Patrekur: Að vera leikmaður er grín miðað við að vera þjálfari Óskar Ófeigur Jónsson og Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 3. mars 2014 07:00 Patrekur Jóhannesson sést hér með Petr Baumruk eftir úrslitaleikinn í Höllinni á Laugardaginn. Baumruk vann marga titla með Haukum. Vísir/Daníel „Það gekk vel sem leikmaður með KA og Stjörnunni. Náði að vinna fjórum sinnum, tvisvar með hvoru félagi,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka sem tók um helgina þátt í sínum fimmta bikarúrslitaleik á Íslandi, þeim fyrsta sem þjálfari og fagnaði sigri líkt og í hin fjögur skiptin.Sváfu lítið fyrir úrslitaleikinn „Við sváfum lítið. Ég fékk leikinn seint en náði að klippa hann allan og fara í gegnum hann. Það eina sem ég hafði áhyggjur af var að ég tók extra langan vídeófund en tók reyndar matarpásu á milli,“ sagði Patrekur en Haukar léku til undanúrslita klukkan 20 á föstudagskvöld og til úrslita klukkan 16 á laugardag. Haukur unnu ÍR 22-21 í æsispennandi leik en Patrekur sagði sigurtilfinninguna vera líka. „Hvort maður vinnur á parketi eða dúk, það skiptir ekki máli. Bikarinn er sá sami. Tilfinningin er svipuð en sem þjálfari þá er undirbúningurinn hundrað sinnum erfiðari. Sem leikmaður ertu bara að hugsa um sjálfan þig en sem þjálfari þarftu að hugsa um allan pakkann. „Að vera leikmaður er grín miðað við að vera þjálfari,“ sagði Patrekur léttur og bikarúrslitahelgin tók á. „Þetta var ekki auðvelt. FH gaf allt í þetta eins og við og sóknarleikurinn var betri en í úrslitaleiknum. Í úrslitunum var þetta barátta upp á líf og dauða. ÍR gaf allt í þetta,“ sagði Patrekur og bætti við: „Ég ákvað strax að tækla þetta jákvætt. Hvað græði ég á því að væla yfir fyrirkomulagi sem ég kem ekki nálægt? Ég er ekki í mótanefnd. ÍR spilaði fyrri leikinn en við getum ekki leikið samtímis og gert það í tveimur höllum. Þetta var skemmtilegur pakki,“ sagði Patrekur sáttur.Sjö sigrar í átta úrslitaleikjum Haukarnir hafa nú unnið bikarinn þrisvar sinnum frá árinu 2010 og alls sjö af átta bikarúrslitaleikjum sínum í sögunni. Eina tap karlaliðs Hauka í bikarúrslitaleik var einmitt í eina skiptið sem Haukar þurftu að mæta Patreki í Höllinni. Patrekur fór nefnilega fyrir Stjörnunni í 24-20 sigri á Haukum árið 2006. Það þarf því ekki að koma mikið á óvart að þegar hinir sigursælu Haukar og Patrekur Jóhannesson taka höndum saman sé bikarinn enn á ný kominn upp á Ásvelli.Þriðja sinn frá 2010 Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, lyftir bikarnum við fögnuð félaga sinna. Fréttablaðið/DaníelPatrekur Jóhannesson í bikarúrslitum í Höllinni:4. febrúar 1995 - Bikarmeistari Skorar 11 mörk í 27-26 sigri KA á Val.10. febrúar 1996-Bikarmeistari Skorar 2 mörk í 21-18 sigri KA á Víkingi.25. febrúar 2006-Bikarmeistari Skorar 4 mörk í 24-20 sigri Stjörnunnar á Haukum.10. mars 2007-Bikarmeistari Skorar 1 mark og tekur við bikarnum eftir 27-17 sigur Stjörnunnar á Fram.1. mars 2014-Bikarmeistari Stýrir Haukaliðinu til 22-21 sigurs á ÍR. Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Sjá meira
„Það gekk vel sem leikmaður með KA og Stjörnunni. Náði að vinna fjórum sinnum, tvisvar með hvoru félagi,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka sem tók um helgina þátt í sínum fimmta bikarúrslitaleik á Íslandi, þeim fyrsta sem þjálfari og fagnaði sigri líkt og í hin fjögur skiptin.Sváfu lítið fyrir úrslitaleikinn „Við sváfum lítið. Ég fékk leikinn seint en náði að klippa hann allan og fara í gegnum hann. Það eina sem ég hafði áhyggjur af var að ég tók extra langan vídeófund en tók reyndar matarpásu á milli,“ sagði Patrekur en Haukar léku til undanúrslita klukkan 20 á föstudagskvöld og til úrslita klukkan 16 á laugardag. Haukur unnu ÍR 22-21 í æsispennandi leik en Patrekur sagði sigurtilfinninguna vera líka. „Hvort maður vinnur á parketi eða dúk, það skiptir ekki máli. Bikarinn er sá sami. Tilfinningin er svipuð en sem þjálfari þá er undirbúningurinn hundrað sinnum erfiðari. Sem leikmaður ertu bara að hugsa um sjálfan þig en sem þjálfari þarftu að hugsa um allan pakkann. „Að vera leikmaður er grín miðað við að vera þjálfari,“ sagði Patrekur léttur og bikarúrslitahelgin tók á. „Þetta var ekki auðvelt. FH gaf allt í þetta eins og við og sóknarleikurinn var betri en í úrslitaleiknum. Í úrslitunum var þetta barátta upp á líf og dauða. ÍR gaf allt í þetta,“ sagði Patrekur og bætti við: „Ég ákvað strax að tækla þetta jákvætt. Hvað græði ég á því að væla yfir fyrirkomulagi sem ég kem ekki nálægt? Ég er ekki í mótanefnd. ÍR spilaði fyrri leikinn en við getum ekki leikið samtímis og gert það í tveimur höllum. Þetta var skemmtilegur pakki,“ sagði Patrekur sáttur.Sjö sigrar í átta úrslitaleikjum Haukarnir hafa nú unnið bikarinn þrisvar sinnum frá árinu 2010 og alls sjö af átta bikarúrslitaleikjum sínum í sögunni. Eina tap karlaliðs Hauka í bikarúrslitaleik var einmitt í eina skiptið sem Haukar þurftu að mæta Patreki í Höllinni. Patrekur fór nefnilega fyrir Stjörnunni í 24-20 sigri á Haukum árið 2006. Það þarf því ekki að koma mikið á óvart að þegar hinir sigursælu Haukar og Patrekur Jóhannesson taka höndum saman sé bikarinn enn á ný kominn upp á Ásvelli.Þriðja sinn frá 2010 Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, lyftir bikarnum við fögnuð félaga sinna. Fréttablaðið/DaníelPatrekur Jóhannesson í bikarúrslitum í Höllinni:4. febrúar 1995 - Bikarmeistari Skorar 11 mörk í 27-26 sigri KA á Val.10. febrúar 1996-Bikarmeistari Skorar 2 mörk í 21-18 sigri KA á Víkingi.25. febrúar 2006-Bikarmeistari Skorar 4 mörk í 24-20 sigri Stjörnunnar á Haukum.10. mars 2007-Bikarmeistari Skorar 1 mark og tekur við bikarnum eftir 27-17 sigur Stjörnunnar á Fram.1. mars 2014-Bikarmeistari Stýrir Haukaliðinu til 22-21 sigurs á ÍR.
Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Sjá meira