Guðmundur Þórarins: Verð fljótur að ná tökum á dönskunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2015 22:00 Guðmundur mun leika í rauðu næstu árin. facebook-síða nordsjælland Guðmundur Þórarinsson er ánægður með vistaskiptin frá Sarpsborg 08 í Noregi til FC Nordsjælland, en Selfyssingurinn hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við danska liðið. „Ég er ánægður að vera kominn hingað og hlakka mikið til að byrja,“ sagði Guðmundur í samtali við heimasíðu Nordsjælland. „Undanfarin tvö ár hef ég spilað með Sarpsborg í Noregi sem er mjög góður klúbbur og ég hef þroskast mikið sem leikmaður og persóna þar. Ég átti góð ár í Noregi og er reiðubúinn að taka næsta skref á ferlinum,“ sagði Guðmundur sem heyrði góða hluti um Nordsjælland frá Rúnari Alex Rúnarssyni, varamarkverði liðsins og félaga hans í U21-árs landsliði Íslands. „Ég þekkti Nordsjælland nokkuð vel. Vinur minn, Rúnar Alex, spilar hér og ég spjallaði við hann um félagið og hann hafði aðeins jákvæða hluti um það að segja. „Ég hef mikla trú á sjálfum mér en er jafnframt meðvitaður um að ég þarf að bæta ýmislegt í leik mínum. Þess vegna ákvað ég að fara til Nordsjælland. Þetta er flott félag með góða þjálfara og hér er allt til alls til að þroskast og þróast sem leikmaður,“ sagði Guðmundur en þjálfari Nordsjælland er landi hans, Ólafur H. Kristjánsson sem tók við danska liðinu síðasta sumar. Guðmundur býst við að vera fljótur að ná tökum á dönskunni. „Ég geri ráð fyrir að vera fljótur að læra tungumálið þar sem ég kann þegar norsku og lærði dönsku í skóla. Ekki vera feiminn við að tala dönsku við mig, ég ætti að skilja hana,“ sagði Selfyssingurinn söngelski að lokum en viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Guðmundur gerði þriggja og hálfs árs samning við Nordsjælland Danska úrvalsdeildarliðið FC Nordsjælland hefur fest kaup á miðjumanninum Guðmundi Þórarinssyni frá Sarpsborg 08 í Noregi. 24. janúar 2015 11:26 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Sjá meira
Guðmundur Þórarinsson er ánægður með vistaskiptin frá Sarpsborg 08 í Noregi til FC Nordsjælland, en Selfyssingurinn hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við danska liðið. „Ég er ánægður að vera kominn hingað og hlakka mikið til að byrja,“ sagði Guðmundur í samtali við heimasíðu Nordsjælland. „Undanfarin tvö ár hef ég spilað með Sarpsborg í Noregi sem er mjög góður klúbbur og ég hef þroskast mikið sem leikmaður og persóna þar. Ég átti góð ár í Noregi og er reiðubúinn að taka næsta skref á ferlinum,“ sagði Guðmundur sem heyrði góða hluti um Nordsjælland frá Rúnari Alex Rúnarssyni, varamarkverði liðsins og félaga hans í U21-árs landsliði Íslands. „Ég þekkti Nordsjælland nokkuð vel. Vinur minn, Rúnar Alex, spilar hér og ég spjallaði við hann um félagið og hann hafði aðeins jákvæða hluti um það að segja. „Ég hef mikla trú á sjálfum mér en er jafnframt meðvitaður um að ég þarf að bæta ýmislegt í leik mínum. Þess vegna ákvað ég að fara til Nordsjælland. Þetta er flott félag með góða þjálfara og hér er allt til alls til að þroskast og þróast sem leikmaður,“ sagði Guðmundur en þjálfari Nordsjælland er landi hans, Ólafur H. Kristjánsson sem tók við danska liðinu síðasta sumar. Guðmundur býst við að vera fljótur að ná tökum á dönskunni. „Ég geri ráð fyrir að vera fljótur að læra tungumálið þar sem ég kann þegar norsku og lærði dönsku í skóla. Ekki vera feiminn við að tala dönsku við mig, ég ætti að skilja hana,“ sagði Selfyssingurinn söngelski að lokum en viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Guðmundur gerði þriggja og hálfs árs samning við Nordsjælland Danska úrvalsdeildarliðið FC Nordsjælland hefur fest kaup á miðjumanninum Guðmundi Þórarinssyni frá Sarpsborg 08 í Noregi. 24. janúar 2015 11:26 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Sjá meira
Guðmundur gerði þriggja og hálfs árs samning við Nordsjælland Danska úrvalsdeildarliðið FC Nordsjælland hefur fest kaup á miðjumanninum Guðmundi Þórarinssyni frá Sarpsborg 08 í Noregi. 24. janúar 2015 11:26