Sara Björk: Þær eru allar eins og Guðný Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2015 22:15 Sara Björk Gunnarsdóttir. Mynd/Skjáskot úr viðtali KSÍ Sara Björk Gunnarsdóttir, var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins sem náði jafntefli á móti Bandaríkjunum á Algarve-mótinu í gær. „Þetta var hörkuleikur með mikið af návígum og hlaupum en skrokkurinn er bara ágætur," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir í viðtali við Þorvald Ingimundarson, starfsmanns KSÍ. Sara Björk játaði því að leikurinn hafi verið þessi stríðsleikur sem þjálfari íslenska liðsins, Freyr Alexandersson, bjóst við og lagði upp með. „Þær spila harðan bolta og eru í mjög góðu líkamlegu standi en það erum við líka. Mér fannst við vinna þá keppni í þessum leik í gær," sagði Sara. Varnarleikur íslenska liðsins í leiknum var frábær og bandarísku stórstjörnurnar komust lítið áleiðis. „Við lögðum upp með það að skipta leiknum niður í nokkra hluta, spila bæði lápressu og hápressu og skipta síðan á milli eftir fimmtán mínútur. Það gekk rosalega vel að spila lápressuna, við vorum mjög skipulagðar og vorum ekki að gefa þeim nein færi," sagði Sara Björk. „Við töluðum um það eftir leikinn að það hafi verið rosalega þægilegt að spila lápressuna á móti þeim. Við vorum í réttum stöðum, það var minna um hlaup og við vorum alveg með leikinn," sagði Sara. Íslenska liðið er ekki búið að skora á mótinu en er það áhyggjuefni? „Við erum búnar að vera að vinna mikið með varnarleikinn og ég held að sóknarleikurinn muni bara koma. Það hefur gengið frábærlega með varnarleikinn og nú þurfum við aðeins að skerpa betur á sóknarleiknum," sagði Sara Björk. „Við þurfum að gera betur þegar við vinnum boltann og þurfum aðeins minna stress," segir Sara Björk en framundan er leikur á móti Japan um níunda sætið sem fer fram á morgun. „Þær eru allar eins og Guðný en rosalega teknískar og rosalega góðar í fótbolta. Ég hef séð þær spila en landsliðið hefur aldrei spilað við þær áður. Það er áhugavert og skemmtilegt verkefni að fá að mæta þeim," sagði Sara Björk. „Þetta eru heimsmeistararnir og svona leiki vill maður spila. Þetta mót hefur undanfarin ár verið frábær undirbúningur fyrir EM og HM. Það er frábært fyrir okkur að fá að koma á þetta mót og spila þessa stóru leiki," sagði Sara Björk en það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stelpurnar okkar spila við heimsmeistarana í hádeginu á morgun Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar lokaleik sinn á Algarve-mótinu á morgun þegar liðið mætir Japan í leiknum um níunda sætið. 10. mars 2015 18:19 Náðu ekki að skora hjá Guðbjörgu en komast samt í úrslitaleikinn Bandaríska landsliðið spilar til úrslita í Algarve-bikarnum þrátt fyrir að ná aðeins markalausu jafntefli á móti Íslandi í kvöld. 9. mars 2015 20:10 Íslensku stelpurnar náðu jafntefli á móti bandaríska landsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni Algarve-bikarsins í Portúgal í kvöld. 9. mars 2015 19:26 Þjálfari Bandaríkjanna tók gagnrýni Freys eftir leik illa Freyr Alexandersson sagðist ekki skilja hvers vegna Bandaríkin spörkuðu bara langt fram. 10. mars 2015 12:00 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins sem náði jafntefli á móti Bandaríkjunum á Algarve-mótinu í gær. „Þetta var hörkuleikur með mikið af návígum og hlaupum en skrokkurinn er bara ágætur," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir í viðtali við Þorvald Ingimundarson, starfsmanns KSÍ. Sara Björk játaði því að leikurinn hafi verið þessi stríðsleikur sem þjálfari íslenska liðsins, Freyr Alexandersson, bjóst við og lagði upp með. „Þær spila harðan bolta og eru í mjög góðu líkamlegu standi en það erum við líka. Mér fannst við vinna þá keppni í þessum leik í gær," sagði Sara. Varnarleikur íslenska liðsins í leiknum var frábær og bandarísku stórstjörnurnar komust lítið áleiðis. „Við lögðum upp með það að skipta leiknum niður í nokkra hluta, spila bæði lápressu og hápressu og skipta síðan á milli eftir fimmtán mínútur. Það gekk rosalega vel að spila lápressuna, við vorum mjög skipulagðar og vorum ekki að gefa þeim nein færi," sagði Sara Björk. „Við töluðum um það eftir leikinn að það hafi verið rosalega þægilegt að spila lápressuna á móti þeim. Við vorum í réttum stöðum, það var minna um hlaup og við vorum alveg með leikinn," sagði Sara. Íslenska liðið er ekki búið að skora á mótinu en er það áhyggjuefni? „Við erum búnar að vera að vinna mikið með varnarleikinn og ég held að sóknarleikurinn muni bara koma. Það hefur gengið frábærlega með varnarleikinn og nú þurfum við aðeins að skerpa betur á sóknarleiknum," sagði Sara Björk. „Við þurfum að gera betur þegar við vinnum boltann og þurfum aðeins minna stress," segir Sara Björk en framundan er leikur á móti Japan um níunda sætið sem fer fram á morgun. „Þær eru allar eins og Guðný en rosalega teknískar og rosalega góðar í fótbolta. Ég hef séð þær spila en landsliðið hefur aldrei spilað við þær áður. Það er áhugavert og skemmtilegt verkefni að fá að mæta þeim," sagði Sara Björk. „Þetta eru heimsmeistararnir og svona leiki vill maður spila. Þetta mót hefur undanfarin ár verið frábær undirbúningur fyrir EM og HM. Það er frábært fyrir okkur að fá að koma á þetta mót og spila þessa stóru leiki," sagði Sara Björk en það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stelpurnar okkar spila við heimsmeistarana í hádeginu á morgun Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar lokaleik sinn á Algarve-mótinu á morgun þegar liðið mætir Japan í leiknum um níunda sætið. 10. mars 2015 18:19 Náðu ekki að skora hjá Guðbjörgu en komast samt í úrslitaleikinn Bandaríska landsliðið spilar til úrslita í Algarve-bikarnum þrátt fyrir að ná aðeins markalausu jafntefli á móti Íslandi í kvöld. 9. mars 2015 20:10 Íslensku stelpurnar náðu jafntefli á móti bandaríska landsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni Algarve-bikarsins í Portúgal í kvöld. 9. mars 2015 19:26 Þjálfari Bandaríkjanna tók gagnrýni Freys eftir leik illa Freyr Alexandersson sagðist ekki skilja hvers vegna Bandaríkin spörkuðu bara langt fram. 10. mars 2015 12:00 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Sjá meira
Stelpurnar okkar spila við heimsmeistarana í hádeginu á morgun Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar lokaleik sinn á Algarve-mótinu á morgun þegar liðið mætir Japan í leiknum um níunda sætið. 10. mars 2015 18:19
Náðu ekki að skora hjá Guðbjörgu en komast samt í úrslitaleikinn Bandaríska landsliðið spilar til úrslita í Algarve-bikarnum þrátt fyrir að ná aðeins markalausu jafntefli á móti Íslandi í kvöld. 9. mars 2015 20:10
Íslensku stelpurnar náðu jafntefli á móti bandaríska landsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni Algarve-bikarsins í Portúgal í kvöld. 9. mars 2015 19:26
Þjálfari Bandaríkjanna tók gagnrýni Freys eftir leik illa Freyr Alexandersson sagðist ekki skilja hvers vegna Bandaríkin spörkuðu bara langt fram. 10. mars 2015 12:00