Einar K.: Halldór var afkastamaður og ósérhlífinn, glöggskyggn og sanngjarn Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2015 14:04 Forseti þingsins rakti stjórnmálaferil Halldórs og sagði hann hafa aflað sér mikils trausts á fyrstu þingmannsárum sínum. Vísir/Stefán/Norden Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, minntist Halldórs Ásgrímssonar, fyrrum forsætisráðherra, við upphaf þingfundar í dag. Halldór lést í gær. Forseti þingsins rakti stjórnmálaferil Halldórs og sagði hann hafa aflað sér mikils trausts á fyrstu þingmannsárum sínum, ekki aðeins meðal flokksmanna sinna, heldur langt út fyrir raðir þeirra. „Hann hafði yfirgripsmikla þekkingu á efnahags- og atvinnumálum og þótti stefnufastur stjórnmálamaður og var stundum líkt við klett í hafi.“ Einar sagði að í dagfari sínu hafi Halldór verið hægur og yfirvegaður og farið vel með sitt mikla skap og kappsemi. „Hann var hlýr í viðmóti, drenglundaður og vinur vina sinna. Þótt alvörugefinn væri var jafnan stutt í glensið og hann hafði gaman af því að gleðjast með mönnum þegar honum þótti það við eiga.“ Einar hélt áfram og sagði að það hafi einkennt störf Halldórs mest á farsælum ferli hans í stjórnmálum að hann hafi verið afkastamaður og ósérhlífinn, en jafnframt óvenjulega glöggskyggn og sanngjarn. „Sem foringi var hann óvílinn og tók af skarið þótt mál væru umdeild. Þeir sem þekktu og unnu með Halldóri Ásgrímssyni hér á Alþingi og í ríkisstjórn sakna nú góðs vinar og öflugs samstarfsmanns sem alltaf var hægt að treysta. Við hið óvænta og ótímabæra fráfall Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, á þjóðin að baki að sjá einum helsta stjórnmálaforingja sínum um áratugaskeið.“ Að lokum bað Einar K. þingheim að minnast Halldórs Ásgrímssonar með því að rísa úr sætum. Alþingi Tengdar fréttir Kom víða við og hafði mikil áhrif á íslensk stjórnmál Halldór Ásgrímsson sat lengur sem ráðherra en flestir aðrir hafa gert. Gunnar Helgi Kristinsson segir að hann hafi haft mikil áhrif á íslensk stjórnmál. 19. maí 2015 12:30 Halldór Ásgrímsson látinn Lést 67 ára að aldri á Landspítalanum eftir hjartaáfall. 19. maí 2015 06:12 „Réttsýnn, velviljaður og vinnusamur maður“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra minnist Halldór Ásgrímsson, fyrrum forsætisráðherra, í kveðju á vef forsætisráðuneytisins. 19. maí 2015 13:42 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, minntist Halldórs Ásgrímssonar, fyrrum forsætisráðherra, við upphaf þingfundar í dag. Halldór lést í gær. Forseti þingsins rakti stjórnmálaferil Halldórs og sagði hann hafa aflað sér mikils trausts á fyrstu þingmannsárum sínum, ekki aðeins meðal flokksmanna sinna, heldur langt út fyrir raðir þeirra. „Hann hafði yfirgripsmikla þekkingu á efnahags- og atvinnumálum og þótti stefnufastur stjórnmálamaður og var stundum líkt við klett í hafi.“ Einar sagði að í dagfari sínu hafi Halldór verið hægur og yfirvegaður og farið vel með sitt mikla skap og kappsemi. „Hann var hlýr í viðmóti, drenglundaður og vinur vina sinna. Þótt alvörugefinn væri var jafnan stutt í glensið og hann hafði gaman af því að gleðjast með mönnum þegar honum þótti það við eiga.“ Einar hélt áfram og sagði að það hafi einkennt störf Halldórs mest á farsælum ferli hans í stjórnmálum að hann hafi verið afkastamaður og ósérhlífinn, en jafnframt óvenjulega glöggskyggn og sanngjarn. „Sem foringi var hann óvílinn og tók af skarið þótt mál væru umdeild. Þeir sem þekktu og unnu með Halldóri Ásgrímssyni hér á Alþingi og í ríkisstjórn sakna nú góðs vinar og öflugs samstarfsmanns sem alltaf var hægt að treysta. Við hið óvænta og ótímabæra fráfall Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, á þjóðin að baki að sjá einum helsta stjórnmálaforingja sínum um áratugaskeið.“ Að lokum bað Einar K. þingheim að minnast Halldórs Ásgrímssonar með því að rísa úr sætum.
Alþingi Tengdar fréttir Kom víða við og hafði mikil áhrif á íslensk stjórnmál Halldór Ásgrímsson sat lengur sem ráðherra en flestir aðrir hafa gert. Gunnar Helgi Kristinsson segir að hann hafi haft mikil áhrif á íslensk stjórnmál. 19. maí 2015 12:30 Halldór Ásgrímsson látinn Lést 67 ára að aldri á Landspítalanum eftir hjartaáfall. 19. maí 2015 06:12 „Réttsýnn, velviljaður og vinnusamur maður“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra minnist Halldór Ásgrímsson, fyrrum forsætisráðherra, í kveðju á vef forsætisráðuneytisins. 19. maí 2015 13:42 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Kom víða við og hafði mikil áhrif á íslensk stjórnmál Halldór Ásgrímsson sat lengur sem ráðherra en flestir aðrir hafa gert. Gunnar Helgi Kristinsson segir að hann hafi haft mikil áhrif á íslensk stjórnmál. 19. maí 2015 12:30
Halldór Ásgrímsson látinn Lést 67 ára að aldri á Landspítalanum eftir hjartaáfall. 19. maí 2015 06:12
„Réttsýnn, velviljaður og vinnusamur maður“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra minnist Halldór Ásgrímsson, fyrrum forsætisráðherra, í kveðju á vef forsætisráðuneytisins. 19. maí 2015 13:42