Þórður: Var harðákveðinn í að gera betur í dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. júlí 2015 18:35 Þórður Rafn. Vísir/getty „Þetta var mjög góður hringur, ég var slakur í gær og ég var harðákveðinn í að gera betur í dag,“ sagði Þórður Rafn Gissurarson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sáttur við blaðamann eftir að hafa leikið á sex höggum undir pari á Íslandsmótinu í golfi í dag. „Ég lenti nokkrum sinnum í því að eiga eftir erfið pútt fyrir pari en ég náði alltaf að setja niður púttin og halda áfram þessu tempói sem var í spilamennskunni allan hringinn.“ Þórður jafnaði vallarmetið af hvítum teig í dag en hann var hæstánægður að hafa náð því. „Það er mjög gott, ég vissi af því og hver ætti það. Maggi Lár (innsk. blm. Magnús Lárusson, kylfingur úr GJÓ), félagi minn, sem átti metið einn sat í stúkunni þegar síðasta púttið datt. Það var gaman að sjá viðbrögðin hans.“ Þrátt fyrir spilamennskuna í dag var Þórður hógvær í svörum og minnti á að enn væru átján holur eftir. „Það eru átján holur eftir, ég verð bara að halda áfram á mínu striki og þetta er fljótt að breytast. Þeir geta skyndilega sótt að manni á sama tíma og maður getur misst taktinn á sömu holu svo ég verð að vera tilbúinn.“ Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Þetta var mjög góður hringur, ég var slakur í gær og ég var harðákveðinn í að gera betur í dag,“ sagði Þórður Rafn Gissurarson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sáttur við blaðamann eftir að hafa leikið á sex höggum undir pari á Íslandsmótinu í golfi í dag. „Ég lenti nokkrum sinnum í því að eiga eftir erfið pútt fyrir pari en ég náði alltaf að setja niður púttin og halda áfram þessu tempói sem var í spilamennskunni allan hringinn.“ Þórður jafnaði vallarmetið af hvítum teig í dag en hann var hæstánægður að hafa náð því. „Það er mjög gott, ég vissi af því og hver ætti það. Maggi Lár (innsk. blm. Magnús Lárusson, kylfingur úr GJÓ), félagi minn, sem átti metið einn sat í stúkunni þegar síðasta púttið datt. Það var gaman að sjá viðbrögðin hans.“ Þrátt fyrir spilamennskuna í dag var Þórður hógvær í svörum og minnti á að enn væru átján holur eftir. „Það eru átján holur eftir, ég verð bara að halda áfram á mínu striki og þetta er fljótt að breytast. Þeir geta skyndilega sótt að manni á sama tíma og maður getur misst taktinn á sömu holu svo ég verð að vera tilbúinn.“
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira