Ryan Moore efstur fyrir lokahringinn í Flórída 14. mars 2015 23:00 Ryan Moore einbeittur á þriðja hring í kvöld Getty Bandaríkjamaðurinn Ryan Moore leiðir eftir þrjá hringi á Valspar Championship sem fram fer á Copperhead vellinum í Flórída en hann er á níu höggum undir pari fyrir lokahringinn. Í öðru sæti er Jordan Spieth á átta höggum undir pari en hann hefur leikið mjög stöðugt golf um helgina eins og honum einum er lagið. Moore hefur sigrað á fjórum mótum á PGA-mótaröðinni á ferlinum og ætti því að hafa reynsluna til þess að gera atlögu að titlinum á morgun en hann er þekktur fyrir mikið jafnaðargeð á golfvellinum og mjög óhefðbundna sveiflu. Nokkur stór nöfn gætu blandað sér í baráttuna um sigurinn á lokahringnum ef Moore og Spieth standast ekki pressuna á morgun en Henrik Stenson, Patrick Reed og Matt Kuchar eru allir á fimm höggum undir pari. Lokahringurinn ætti því að verða mjög spennandi en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Ryan Moore leiðir eftir þrjá hringi á Valspar Championship sem fram fer á Copperhead vellinum í Flórída en hann er á níu höggum undir pari fyrir lokahringinn. Í öðru sæti er Jordan Spieth á átta höggum undir pari en hann hefur leikið mjög stöðugt golf um helgina eins og honum einum er lagið. Moore hefur sigrað á fjórum mótum á PGA-mótaröðinni á ferlinum og ætti því að hafa reynsluna til þess að gera atlögu að titlinum á morgun en hann er þekktur fyrir mikið jafnaðargeð á golfvellinum og mjög óhefðbundna sveiflu. Nokkur stór nöfn gætu blandað sér í baráttuna um sigurinn á lokahringnum ef Moore og Spieth standast ekki pressuna á morgun en Henrik Stenson, Patrick Reed og Matt Kuchar eru allir á fimm höggum undir pari. Lokahringurinn ætti því að verða mjög spennandi en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira