Umfjöllun: ÍBV - HK 37-38 | Fjórði sigur HK á tímabilinu Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 30. mars 2015 21:00 Leó Snær Pétursson skoraði 16 mörk vísir/valli Fallnir HK-ingar unnu í kvöld eins marks sigur á Íslandsmeisturum Eyjamanna, 38-37. HK-ingar voru betri stærstan hluta leiksins og áttu sigurinn fyllilega skilinn. Leó Snær Pétursson var frábær í kvöld en hann skoraði sextán mörk. Tvo sterkustu varnarmenn Eyjamanna vantaði í dag líkt og síðustu leikjum, en þeir Sindri Haraldsson og Magnús Stefánsson eru frá vegna meiðsla. Það hefur truflað liðið gríðarlega í undanförnum leikjum og gerði það svo sannarlega í dag. HK-ingar byrjuðu leikinn mun betur, þá sér í lagi Þorgrímur Smári Ólafsson sem átti bestu tíu mínútur ferilsins í byrjun leiks. Hann hafði skorað sjö mörk af fyrstu tíu mörkum HK-inga, sem leiddu leikinn með tíu mörkum gegn átta. Í upphafi var leikurinn gríðarlega hraður og staðan orðin 11-11 eftir sextán mínútna leik. Bæði lið voru með sama leikplanið, að keyra hratt í bakið á hinu liðinu. Ófá mörkin voru skoruð eftir snögga miðju þar sem liðin voru ekki jafnfljót að hlaupa í vörnina. Liðin skiptust á að hafa forystuna undir lok fyrri hálfleiksins en það var Leó Snær, sem sá til þess að hans menn voru yfir í hálfleik. Þar skoraði hann úr einu af sínum átta vítaköstum í leiknum og staðan því 18-19 í hálfleik. HK-ingar virtust eiga svör við vörn ÍBV sem hefur reynst flestum liðum erfið. Þessi vörn er einmitt ástæða þess að Eyjamenn eru Íslands- og bikarmeistarar. HK-ingum tókst þó að opna svæðið fyrir aðra hvora skyttuna margoft og fundu því glufur á vörninni. Í upphafi síðari hálfleiks var það sama uppi á teningnum, bæði lið keyrðu hratt upp völlinn. HK-ingar leiddu stóran hluta síðari hálfleiks og héldu félagarnir Þorgrímur og Leó Snær áfram að skora mörkin. Eyjamenn komust tveimur mörkum yfir í stöðunni 29-27 þegar korter var eftir af leiknum. Þá héldu flestir að heimamenn myndu ganga á lagið og ganga frá HK-ingum. Allt kom fyrir ekki og HK-ingar enn vel inni í leiknum. Aftur komust Eyjamenn tveimur mörkum yfir en HK-ingar ætluðu alls ekki að gefast upp. Að lokum tryggði Guðni Már Kristinsson stigin tvö í lokasókn leiksins, hann fékk þá færi þröngt úr hægra horninu og skilaði boltanum í netið. HK-ingar voru vel að sigrinum komnir en geta þakkað sínum markaskorurum fyrir sigurinn. Þeir Leó Snær og Þorgrímur fengu greinilega skotleyfi fyrir leikinn en þeir tóku átján skot hvor. Leó skilaði sextán þeirra í netið og Þorgrímur tíu. Tapið gerir það að verkum að Eyjamenn geta tekið fram úr Akureyringum, sigri ÍBV FH í lokaleiknum. Þá þarf Akureyri einnig að tapa gegn ÍR-ingum. HK-ingar eru á botninum og verða þar að loknu móti. Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Fallnir HK-ingar unnu í kvöld eins marks sigur á Íslandsmeisturum Eyjamanna, 38-37. HK-ingar voru betri stærstan hluta leiksins og áttu sigurinn fyllilega skilinn. Leó Snær Pétursson var frábær í kvöld en hann skoraði sextán mörk. Tvo sterkustu varnarmenn Eyjamanna vantaði í dag líkt og síðustu leikjum, en þeir Sindri Haraldsson og Magnús Stefánsson eru frá vegna meiðsla. Það hefur truflað liðið gríðarlega í undanförnum leikjum og gerði það svo sannarlega í dag. HK-ingar byrjuðu leikinn mun betur, þá sér í lagi Þorgrímur Smári Ólafsson sem átti bestu tíu mínútur ferilsins í byrjun leiks. Hann hafði skorað sjö mörk af fyrstu tíu mörkum HK-inga, sem leiddu leikinn með tíu mörkum gegn átta. Í upphafi var leikurinn gríðarlega hraður og staðan orðin 11-11 eftir sextán mínútna leik. Bæði lið voru með sama leikplanið, að keyra hratt í bakið á hinu liðinu. Ófá mörkin voru skoruð eftir snögga miðju þar sem liðin voru ekki jafnfljót að hlaupa í vörnina. Liðin skiptust á að hafa forystuna undir lok fyrri hálfleiksins en það var Leó Snær, sem sá til þess að hans menn voru yfir í hálfleik. Þar skoraði hann úr einu af sínum átta vítaköstum í leiknum og staðan því 18-19 í hálfleik. HK-ingar virtust eiga svör við vörn ÍBV sem hefur reynst flestum liðum erfið. Þessi vörn er einmitt ástæða þess að Eyjamenn eru Íslands- og bikarmeistarar. HK-ingum tókst þó að opna svæðið fyrir aðra hvora skyttuna margoft og fundu því glufur á vörninni. Í upphafi síðari hálfleiks var það sama uppi á teningnum, bæði lið keyrðu hratt upp völlinn. HK-ingar leiddu stóran hluta síðari hálfleiks og héldu félagarnir Þorgrímur og Leó Snær áfram að skora mörkin. Eyjamenn komust tveimur mörkum yfir í stöðunni 29-27 þegar korter var eftir af leiknum. Þá héldu flestir að heimamenn myndu ganga á lagið og ganga frá HK-ingum. Allt kom fyrir ekki og HK-ingar enn vel inni í leiknum. Aftur komust Eyjamenn tveimur mörkum yfir en HK-ingar ætluðu alls ekki að gefast upp. Að lokum tryggði Guðni Már Kristinsson stigin tvö í lokasókn leiksins, hann fékk þá færi þröngt úr hægra horninu og skilaði boltanum í netið. HK-ingar voru vel að sigrinum komnir en geta þakkað sínum markaskorurum fyrir sigurinn. Þeir Leó Snær og Þorgrímur fengu greinilega skotleyfi fyrir leikinn en þeir tóku átján skot hvor. Leó skilaði sextán þeirra í netið og Þorgrímur tíu. Tapið gerir það að verkum að Eyjamenn geta tekið fram úr Akureyringum, sigri ÍBV FH í lokaleiknum. Þá þarf Akureyri einnig að tapa gegn ÍR-ingum. HK-ingar eru á botninum og verða þar að loknu móti.
Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira