Tiger: Ég er á réttri leið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. júní 2015 12:30 Tiger Woods. Vísir/Getty Tiger Woods er þrátt fyrir allt jákvæður eftir fyrsta keppnisdag á Opna bandaríska meistaramótinu sem hófst í gær. Woods spilaði á 80 höggum í gær en það er hans versti árangur á mótinu frá upphafi. Árið 1996 spilaði hann á 77 höggum en þá var hann enn áhugamaður. „Það góða er að ég rústaði þó allavega Ricky í dag,“ sagði Tiger í léttum dúr en Ricky Fowler, sem var með honum í ráshóp, spilaði á 81 höggi. „Ég er auðvitað ekkert mjög ánægður. Þetta var erfiður dagur. Ég verð bara að vinna áfram í mínum málum. En einhverra hluta vegna næ ég ekki að vera jafn stöðugur og ég vildi vera.“ Hann játti því þegar hann var spurður hvort hann teldi sig enn vera á réttri leið. „Þetta er svo auðvelt þegar ég geri allt rétt. Ég þarf bara að gera það mun oftar og byggja á því. Þetta varð niðurstaðan í dag þó svo að ég hafi reynt allt sem ég gat. Svona spilaði ég bara í dag.“ Woods vann síðast á mótinu árið 2008 en missti af því í fyrra vegna bakmeiðsla. Hann segist enn finna fyrir áhrifum þeirra. „Það er auðveldara að koma til baka eftir hnéaðgerðir en aðgerðir á baki. Ég spilaði ekki mikið í fyrra og hef ekki spilað mikið í ár. Einhverra hluta vegna er mun erfiðara að eiga við taug en liðamót.“ Golf Tengdar fréttir Pínleg byrjun Tiger á Opna bandaríska Rory McIlroy, besti kylfingur heims, byrjaði ekki vel en það er þó ekkert miðað við raunir Tiger Woods sem situr enn á ný meðal neðstu manna eftir enn eina hræðilega frammistöðu. 19. júní 2015 06:17 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods er þrátt fyrir allt jákvæður eftir fyrsta keppnisdag á Opna bandaríska meistaramótinu sem hófst í gær. Woods spilaði á 80 höggum í gær en það er hans versti árangur á mótinu frá upphafi. Árið 1996 spilaði hann á 77 höggum en þá var hann enn áhugamaður. „Það góða er að ég rústaði þó allavega Ricky í dag,“ sagði Tiger í léttum dúr en Ricky Fowler, sem var með honum í ráshóp, spilaði á 81 höggi. „Ég er auðvitað ekkert mjög ánægður. Þetta var erfiður dagur. Ég verð bara að vinna áfram í mínum málum. En einhverra hluta vegna næ ég ekki að vera jafn stöðugur og ég vildi vera.“ Hann játti því þegar hann var spurður hvort hann teldi sig enn vera á réttri leið. „Þetta er svo auðvelt þegar ég geri allt rétt. Ég þarf bara að gera það mun oftar og byggja á því. Þetta varð niðurstaðan í dag þó svo að ég hafi reynt allt sem ég gat. Svona spilaði ég bara í dag.“ Woods vann síðast á mótinu árið 2008 en missti af því í fyrra vegna bakmeiðsla. Hann segist enn finna fyrir áhrifum þeirra. „Það er auðveldara að koma til baka eftir hnéaðgerðir en aðgerðir á baki. Ég spilaði ekki mikið í fyrra og hef ekki spilað mikið í ár. Einhverra hluta vegna er mun erfiðara að eiga við taug en liðamót.“
Golf Tengdar fréttir Pínleg byrjun Tiger á Opna bandaríska Rory McIlroy, besti kylfingur heims, byrjaði ekki vel en það er þó ekkert miðað við raunir Tiger Woods sem situr enn á ný meðal neðstu manna eftir enn eina hræðilega frammistöðu. 19. júní 2015 06:17 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Pínleg byrjun Tiger á Opna bandaríska Rory McIlroy, besti kylfingur heims, byrjaði ekki vel en það er þó ekkert miðað við raunir Tiger Woods sem situr enn á ný meðal neðstu manna eftir enn eina hræðilega frammistöðu. 19. júní 2015 06:17