Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 17-21 | Sterkur sigur Haukanna í Eyjum Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum skrifar 5. febrúar 2015 12:49 Þröstur Þráinsson var drjúgur fyrir Hauka á lokasprettinum. vísir/anton Haukamenn tóku tvö stig af Íslandsmeisturunum í Vestmannaeyjum í kvöld. Lokatölur voru 17-21 en Eyjamenn virtust meðvitundarlausir í síðari hálfleiknum. Einar Pétur Pétursson lék frábærlega en liðsfélagi hans, Giedrius Morkunas, átti enn einn stórleikinn. Eyjamenn gáfu tóninn strax í byrjun og virtust ætla að koma vel út úr fríinu en Grétar Þór Eyþórsson lék t.a.m. frábærlega í vinstra horninu. Hann skoraði fimm af fyrstu sex mörkum Eyjamanna sem leiddu 6-5 eftir 15 mínútna leik. Heimamenn voru fljótir að tapa forystunni niður en eftir að Haukar komust yfir virtust Eyjamenn aldrei líklegir til að jafna metin. Að loknum fyrri háfleik leiddu gestirnir með tveimur mörkum en Kolbeinn Aron Arnarson hafði leikið mjög vel fyrir ÍBV. Kolbeinn byrjaði síðari hálfleikinn alveg eins og þann fyrri, þegar hann varði vítakast. Margir héldu að leikar væru að snúast en allt kom fyrir ekki. Í síðari hálfleik sýndu Eyjamenn oft á köflum slakan sóknarleik. Það sem var helst að klikka hjá heimamönnum var seinna „tempó-ið“ eins og það er kallað. Þeim gekk illa að finna lausa menn, þó svo að þeir væru heldur betur til staðar. Það verður þó að hrósa Haukamönnum sem höfðu greinilega undirbúið sig betur heldur en Eyjamenn. Gestirnir héldu forystunni allan síðari hálfleikinn en um miðbik hans minnkuðu Eyjamenn muninn í eitt mark. Þá tók Patrekur leikhlé og Eyjamenn skoruðu ekki mark næstu mínútur. Þá tókst Haukamönnum að stinga af. Sigurinn varð að lokum fjögur mörk og hefði vel getað orðið stærri, sóknarleik Eyjamanna má líkja við gjaldþrot. Þar sem leikmennirnir virtust ekki vita hvernig þeir ættu að bregðast við þeim aðstæðum sem Haukamenn komu þeim í. Haukamenn eru því komnir nær Eyjamönnum sem sitja í 5. sætinu með 17 stig. Haukar eru komnir með fjórtán stig og eru í 7. sætiGunnar Magnússon: Fátt um fína drætti „Það er fúlt að tapa, við vorum að spila góða vörn og Kolli var frábær þar fyrir aftan. Við náðum samt ekki að refsa þeim eins og við ætluðum okkur. Við spiluðum líka illa úr þessum hröðu upphlaupum sem við fengum og það gerði gæfumuninn,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, svekktur eftir tap hans manna á heimavelli gegn Haukum. „Bæði lið voru í vandræðum sóknarlega en þeir náðu að refsa okkur meira í hröðum upphlaupum sem var munurinn á liðunum í dag.“ „Sóknarleikurinn var bitlaus, útilínan var ekki að finna sig. Margir áttu slakan dag og það var fátt um fína drætti.“ Annað tempó-ið hjá ÍBV var einstaklega slakt í dag en Gunnar hafði ekki miklar skýringar á því. Hann sagði það þó vera það sem liðið vinni yfirleitt leiki á. Þá fékk liðið ekki þessi auðveldu mörk sem gerði allt erfiðara. „Mér fannst þetta vera munurinn á liðunum, sem voru að spila góðar varnir og markmennirnir voru góðir einnig. Þeir refsuðu einfaldlega meira en við.“ „Þeir eru sprækir en eins og alltaf í Vestmannaeyjum er erfitt að spila æfingaleiki, engu að síður erum við ferskir og ýtum þessu frá okkur. Við komum tvíefldir í leikinn á sunnudaginn,“ sagði Gunnar um það hversu vel strákarnir væru að koma úr pásunni. Eyjamenn mæta Aftureldingu á sunnudaginn í 8-liða úrslitum Coca-cola bikarsins.Patrekur: Ég fylgdist vel með þeim frá Katar „Það er ekkert sjálfgefið að koma hingað og ná í tvö stig. Við spiluðum vel varnarlega og markvarslan var fín. Við fengum fullt af færum og strákarnir stóðu sig vel í dag,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir frábæran leik sinna manna gegn Íslandsmeisturum Eyjamanna. „Þetta er það sem maður leggur upp með, varnarleikur og markvarslan sé í góðu lagi. Við náðum því mjög vel í dag. ÍBV er með sterka 5-1 sem er oft erfitt að leysa, okkur tókst það ágætlega við fengum svo líka færi þar sem við vorum að klikka á markmanninn.“ „Við erum bara gríðarlega sáttir að byrja 2015 með sigri og nú þarf bara að fylgja þessu eftir.“ Haukamenn skora einungis 21 mark í leiknum, en það er alls ekki alltaf nóg til þess að vinna leiki. „Auðvitað vill maður alltaf meira, ef maður skoðar það hversu mörg færi við fengum. Mín tilfinning er að við klikkum á tveimur vítum og erum að fá töluvert af dauðafærum þannig að við hefðum alveg getað verið í 27-28 mörkum.“ „Mjög vel, ég vissi það samt af því að ég fylgdist vel með frá Katar. Óskar er algjör toppmaður og ég vissi það að þeir væru í góðu standi. Síðan er Elías líka kominn inn í þetta og það hefur góð áhrif á liðið,“ sagði Patrekur en hann er mjög ánægður með það hvernig hans strákar eru að koma út úr pásunni. Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Haukamenn tóku tvö stig af Íslandsmeisturunum í Vestmannaeyjum í kvöld. Lokatölur voru 17-21 en Eyjamenn virtust meðvitundarlausir í síðari hálfleiknum. Einar Pétur Pétursson lék frábærlega en liðsfélagi hans, Giedrius Morkunas, átti enn einn stórleikinn. Eyjamenn gáfu tóninn strax í byrjun og virtust ætla að koma vel út úr fríinu en Grétar Þór Eyþórsson lék t.a.m. frábærlega í vinstra horninu. Hann skoraði fimm af fyrstu sex mörkum Eyjamanna sem leiddu 6-5 eftir 15 mínútna leik. Heimamenn voru fljótir að tapa forystunni niður en eftir að Haukar komust yfir virtust Eyjamenn aldrei líklegir til að jafna metin. Að loknum fyrri háfleik leiddu gestirnir með tveimur mörkum en Kolbeinn Aron Arnarson hafði leikið mjög vel fyrir ÍBV. Kolbeinn byrjaði síðari hálfleikinn alveg eins og þann fyrri, þegar hann varði vítakast. Margir héldu að leikar væru að snúast en allt kom fyrir ekki. Í síðari hálfleik sýndu Eyjamenn oft á köflum slakan sóknarleik. Það sem var helst að klikka hjá heimamönnum var seinna „tempó-ið“ eins og það er kallað. Þeim gekk illa að finna lausa menn, þó svo að þeir væru heldur betur til staðar. Það verður þó að hrósa Haukamönnum sem höfðu greinilega undirbúið sig betur heldur en Eyjamenn. Gestirnir héldu forystunni allan síðari hálfleikinn en um miðbik hans minnkuðu Eyjamenn muninn í eitt mark. Þá tók Patrekur leikhlé og Eyjamenn skoruðu ekki mark næstu mínútur. Þá tókst Haukamönnum að stinga af. Sigurinn varð að lokum fjögur mörk og hefði vel getað orðið stærri, sóknarleik Eyjamanna má líkja við gjaldþrot. Þar sem leikmennirnir virtust ekki vita hvernig þeir ættu að bregðast við þeim aðstæðum sem Haukamenn komu þeim í. Haukamenn eru því komnir nær Eyjamönnum sem sitja í 5. sætinu með 17 stig. Haukar eru komnir með fjórtán stig og eru í 7. sætiGunnar Magnússon: Fátt um fína drætti „Það er fúlt að tapa, við vorum að spila góða vörn og Kolli var frábær þar fyrir aftan. Við náðum samt ekki að refsa þeim eins og við ætluðum okkur. Við spiluðum líka illa úr þessum hröðu upphlaupum sem við fengum og það gerði gæfumuninn,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, svekktur eftir tap hans manna á heimavelli gegn Haukum. „Bæði lið voru í vandræðum sóknarlega en þeir náðu að refsa okkur meira í hröðum upphlaupum sem var munurinn á liðunum í dag.“ „Sóknarleikurinn var bitlaus, útilínan var ekki að finna sig. Margir áttu slakan dag og það var fátt um fína drætti.“ Annað tempó-ið hjá ÍBV var einstaklega slakt í dag en Gunnar hafði ekki miklar skýringar á því. Hann sagði það þó vera það sem liðið vinni yfirleitt leiki á. Þá fékk liðið ekki þessi auðveldu mörk sem gerði allt erfiðara. „Mér fannst þetta vera munurinn á liðunum, sem voru að spila góðar varnir og markmennirnir voru góðir einnig. Þeir refsuðu einfaldlega meira en við.“ „Þeir eru sprækir en eins og alltaf í Vestmannaeyjum er erfitt að spila æfingaleiki, engu að síður erum við ferskir og ýtum þessu frá okkur. Við komum tvíefldir í leikinn á sunnudaginn,“ sagði Gunnar um það hversu vel strákarnir væru að koma úr pásunni. Eyjamenn mæta Aftureldingu á sunnudaginn í 8-liða úrslitum Coca-cola bikarsins.Patrekur: Ég fylgdist vel með þeim frá Katar „Það er ekkert sjálfgefið að koma hingað og ná í tvö stig. Við spiluðum vel varnarlega og markvarslan var fín. Við fengum fullt af færum og strákarnir stóðu sig vel í dag,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir frábæran leik sinna manna gegn Íslandsmeisturum Eyjamanna. „Þetta er það sem maður leggur upp með, varnarleikur og markvarslan sé í góðu lagi. Við náðum því mjög vel í dag. ÍBV er með sterka 5-1 sem er oft erfitt að leysa, okkur tókst það ágætlega við fengum svo líka færi þar sem við vorum að klikka á markmanninn.“ „Við erum bara gríðarlega sáttir að byrja 2015 með sigri og nú þarf bara að fylgja þessu eftir.“ Haukamenn skora einungis 21 mark í leiknum, en það er alls ekki alltaf nóg til þess að vinna leiki. „Auðvitað vill maður alltaf meira, ef maður skoðar það hversu mörg færi við fengum. Mín tilfinning er að við klikkum á tveimur vítum og erum að fá töluvert af dauðafærum þannig að við hefðum alveg getað verið í 27-28 mörkum.“ „Mjög vel, ég vissi það samt af því að ég fylgdist vel með frá Katar. Óskar er algjör toppmaður og ég vissi það að þeir væru í góðu standi. Síðan er Elías líka kominn inn í þetta og það hefur góð áhrif á liðið,“ sagði Patrekur en hann er mjög ánægður með það hvernig hans strákar eru að koma út úr pásunni.
Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira