Kristján Þór og Guðrún Brá unnu í Mosfellsbæ 14. júní 2015 19:11 Kristján Þór Einarsson vann sigur á Símamótinu í Mosfellsbæ í dag. mynd/gsímyndir Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Kristján Þór Einarsson tryggðu sér í dag sigur á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Kristján Þór úr GM fagnaði sigri á Símamótinu eftir bráðabana gegn Guðjóni Henning Hilmarssyni úr GKG. „Ég hugsaði bara um að koma boltanum á flötina í bráðabananum. Það var ljúft að sjá boltann fara ofaní fyrir parinum,“ sagði Kristján Þór Einarsson eftir sigurinn. Kristján Þór fékk par á 1. holu Hlíðavallar í bráðabananum gegn Guðjóni en þeir léku hringina þrjá á einu höggi yfir pari samtals. Kristján Þór lék lokahringinn á 69 höggum eða -3 en Guðjón Henning var á 75 höggum á lokahringnum. Guðjón náði ekki að tryggja sér parið í bráðabananum. Kristján Þór sigraði á þremur mótum í fyrra á Eimskipsmótaröðinni og hann hefur titil að verja á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer um næstu helgi á Jaðarsvelli á Akureyri. „Ég hef titil að verja og það er alltaf markmiðið hjá mér að mæta til leiks til þess að sigra,“ bætti Kristján við. Þetta er í fyrsta sinn sem Eimskipsmótaröðin fer fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar og tókst mótið vel í alla staði á frábærum velli.Staða efstu kylfinga í karlaflokki: 1. Kristján Þór Einarsson, GM 217 högg (71-77-69) +1 2. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG (73-69-75) + 1 3. – 4. Heiðar Davíð Bragason, GHD (72-74-72) +2 3. – 4. Björn Óskar Guðjónsson, GM (77-70-71) +2 5. Arnór Snær Guðmundsson, GHD (78-71-70) +3Guðrún Brá Björgvinsdóttir slær inn á 18. holuna á Hlíðavelli.mynd/gsimyndirSigur Guðrúnar var nokkuð öruggur en hún lék af yfirvegun á lokahringnum eða einu höggi yfir pari við erfiðar aðstæður eða 73 höggum. „Það hefur oft verið mitt hlutskipti að enda í öðru sæti og það er gott að breyta því með svona sigri,” sagði Guðrún Brá kylfingur úr Keili eftir að hún landaði sigrinum í dag. Guðrún Brá lék á +7 samtals og sigraði með sex högga mun. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR varð þriðja á +13 og Berglind Björnsdóttir úr GR varð þriðja á +14. Síðustu tvær vikur hafa verið góðar hjá Guðrúnu Brá sem sigraði í einstaklingskeppninni á Smáþjóðaleikunum fyrir viku síðan. „Það eru æfingarnar á undanförnum vikum sem eru að skila sér og ég stefni á að halda áfram á sömu braut,“ bætti Guðrún Brá við en næstu tvö mót á Eimskipsmótaröðinni eru Íslandsmótið í holukeppni og sjálft Íslandsmótið.Staða efstu kylfinga í kvennaflokki: 1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 223 högg (73-77-73) + 7 2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 229 högg (78-75-76) +13 3. Berglind Björnsdóttir, GR 230 högg (81-74-75) + 14 4. Signý Arnórsdóttir, GK 232 högg (82-78-72) + 16 5. Ólöf María Einarsdóttir, GHD 236 högg (76-79-81) + 20 6. – 8. Saga Traustadóttir, GR 242 högg (81-84-77) + 26 6. – 8. Ingunn Einarsdóttir, GKG 242 högg (81-82-79)+ 26 6. – 8. Tinna Jóhannsdóttir, GK 242 högg (85-78-79) + 26 Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Kristján Þór Einarsson tryggðu sér í dag sigur á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Kristján Þór úr GM fagnaði sigri á Símamótinu eftir bráðabana gegn Guðjóni Henning Hilmarssyni úr GKG. „Ég hugsaði bara um að koma boltanum á flötina í bráðabananum. Það var ljúft að sjá boltann fara ofaní fyrir parinum,“ sagði Kristján Þór Einarsson eftir sigurinn. Kristján Þór fékk par á 1. holu Hlíðavallar í bráðabananum gegn Guðjóni en þeir léku hringina þrjá á einu höggi yfir pari samtals. Kristján Þór lék lokahringinn á 69 höggum eða -3 en Guðjón Henning var á 75 höggum á lokahringnum. Guðjón náði ekki að tryggja sér parið í bráðabananum. Kristján Þór sigraði á þremur mótum í fyrra á Eimskipsmótaröðinni og hann hefur titil að verja á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer um næstu helgi á Jaðarsvelli á Akureyri. „Ég hef titil að verja og það er alltaf markmiðið hjá mér að mæta til leiks til þess að sigra,“ bætti Kristján við. Þetta er í fyrsta sinn sem Eimskipsmótaröðin fer fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar og tókst mótið vel í alla staði á frábærum velli.Staða efstu kylfinga í karlaflokki: 1. Kristján Þór Einarsson, GM 217 högg (71-77-69) +1 2. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG (73-69-75) + 1 3. – 4. Heiðar Davíð Bragason, GHD (72-74-72) +2 3. – 4. Björn Óskar Guðjónsson, GM (77-70-71) +2 5. Arnór Snær Guðmundsson, GHD (78-71-70) +3Guðrún Brá Björgvinsdóttir slær inn á 18. holuna á Hlíðavelli.mynd/gsimyndirSigur Guðrúnar var nokkuð öruggur en hún lék af yfirvegun á lokahringnum eða einu höggi yfir pari við erfiðar aðstæður eða 73 höggum. „Það hefur oft verið mitt hlutskipti að enda í öðru sæti og það er gott að breyta því með svona sigri,” sagði Guðrún Brá kylfingur úr Keili eftir að hún landaði sigrinum í dag. Guðrún Brá lék á +7 samtals og sigraði með sex högga mun. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR varð þriðja á +13 og Berglind Björnsdóttir úr GR varð þriðja á +14. Síðustu tvær vikur hafa verið góðar hjá Guðrúnu Brá sem sigraði í einstaklingskeppninni á Smáþjóðaleikunum fyrir viku síðan. „Það eru æfingarnar á undanförnum vikum sem eru að skila sér og ég stefni á að halda áfram á sömu braut,“ bætti Guðrún Brá við en næstu tvö mót á Eimskipsmótaröðinni eru Íslandsmótið í holukeppni og sjálft Íslandsmótið.Staða efstu kylfinga í kvennaflokki: 1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 223 högg (73-77-73) + 7 2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 229 högg (78-75-76) +13 3. Berglind Björnsdóttir, GR 230 högg (81-74-75) + 14 4. Signý Arnórsdóttir, GK 232 högg (82-78-72) + 16 5. Ólöf María Einarsdóttir, GHD 236 högg (76-79-81) + 20 6. – 8. Saga Traustadóttir, GR 242 högg (81-84-77) + 26 6. – 8. Ingunn Einarsdóttir, GKG 242 högg (81-82-79)+ 26 6. – 8. Tinna Jóhannsdóttir, GK 242 högg (85-78-79) + 26
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira