Patrick Reed hafði sigur á Hawaii Kári Örn Hinriksson skrifar 13. janúar 2015 12:56 Patrick Reed byrjar árið vel. AP Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed sigraði á Hyundai Tournament of Champions sem kláraðist í gærkvöld en hann hafði betur í bráðabana við landa sinn Jimmy Walker. Reed lék lokahringinn á 67 höggum eða sex undir pari en glæsilegur örn á 16. holu gerði honum kleift að jafna við Walker sem hafði leitt nánast allan lokahringinn. Báðir léku þeir hringina fjóra á Kapalua vellinum á 21 höggi undir pari en á fyrstu holu í bráðabana fékk Reed fugl sem tryggði honum sigurinn. Þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára gamall hefur Reed nú sigrað á fjórum mótum á PGA-mótaröðinni en hann er aðeins fjórði kylfingurinn á síðustu 20 árum sem hefur afrekað það fyrir 25 ára aldur. Hann kemst því í hóp með Tiger Woods, Sergio Garcia og Rory McIlroy sem það hafa gert en það verður að teljast ansi góður félagaskapur. Þriðja sætinu deildu þeir Hideki Matsuyama, Jason Day og Russell Henley á 20 höggum undir pari. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Sony Open en það verður einnig haldið á Hawaii. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed sigraði á Hyundai Tournament of Champions sem kláraðist í gærkvöld en hann hafði betur í bráðabana við landa sinn Jimmy Walker. Reed lék lokahringinn á 67 höggum eða sex undir pari en glæsilegur örn á 16. holu gerði honum kleift að jafna við Walker sem hafði leitt nánast allan lokahringinn. Báðir léku þeir hringina fjóra á Kapalua vellinum á 21 höggi undir pari en á fyrstu holu í bráðabana fékk Reed fugl sem tryggði honum sigurinn. Þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára gamall hefur Reed nú sigrað á fjórum mótum á PGA-mótaröðinni en hann er aðeins fjórði kylfingurinn á síðustu 20 árum sem hefur afrekað það fyrir 25 ára aldur. Hann kemst því í hóp með Tiger Woods, Sergio Garcia og Rory McIlroy sem það hafa gert en það verður að teljast ansi góður félagaskapur. Þriðja sætinu deildu þeir Hideki Matsuyama, Jason Day og Russell Henley á 20 höggum undir pari. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Sony Open en það verður einnig haldið á Hawaii.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira