæsilega á Turkish Airlines Open sem fram fór í síðustu viku, er í síðasta sæti eftir fyrsta hring en hann kom inn á 78 höggum í dag eða sex yfir pari. Það er greinilega skammt stórra högga á milli í golfheiminum en kannski hefur Koepka farið of geyst í fagnaðarlætin eftir sigurinn um síðustu helgi. Sýnt verður beint frá mótinu alla helgina en útsending frá öðrum hring hefst klukkan 08:00 í fyrramálið. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tveir góðir vinir leiða á DP World Tour Championship sem fram fer í Dubai en það er Írinn Shane Lowry og sjálfur Rory McIlroy. Þeir félagar léku fyrsta hring á hinum glæsilega Jumeirah velli á 66 höggum eða sex undir pari og deila forystusætinu. Í öðru sæti á fimm höggum undir pari koma þeir Richie Ramsey og Thornborn Olesen en sigurvegarinn frá því í fyrra, Henrik Stenson kemur á eftir þeim á fjórum höggum undir pari eftir hring upp á 68 högg. DP World Tour Championship er síðasta mót Evrópumótaraðarinnar í ár en aðeins 60 bestu kylfingar hennar fá þátttökurétt. Þá vekur athygli að Bandaríkjamaðurinn, Brooks Koepka, sem sigraði glæsilega á Turkish Airlines Open sem fram fór í síðustu viku, er í síðasta sæti eftir fyrsta hring en hann kom inn á 78 höggum í dag eða sex yfir pari. Það er greinilega skammt stórra högga á milli í golfheiminum en kannski hefur Koepka farið of geyst í fagnaðarlætin eftir sigurinn um síðustu helgi. Sýnt verður beint frá mótinu alla helgina en útsending frá öðrum hring hefst klukkan 08:00 í fyrramálið.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira