Tiger í tómu tjóni 30. janúar 2015 21:30 Þessi mynd af Tiger í dag segir allt sem segja þarf. Getty Undanfarin ár hefur umræðan um að Rory McIlroy sé að taka við af Tiger Woods sem stærsta nafnið í golfinu orðið mun háværari en dagurinn í dag gæti endað hana að fullu. McIlroy er að keppa á Dubai Desert Classic sem fram fer á Emirates vellinum en hann fór á kostum á öðrum hring í dag, fékk átta fugla og tíu pör og leiðir þetta sterka mót með einu höggi á heilum 14 höggum undir pari. Á meðan tók Tiger Woods slaginn á Phoenix Open á PGA-mótaröðinni þar sem hann hóf keppnistímabil sitt fyrir árið 2015 formlega. Eftir fyrsta hring í gær var hann mjög neðarlega á skortöflunni og ekki batnaði það á öðrum hring í dag en eftir níu holur var Woods heila átta yfir pari. Það var á köflum pínlegt að horfa á Woods sem hélt áfram að safna að sér skollum á seinni níu og eftir 18 langar holur voru höggin orðin 82 og Woods 13 höggum yfir pari í heildina. Það stóð hvorki steinn yfir steini í leik þessa sögufræga kylfings en það sem vakti sérstaka athygli var hversu lélegt stutta spilið var hjá honum, þá sérstaklega vippin. Hringur Woods í dag er hans versti á atvinnumannaferli hans sem spannar 19 ár en hann situr í síðasta sæti mótsins þegar þetta er skrifað. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Undanfarin ár hefur umræðan um að Rory McIlroy sé að taka við af Tiger Woods sem stærsta nafnið í golfinu orðið mun háværari en dagurinn í dag gæti endað hana að fullu. McIlroy er að keppa á Dubai Desert Classic sem fram fer á Emirates vellinum en hann fór á kostum á öðrum hring í dag, fékk átta fugla og tíu pör og leiðir þetta sterka mót með einu höggi á heilum 14 höggum undir pari. Á meðan tók Tiger Woods slaginn á Phoenix Open á PGA-mótaröðinni þar sem hann hóf keppnistímabil sitt fyrir árið 2015 formlega. Eftir fyrsta hring í gær var hann mjög neðarlega á skortöflunni og ekki batnaði það á öðrum hring í dag en eftir níu holur var Woods heila átta yfir pari. Það var á köflum pínlegt að horfa á Woods sem hélt áfram að safna að sér skollum á seinni níu og eftir 18 langar holur voru höggin orðin 82 og Woods 13 höggum yfir pari í heildina. Það stóð hvorki steinn yfir steini í leik þessa sögufræga kylfings en það sem vakti sérstaka athygli var hversu lélegt stutta spilið var hjá honum, þá sérstaklega vippin. Hringur Woods í dag er hans versti á atvinnumannaferli hans sem spannar 19 ár en hann situr í síðasta sæti mótsins þegar þetta er skrifað.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira