Stjórnarandstaðan gagnrýnir agaleysi í ríkisfjármálum Heimir Már Pétursson skrifar 28. maí 2015 15:10 Oddný Harðardóttir. Stjórnarandstaðan segir skyndiákvarðanir einstakra ráðherra um lögnu fyrirsjáanleg fjárútlát einkenna störf ríkisstjórnarinnar. vísir/stefán Tveir fyrrverandi fjármálaráðherrar gagnrýndu agaleysi og lausung í ríkisfjármálum á Alþingi í morgun. Ríkisstjórnin gripi til skyndiákvarðana um tæplega þriggja milljarða fjárveitinga til verkefna sem hægt hefði verið að gera ráð fyrir í fjárlögum. Þá væri umfangsmikil samgönguáætlun til fjögurra ára kynnt á lokadögum þings. Þingmenn gerðu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukafjárveitingar til ferðamannastaða og vegagerðar upp á tæpa þrjá milljarða nú á lokadögum þingsins að umtalsefni í umræðum um störf þingsins í dag. Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar talaði um rassvasabókhald í þessum efnum. Það væri einnig undarlegt að leggja fram þingsályktun um samgönguáætlun til fjögurra ára á lokadögum þings. Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar talaði um agaleysi. „Agaleysi í ríkisfjármálum, skortur á langtímaáætlunum og skammsýni hefur slæmar afleiðingar bæði fyrir fólk og fyrirtæki í lanindu,“ segir Oddný. Skortur á vandaðri stefnumótun einkenni störf núverandi ráðherra og ljóst að fjárlög þessa árs muni ekki ganga eftir. „Og nýlegasta vísbendingin var kynnt í fjárlaganefnd í gær. Í fjárlögum er aðeins gert ráð fyrir 145 milljónum króna í í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Þótt hver maður hafi séð þegar stjórnarmeirihlutinn samþykkti fjárlög að það myndi ekki duga nema fyrir örfáuum verkefnum,“ segir Oddný. Nú sé tilkynnt að bæta eigi 850 milljónum í uppbyggingu ferðamannastaða og 1,8 milljörðum í viðhald vega á þessu ári. Minnihlutinn hafi lagt þetta til við fjárlagagerðina sjálfa í desember en það hafi verið fellt. Skammtímahugsun ríkisstjórnarinnar muni hafa aukinn kostnað í för með sér. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Vinstri grænna tók undir þessa gagnrýni Oddnýjar. Legið hafi fyrir við fjárlagagerð að fjármunir til þessara mála væru ófullnægjandi. Steingrímur sagði ríkisstjórnina deila fjármunum á einstök verkefni án aðkomu Alþingis og spurði Vigdísi Hauksdóttur formann fjárlaganefndar hvort hún í teldi þetta góð vinnubrögð. „Hvernig rímar þetta við markmiðinn um að bæta stjórnsýslu og aga vinnubrögð samkvæmt frumvarpi um opinber fjármál sem er einmitt hér til meðhöndlunar í þinginu,“ spurði Steingrímur formann fjárlaganefndar. Vigdís sagði ríkisstjórnina forgangsraða í þágu innviða og fjölmargir ferðamannastaðir lægju undir skemmdum. Þessar fjárveitingar væru nauðsynlegar eftir að frumvarp um náttúrupassa náði ekki fram að ganga. Þá bæri að fagna auknum framlögum til vegagerðar. „Því ástandið á vegakerfi landsins eftir síðasta kjörtímabil er vægast sagt í molum. Því engu fjármagni var varið í þann málaflokk á síðasta kjörtímabili. Að auki var farið með aukningu til Vegagerðarinnar milli annarrar og þriðju umræðu hér í þinginu fyrir síðustu áramót þannig að það er alveg ljóst hvert þessi ríkisstjórn stefnir," segir Vigdís Hauksdóttir. Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Tveir fyrrverandi fjármálaráðherrar gagnrýndu agaleysi og lausung í ríkisfjármálum á Alþingi í morgun. Ríkisstjórnin gripi til skyndiákvarðana um tæplega þriggja milljarða fjárveitinga til verkefna sem hægt hefði verið að gera ráð fyrir í fjárlögum. Þá væri umfangsmikil samgönguáætlun til fjögurra ára kynnt á lokadögum þings. Þingmenn gerðu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukafjárveitingar til ferðamannastaða og vegagerðar upp á tæpa þrjá milljarða nú á lokadögum þingsins að umtalsefni í umræðum um störf þingsins í dag. Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar talaði um rassvasabókhald í þessum efnum. Það væri einnig undarlegt að leggja fram þingsályktun um samgönguáætlun til fjögurra ára á lokadögum þings. Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar talaði um agaleysi. „Agaleysi í ríkisfjármálum, skortur á langtímaáætlunum og skammsýni hefur slæmar afleiðingar bæði fyrir fólk og fyrirtæki í lanindu,“ segir Oddný. Skortur á vandaðri stefnumótun einkenni störf núverandi ráðherra og ljóst að fjárlög þessa árs muni ekki ganga eftir. „Og nýlegasta vísbendingin var kynnt í fjárlaganefnd í gær. Í fjárlögum er aðeins gert ráð fyrir 145 milljónum króna í í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Þótt hver maður hafi séð þegar stjórnarmeirihlutinn samþykkti fjárlög að það myndi ekki duga nema fyrir örfáuum verkefnum,“ segir Oddný. Nú sé tilkynnt að bæta eigi 850 milljónum í uppbyggingu ferðamannastaða og 1,8 milljörðum í viðhald vega á þessu ári. Minnihlutinn hafi lagt þetta til við fjárlagagerðina sjálfa í desember en það hafi verið fellt. Skammtímahugsun ríkisstjórnarinnar muni hafa aukinn kostnað í för með sér. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Vinstri grænna tók undir þessa gagnrýni Oddnýjar. Legið hafi fyrir við fjárlagagerð að fjármunir til þessara mála væru ófullnægjandi. Steingrímur sagði ríkisstjórnina deila fjármunum á einstök verkefni án aðkomu Alþingis og spurði Vigdísi Hauksdóttur formann fjárlaganefndar hvort hún í teldi þetta góð vinnubrögð. „Hvernig rímar þetta við markmiðinn um að bæta stjórnsýslu og aga vinnubrögð samkvæmt frumvarpi um opinber fjármál sem er einmitt hér til meðhöndlunar í þinginu,“ spurði Steingrímur formann fjárlaganefndar. Vigdís sagði ríkisstjórnina forgangsraða í þágu innviða og fjölmargir ferðamannastaðir lægju undir skemmdum. Þessar fjárveitingar væru nauðsynlegar eftir að frumvarp um náttúrupassa náði ekki fram að ganga. Þá bæri að fagna auknum framlögum til vegagerðar. „Því ástandið á vegakerfi landsins eftir síðasta kjörtímabil er vægast sagt í molum. Því engu fjármagni var varið í þann málaflokk á síðasta kjörtímabili. Að auki var farið með aukningu til Vegagerðarinnar milli annarrar og þriðju umræðu hér í þinginu fyrir síðustu áramót þannig að það er alveg ljóst hvert þessi ríkisstjórn stefnir," segir Vigdís Hauksdóttir.
Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira