Justin Rose sigraði í rigningunni í New Orleans 26. apríl 2015 23:09 Justin Rose er í banastuði þessa dagana. Getty Justin Rose tryggði sér sinn sjöunda sigur á PGA-mótaröðinni á ferlinum með tveimur fuglum í röð á síðustu tveimur holunum á TPC Louisiana vellinum en hann lék besta allra á Zurich Classic mótinu sem kláraðist nú í kvöld. Rose lék hringina fjóra á 22 höggum undir pari, einu betur heldur en Bandaríkjamaðurinn Cameron Tringale sem kom höggi á eftir á 21 höggi undir pari en Boo Weekley endaði einn í þriðja sæti á 20 höggum undir pari. Það er greinilegt að Rose er að spila sitt allra besta golf þess dagana en fyrir tveimur vikum endaði hann í öðru sæti á Masters mótinu og hefur hann því samanlagt unnið sér inn rúmlega 250 milljónir í þessum tveimur mótum. Hann er vel að því verðlaunafé kominn en til marks um spilamennsku Rose þá fékk hann ekki einn einasta skolla á öðrum, þriðja og fjórða hring í mótinu nú um helgina sem verður að teljast ótrúleg tölfræði. Næsti viðburður á PGA-mótaröðinni er heimsmótið í holukeppni sem fram fer í San Francisco og hefst það á miðvikudaginn. Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Justin Rose tryggði sér sinn sjöunda sigur á PGA-mótaröðinni á ferlinum með tveimur fuglum í röð á síðustu tveimur holunum á TPC Louisiana vellinum en hann lék besta allra á Zurich Classic mótinu sem kláraðist nú í kvöld. Rose lék hringina fjóra á 22 höggum undir pari, einu betur heldur en Bandaríkjamaðurinn Cameron Tringale sem kom höggi á eftir á 21 höggi undir pari en Boo Weekley endaði einn í þriðja sæti á 20 höggum undir pari. Það er greinilegt að Rose er að spila sitt allra besta golf þess dagana en fyrir tveimur vikum endaði hann í öðru sæti á Masters mótinu og hefur hann því samanlagt unnið sér inn rúmlega 250 milljónir í þessum tveimur mótum. Hann er vel að því verðlaunafé kominn en til marks um spilamennsku Rose þá fékk hann ekki einn einasta skolla á öðrum, þriðja og fjórða hring í mótinu nú um helgina sem verður að teljast ótrúleg tölfræði. Næsti viðburður á PGA-mótaröðinni er heimsmótið í holukeppni sem fram fer í San Francisco og hefst það á miðvikudaginn.
Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira