Spieth úr leik en McIlroy enn í baráttunni 2. maí 2015 14:00 McIlroy og Horschel buðu upp á spennandi leik í gær. Getty Aðeins 16 kylfingar eru eftir á Cadillac heimsmótinu í holukeppni en riðlakeppninni lauk í gær með mörgum spennandi leikjum. Mesta spennan var án efa á milli Rory McIlroy og Billy Horschel en þeir höfðu báðir sigrað fyrstu tvo leikina sína og börðust því um hvor kæmist í 16 manna úrslit. Horschel leiddi nánast allan hringinn og átti tvær holur þegar að tvær voru eftir. McIlroy sýndi þó snilli sína og fékk tvo fugla á síðustu tveim holunum sem Horschel hafði engin svör við en þeir enduðu því í bráðabana þar sem McIlroy hafði betur. Ungi Masters meistarinn Jordan Spieth datt þó úr leik en Englendingurinn Lee Westwood sigraði hann í spennandi leik sem fór alla leið á 18. holu. Fleiri stór nöfn eru dottin úr leik en þar má nefna Sergio Garcia, Henrik Stenson, Jimmy Walker, Adam Scott, Jason Day og Bubba Watson en sá síðastnefndi þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Louis Oosthuizen í bráðabana um hver kæmist í næstu umferð. Furðulegasta atvik gærdagsins var þó í leik Miguel Angel Jimenez og Keegan Bradley en þegar Bradley ætlaði að droppa boltanum frá girðingu sem var fyrir honum ásakaði Jimenez hann um ólöglegt dropp. Það fór ekki vel í kylfusvein Bradley sem gleymdi í smá stund að golf er heiðursmannaleikur og sagði Spánverjanum að halda kjafti en rifrildið á milli þeirra hélt áfram jafnvel eftir að Jimenez sigraði leikinn á 18. holu. 36 holur verða leiknar í dag en mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Aðeins 16 kylfingar eru eftir á Cadillac heimsmótinu í holukeppni en riðlakeppninni lauk í gær með mörgum spennandi leikjum. Mesta spennan var án efa á milli Rory McIlroy og Billy Horschel en þeir höfðu báðir sigrað fyrstu tvo leikina sína og börðust því um hvor kæmist í 16 manna úrslit. Horschel leiddi nánast allan hringinn og átti tvær holur þegar að tvær voru eftir. McIlroy sýndi þó snilli sína og fékk tvo fugla á síðustu tveim holunum sem Horschel hafði engin svör við en þeir enduðu því í bráðabana þar sem McIlroy hafði betur. Ungi Masters meistarinn Jordan Spieth datt þó úr leik en Englendingurinn Lee Westwood sigraði hann í spennandi leik sem fór alla leið á 18. holu. Fleiri stór nöfn eru dottin úr leik en þar má nefna Sergio Garcia, Henrik Stenson, Jimmy Walker, Adam Scott, Jason Day og Bubba Watson en sá síðastnefndi þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Louis Oosthuizen í bráðabana um hver kæmist í næstu umferð. Furðulegasta atvik gærdagsins var þó í leik Miguel Angel Jimenez og Keegan Bradley en þegar Bradley ætlaði að droppa boltanum frá girðingu sem var fyrir honum ásakaði Jimenez hann um ólöglegt dropp. Það fór ekki vel í kylfusvein Bradley sem gleymdi í smá stund að golf er heiðursmannaleikur og sagði Spánverjanum að halda kjafti en rifrildið á milli þeirra hélt áfram jafnvel eftir að Jimenez sigraði leikinn á 18. holu. 36 holur verða leiknar í dag en mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira