Ráðherra sagður magalenda í húsnæðismálunum: Eygló neitar að draga frumvörpin til baka Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 16. maí 2015 18:45 Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir það rangt að frumvörp hennar hafi verið dregin til baka. Vísir/Ernir Fjármálaráðuneytið hefur undanfarnar sjö vikur haft til umsagnar frumvörp Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra um húsnæðisbætur og um stofnframlög vegna félagslegra íbúða. Ráðuneytið lýsti því síðan óvænt yfir í gær að frumvörpin hefðu verið dregin til baka. Eygló brást skjótt við og sagði þetta rangt. Hún segir að fjármálaráðuneytið hefði vissulega óskað eftir því að hún drægi frumvörpin til baka en hún hefði ekki orðið við því. Hún útilokar ekki að gera breytingar á frumvarpinu í tengslum við kjaraviðræður og koma til móts við þær breytingar sem fulltrúar launþega þeir vilji gera en þar sé einkum horft til fólks með lægstu launin.. Að öðrum kosti verði þau lögð fram óbreytt og því sé mikilvægt að ljúka við kostnaðargreininguna í ráðuneytinu.Kosningaloforð orðin skiptimyntHávær orðrómur hefur verið um ágreining milli stjórnarflokkanna og fullyrt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki viljað veita málunum brautargengi. Mikla athygli vakti þegar ráðherra sendi orkustangir í fjármálaráðuneytið til að flýta fyrir kostnaðargreiningu. „Ég hef einfaldlega óskað eftir því að ráðuneytið kostnaðarmeti þessi frumvörp, síðan mun ég leggja þau fyrir ríkisstjórn. Vonandi fá þau brautargengi þar og síðan í þinginu,“ segir Eygló. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að félagsmálaráðherra sé að magalenda í húsnæðismálunum. Hún hafi notað mikinn tíma, sinn eigin og fjölda annarra, til að móta stefnu í húsnæðismálum. Stefnu sem nú sé komið í ljós að ríkisstjórnin styðji ekki. „Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með kosningaloforð Framsóknarflokksins og ætlar að nota þau sem skiptimynt í kjaraviðræðum og ætlar að hafa það eftir sínu höfði hver niðurstaðan verður,“ segir Sigríður Ingibjörg. Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Fjármálaráðuneytið hefur undanfarnar sjö vikur haft til umsagnar frumvörp Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra um húsnæðisbætur og um stofnframlög vegna félagslegra íbúða. Ráðuneytið lýsti því síðan óvænt yfir í gær að frumvörpin hefðu verið dregin til baka. Eygló brást skjótt við og sagði þetta rangt. Hún segir að fjármálaráðuneytið hefði vissulega óskað eftir því að hún drægi frumvörpin til baka en hún hefði ekki orðið við því. Hún útilokar ekki að gera breytingar á frumvarpinu í tengslum við kjaraviðræður og koma til móts við þær breytingar sem fulltrúar launþega þeir vilji gera en þar sé einkum horft til fólks með lægstu launin.. Að öðrum kosti verði þau lögð fram óbreytt og því sé mikilvægt að ljúka við kostnaðargreininguna í ráðuneytinu.Kosningaloforð orðin skiptimyntHávær orðrómur hefur verið um ágreining milli stjórnarflokkanna og fullyrt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki viljað veita málunum brautargengi. Mikla athygli vakti þegar ráðherra sendi orkustangir í fjármálaráðuneytið til að flýta fyrir kostnaðargreiningu. „Ég hef einfaldlega óskað eftir því að ráðuneytið kostnaðarmeti þessi frumvörp, síðan mun ég leggja þau fyrir ríkisstjórn. Vonandi fá þau brautargengi þar og síðan í þinginu,“ segir Eygló. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að félagsmálaráðherra sé að magalenda í húsnæðismálunum. Hún hafi notað mikinn tíma, sinn eigin og fjölda annarra, til að móta stefnu í húsnæðismálum. Stefnu sem nú sé komið í ljós að ríkisstjórnin styðji ekki. „Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með kosningaloforð Framsóknarflokksins og ætlar að nota þau sem skiptimynt í kjaraviðræðum og ætlar að hafa það eftir sínu höfði hver niðurstaðan verður,“ segir Sigríður Ingibjörg.
Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira