Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 30-32 | Björgvin sá um FH Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 19. febrúar 2015 13:45 Benedikt Reynir Kristinsson, hornamaður FH. vísir/andri marinó ÍR vann frábæran sigur á FH, 32-30, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikið var í Kaplakrika. Björgvin Hólmgeirsson fór á kostum í liði ÍR og skoraði hann tíu mörk. FH-ingar hafa þá tapað þremur í röð. Ásbjörn Friðriksson var einnig frábær í liði FH og gerði 11 mörk. Hann gerði aftur á móti of mörg mistök. Jafnræði var á með liðunum alveg frá fyrstu mínútu í fyrri hálfleiknum og náði hvorugt liðið einhverju almennilegu forskoti. Flottur handbolti hjá báðum liðum og gæðin nokkuð mikil en Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, var frábær í fyrri hálfleiknum og réðu varnarmenn FH illa við hann. Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, byrjaði á bekknum en kom fljótlega inn á. Hann tók strax til sinna ráða og fór að verja vel. ÍR-ingar voru að finna taktinn og það var honum að þakka að liðið myndi ekki ná upp nokkra marka forskoti. Ásbjörn Friðriksson hjá FH, var að leika virkilega vel en ÍR-ingar voru þrátt fyrir það ívið sterkari þegar 30 mínútur voru liðnar af leiknum og höfðu þeir tveggja marka forskot í hálfleik, 16-14. Liðin voru ekki að finna sig á upphafsmínútum síðari hálfleiks og gerðu bæði fullt af mistökum. Þegar leið á hálfleikinn náðu ÍR-ingar að sýna ákveðið frumkvæði og voru skrefinu á undan. Áfram hélt Björgvin Hólmgeirsson og var hann allt í öllu hjá liðinu, ásamt Arnóri Frey Stefánssyni í marki ÍR. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum höfðu ÍR-ingar náð fjögurra marka forskoti, 25-21, en FH-ingar neituðu að gefast upp. Þeir minnkuðu strax muninn niður í tvö mörk. Síðustu tíu mínútur leiksins voru spennandi en það voru gestirnir í ÍR sem voru að lokum sterkari. Liðið vann að lokum tveggja marka sigur 32-30. Eins og áður segir var Björgvin Hólmgeirsson ótrúlegur í þessum leik og þá má alveg slá því föstu að hann á ekki að spila í Olís-deildinni. Björgvin gerði tíu mörk í leiknum og úr öllum regnbogans litum. Halldór: Tökum allt of oft ranga ákvörðun„Við erum með sautján tapaða bolta í þessum leik og þá er erfitt að vinna leik,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. „Við erum að keyra rosalega illa seinni bylgjuna og komum illa til baka. Við virðumst taka rangar ákvarðanir þegar á hólminn er komið og það þurfum við að skoða.“ Halldór segir að liðið hafi spilað fimm leiki á tveimur vikum og það sé kannski farið að segja til sín. „Það er samt ekki eins og þetta ÍR-lið sé að spila á mörgum mönnum. Það vantaði bara viljann í mína menn og einnig þurftu menn að vera aðeins klókari á köflum.“ Einar: Andlega sterkt að vinna í kvöld„Þetta var ofboðslega mikilvægur sigur í kvöld,“ segir Einar Hólmgeirsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Við erum ekki búnir að ná okkur á strik eftir jól og því var mikilvægt að ná í tvö stig hér. Þetta var mikilvægt upp á andlegu hliðina að gera. Við höfum verið að spila ágætlega, en verið að klúðra leikjunum sjálfir.“ Einar segir að þegar vörnin og markvarslan hafi farið að ganga hafi verið erfitt að stöðva liðið. „Ég var nokkuð sáttur með allan leikinn hjá okkur. Þeir koma alltaf aftur til baka og við réðu vel við það. Bjöggi bróðir var frábær í kvöld. Hann var aftur á móti bara lélegur í síðustu tveimur leikjum en sýndi í kvöld hvernig menn svara því,“ sagði Einar um frammistaði bróður síns sem gerði tíu mörk í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
ÍR vann frábæran sigur á FH, 32-30, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikið var í Kaplakrika. Björgvin Hólmgeirsson fór á kostum í liði ÍR og skoraði hann tíu mörk. FH-ingar hafa þá tapað þremur í röð. Ásbjörn Friðriksson var einnig frábær í liði FH og gerði 11 mörk. Hann gerði aftur á móti of mörg mistök. Jafnræði var á með liðunum alveg frá fyrstu mínútu í fyrri hálfleiknum og náði hvorugt liðið einhverju almennilegu forskoti. Flottur handbolti hjá báðum liðum og gæðin nokkuð mikil en Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, var frábær í fyrri hálfleiknum og réðu varnarmenn FH illa við hann. Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, byrjaði á bekknum en kom fljótlega inn á. Hann tók strax til sinna ráða og fór að verja vel. ÍR-ingar voru að finna taktinn og það var honum að þakka að liðið myndi ekki ná upp nokkra marka forskoti. Ásbjörn Friðriksson hjá FH, var að leika virkilega vel en ÍR-ingar voru þrátt fyrir það ívið sterkari þegar 30 mínútur voru liðnar af leiknum og höfðu þeir tveggja marka forskot í hálfleik, 16-14. Liðin voru ekki að finna sig á upphafsmínútum síðari hálfleiks og gerðu bæði fullt af mistökum. Þegar leið á hálfleikinn náðu ÍR-ingar að sýna ákveðið frumkvæði og voru skrefinu á undan. Áfram hélt Björgvin Hólmgeirsson og var hann allt í öllu hjá liðinu, ásamt Arnóri Frey Stefánssyni í marki ÍR. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum höfðu ÍR-ingar náð fjögurra marka forskoti, 25-21, en FH-ingar neituðu að gefast upp. Þeir minnkuðu strax muninn niður í tvö mörk. Síðustu tíu mínútur leiksins voru spennandi en það voru gestirnir í ÍR sem voru að lokum sterkari. Liðið vann að lokum tveggja marka sigur 32-30. Eins og áður segir var Björgvin Hólmgeirsson ótrúlegur í þessum leik og þá má alveg slá því föstu að hann á ekki að spila í Olís-deildinni. Björgvin gerði tíu mörk í leiknum og úr öllum regnbogans litum. Halldór: Tökum allt of oft ranga ákvörðun„Við erum með sautján tapaða bolta í þessum leik og þá er erfitt að vinna leik,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. „Við erum að keyra rosalega illa seinni bylgjuna og komum illa til baka. Við virðumst taka rangar ákvarðanir þegar á hólminn er komið og það þurfum við að skoða.“ Halldór segir að liðið hafi spilað fimm leiki á tveimur vikum og það sé kannski farið að segja til sín. „Það er samt ekki eins og þetta ÍR-lið sé að spila á mörgum mönnum. Það vantaði bara viljann í mína menn og einnig þurftu menn að vera aðeins klókari á köflum.“ Einar: Andlega sterkt að vinna í kvöld„Þetta var ofboðslega mikilvægur sigur í kvöld,“ segir Einar Hólmgeirsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Við erum ekki búnir að ná okkur á strik eftir jól og því var mikilvægt að ná í tvö stig hér. Þetta var mikilvægt upp á andlegu hliðina að gera. Við höfum verið að spila ágætlega, en verið að klúðra leikjunum sjálfir.“ Einar segir að þegar vörnin og markvarslan hafi farið að ganga hafi verið erfitt að stöðva liðið. „Ég var nokkuð sáttur með allan leikinn hjá okkur. Þeir koma alltaf aftur til baka og við réðu vel við það. Bjöggi bróðir var frábær í kvöld. Hann var aftur á móti bara lélegur í síðustu tveimur leikjum en sýndi í kvöld hvernig menn svara því,“ sagði Einar um frammistaði bróður síns sem gerði tíu mörk í kvöld.
Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira