J.B. Holmes með þægilegt forskot fyrir lokahringinn á Cadillac Championship Kári Örn Hinriksson skrifar 8. mars 2015 13:00 J.B. Holmes heilsar aðdáendum á þriðja hring. Getty Það gerist ekki oft á PGA-mótaröðinni að einn kylfingur leiði mót frá fyrsta hring og takist síðan að sigra en fyrir lokahringinn á Cadillac meistaramótinu er það staðan sem Bandaríkjamaðurinn J.B. Holmes er í. Holmes hefur leikið frábært golf hingað til og er á 11 höggum undir pari eftir þrjá hringi en hann hefur fimm högga forskot á Bubba Watson og Dustin Johnson sem deila öðru sætinu á sex höggum undir pari. Doral völlurinn hefur reynst bestu kylfingum heims erfiður um helgina en aðeins tólf kylfingar eru undir pari eins og er. Tilþrif gærdagsins átti forystusauðurinn Holmes en hann fór holu í höggi á fjórðu holu sem er rúmlega 210 metrar að lengd. Það gerði Dustin Johnson einnig en það var hreint út sagt ótrúlegt að sjá tvo kylfinga í toppbaráttunni fara holu í höggi með stuttu millibili. Fimm högg geta verið fljót að fara í jafn stórum mótum og Cadillac meistaramótinu en lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í dag. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það gerist ekki oft á PGA-mótaröðinni að einn kylfingur leiði mót frá fyrsta hring og takist síðan að sigra en fyrir lokahringinn á Cadillac meistaramótinu er það staðan sem Bandaríkjamaðurinn J.B. Holmes er í. Holmes hefur leikið frábært golf hingað til og er á 11 höggum undir pari eftir þrjá hringi en hann hefur fimm högga forskot á Bubba Watson og Dustin Johnson sem deila öðru sætinu á sex höggum undir pari. Doral völlurinn hefur reynst bestu kylfingum heims erfiður um helgina en aðeins tólf kylfingar eru undir pari eins og er. Tilþrif gærdagsins átti forystusauðurinn Holmes en hann fór holu í höggi á fjórðu holu sem er rúmlega 210 metrar að lengd. Það gerði Dustin Johnson einnig en það var hreint út sagt ótrúlegt að sjá tvo kylfinga í toppbaráttunni fara holu í höggi með stuttu millibili. Fimm högg geta verið fljót að fara í jafn stórum mótum og Cadillac meistaramótinu en lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í dag.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira