ESB svarar Gunnari Braga: Ráðherraráðið íhugar breytingar á verklagi sínu Bjarki Ármannsson skrifar 27. apríl 2015 18:20 Gunnar Bragi segist gera ráð fyrir að Ísland verði nú tekið af lista umsóknarríkja. Vísir/Pjetur Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra hefur borist svar við bréfi sínu til Edgar Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands sem nú gegnir formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins. Í bréfi Gunnars Braga, sem mikið var tekist á um á sínum tíma, var óskað eftir því að Ísland teldist ekki lengur umsóknarríki að sambandinu og að verklag sambandsins yrði lagað að því. Í svari Rinkevics, sem lesa má í heild sinni hér, segir að ráðherraráðið hafi vandlega íhugað bréf Gunnars og að þessi afstaða ríkisstjórnar Íslands sé tekin til greina. Í ljósi þessa muni ráðið íhuga ákveðnar praktískar breytingar á verklagi sínu. „Við viljum undirstrika mikilvægi samskipta Evrópusambandsins við Ísland, sem er áfram mikilvægur félagi sambandsins í gegnum aðild að EES-samningnum og Schengen, og í gegnum samstarf um málefni norðurskautsins,“ segir jafnframt í bréfinu.Sjá einnig: Utanríkisráðherra segir aðildarferlinu að ESB lokið Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segist Gunnar Bragi gera ráð fyrir því að Ísland verði nú tekið út af lista umsóknarríkja eins og óskað hafi verið eftir. „Það hefur legið ljóst fyrir að ríkisstjórnin lítur svo á að Ísland sé ekki umsóknarríki að ESB og í bréfi mínu til formanns ráðherraráðs ESB var þetta áréttað og sambandið beðið um að laga verklag sitt að því,“ segir Gunnar í tilkynningunni. „Ekki hefur verið ástæða til að ætla að annað væri uppi á teningnum. Með efni þessa svarbréfs höfum við fengið skýrleika í málið og er það fagnaðarefni.“ Tengdar fréttir „Versta atlagan að fullveldi Alþingis í lýðveldissögunni“ Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, segir ríkisstjórnina skíthrædda við eigin þjóð. 12. mars 2015 19:52 Twitter logar vegna ESB: „Er nokkuð mikið vesen að hætta að vera framsóknarríki?“ Það er óhætt að segja að samfélagsmiðlarnir logi vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB. 12. mars 2015 20:25 Utanríkisráðherra segir aðildarferlinu að ESB lokið Utanríkisráðherra talar um valdarán þegar bréf stjórnarandstöðunnar til Evrópusambandsins ber á góma. Segir nýja ríkisstjórn þurfa umboð Alþingis til nýrrar aðildarumsóknar. 14. mars 2015 19:45 Gunnar Bragi segir stjórnina ekki þvingaða til að fylgja stefnu vinstristjórnarinnar Hafnar því að um meiriháttar utanríkismál hafi verið að ræða og segir að málið hafi verið til umræðu í utanríkismálanefnd. 16. mars 2015 09:46 Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. 12. mars 2015 18:24 Tilkynning um viðræðuslit vekur afar hörð viðbrögð Ríkisstjórnin tilkynnti ESB um viðræðuslit í gær. Óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd um málið. Stjórnarandstaðan boðar átök á Alþingi og segir stjórnina ganga gegn þingræðinu. 13. mars 2015 07:45 Tillaga um ESB-slit á leiðinni Vinna við tillögu um að slíta formlega viðræðum við Evrópusambandið (ESB) er á lokametrunum í utanríkisráðuneytinu. 10. febrúar 2015 07:00 Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48 Mikil óánægja með störf Gunnars Braga í ESB-málinu Mikill meirihluti Íslendinga, eða 63 prósent, er ósáttur við framgöngu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Evrópumálum undanfarna daga. 20. mars 2015 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira
Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra hefur borist svar við bréfi sínu til Edgar Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands sem nú gegnir formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins. Í bréfi Gunnars Braga, sem mikið var tekist á um á sínum tíma, var óskað eftir því að Ísland teldist ekki lengur umsóknarríki að sambandinu og að verklag sambandsins yrði lagað að því. Í svari Rinkevics, sem lesa má í heild sinni hér, segir að ráðherraráðið hafi vandlega íhugað bréf Gunnars og að þessi afstaða ríkisstjórnar Íslands sé tekin til greina. Í ljósi þessa muni ráðið íhuga ákveðnar praktískar breytingar á verklagi sínu. „Við viljum undirstrika mikilvægi samskipta Evrópusambandsins við Ísland, sem er áfram mikilvægur félagi sambandsins í gegnum aðild að EES-samningnum og Schengen, og í gegnum samstarf um málefni norðurskautsins,“ segir jafnframt í bréfinu.Sjá einnig: Utanríkisráðherra segir aðildarferlinu að ESB lokið Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segist Gunnar Bragi gera ráð fyrir því að Ísland verði nú tekið út af lista umsóknarríkja eins og óskað hafi verið eftir. „Það hefur legið ljóst fyrir að ríkisstjórnin lítur svo á að Ísland sé ekki umsóknarríki að ESB og í bréfi mínu til formanns ráðherraráðs ESB var þetta áréttað og sambandið beðið um að laga verklag sitt að því,“ segir Gunnar í tilkynningunni. „Ekki hefur verið ástæða til að ætla að annað væri uppi á teningnum. Með efni þessa svarbréfs höfum við fengið skýrleika í málið og er það fagnaðarefni.“
Tengdar fréttir „Versta atlagan að fullveldi Alþingis í lýðveldissögunni“ Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, segir ríkisstjórnina skíthrædda við eigin þjóð. 12. mars 2015 19:52 Twitter logar vegna ESB: „Er nokkuð mikið vesen að hætta að vera framsóknarríki?“ Það er óhætt að segja að samfélagsmiðlarnir logi vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB. 12. mars 2015 20:25 Utanríkisráðherra segir aðildarferlinu að ESB lokið Utanríkisráðherra talar um valdarán þegar bréf stjórnarandstöðunnar til Evrópusambandsins ber á góma. Segir nýja ríkisstjórn þurfa umboð Alþingis til nýrrar aðildarumsóknar. 14. mars 2015 19:45 Gunnar Bragi segir stjórnina ekki þvingaða til að fylgja stefnu vinstristjórnarinnar Hafnar því að um meiriháttar utanríkismál hafi verið að ræða og segir að málið hafi verið til umræðu í utanríkismálanefnd. 16. mars 2015 09:46 Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. 12. mars 2015 18:24 Tilkynning um viðræðuslit vekur afar hörð viðbrögð Ríkisstjórnin tilkynnti ESB um viðræðuslit í gær. Óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd um málið. Stjórnarandstaðan boðar átök á Alþingi og segir stjórnina ganga gegn þingræðinu. 13. mars 2015 07:45 Tillaga um ESB-slit á leiðinni Vinna við tillögu um að slíta formlega viðræðum við Evrópusambandið (ESB) er á lokametrunum í utanríkisráðuneytinu. 10. febrúar 2015 07:00 Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48 Mikil óánægja með störf Gunnars Braga í ESB-málinu Mikill meirihluti Íslendinga, eða 63 prósent, er ósáttur við framgöngu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Evrópumálum undanfarna daga. 20. mars 2015 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira
„Versta atlagan að fullveldi Alþingis í lýðveldissögunni“ Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, segir ríkisstjórnina skíthrædda við eigin þjóð. 12. mars 2015 19:52
Twitter logar vegna ESB: „Er nokkuð mikið vesen að hætta að vera framsóknarríki?“ Það er óhætt að segja að samfélagsmiðlarnir logi vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB. 12. mars 2015 20:25
Utanríkisráðherra segir aðildarferlinu að ESB lokið Utanríkisráðherra talar um valdarán þegar bréf stjórnarandstöðunnar til Evrópusambandsins ber á góma. Segir nýja ríkisstjórn þurfa umboð Alþingis til nýrrar aðildarumsóknar. 14. mars 2015 19:45
Gunnar Bragi segir stjórnina ekki þvingaða til að fylgja stefnu vinstristjórnarinnar Hafnar því að um meiriháttar utanríkismál hafi verið að ræða og segir að málið hafi verið til umræðu í utanríkismálanefnd. 16. mars 2015 09:46
Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. 12. mars 2015 18:24
Tilkynning um viðræðuslit vekur afar hörð viðbrögð Ríkisstjórnin tilkynnti ESB um viðræðuslit í gær. Óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd um málið. Stjórnarandstaðan boðar átök á Alþingi og segir stjórnina ganga gegn þingræðinu. 13. mars 2015 07:45
Tillaga um ESB-slit á leiðinni Vinna við tillögu um að slíta formlega viðræðum við Evrópusambandið (ESB) er á lokametrunum í utanríkisráðuneytinu. 10. febrúar 2015 07:00
Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48
Mikil óánægja með störf Gunnars Braga í ESB-málinu Mikill meirihluti Íslendinga, eða 63 prósent, er ósáttur við framgöngu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Evrópumálum undanfarna daga. 20. mars 2015 07:00