Haraldur og Guðmundur komust í gegnum niðurskurðinn í Slóvakíu Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. ágúst 2015 19:00 Haraldur Franklín. Vísir/Stefán Haraldur Franklín Magnússon og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingar úr Golfklúbbi Reykjavíkur, náðu ekki að fylgja eftir góðu gengi fyrstu tvo dagana á Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi í Slóvakíu í dag. Guðmundur Ágúst sem var í öðru sæti fyrir daginn lék á tveimur höggum yfir pari og féll niður í 29. sæti en í 23. sæti situr Haraldur Franklín eftir að hafa leikið á tveimur höggum undir pari í dag. Guðmundur sem lék afbragðs golf á degi tvö lék fyrri níu holur dagsins á pari og var alls á tólf höggum undir pari. Hann virtist ætla að byrja seinni níu holurnar vel þegar hann krækti í fugl á tíundu brautinni en á næstu fjóru holum komu þrír skollar. Guðmundi tókst að leika síðustu fjórar holurnar á pari en hann lauk leik á tíu höggum undir pari,átta höggum á eftir Gary Hurley sem leiðir eftir þrjá keppnishringi. Haraldur Franklín lék frábært golf á fyrri níu holum dagsins en tókst ekki að fylgja því eftir á seinni níu holum vallarins. Haraldur hóf leik á tveimur fuglum á fyrstu tveimur holum vallarins en missti síðan högg þegar hann fékk skolla á fjórðu brautinni. Honum tókst að krækja í tvo fugla til viðbótar á fyrri níu holum vallarins en fylgdi því eftir með skolla á tíundu brautinni. Eftir það komu eintóm pör og lauk Haraldur leik á tveimur höggum undir pari en hann er alls á ellefu höggum undir pari.Íslensku kylfingarnir í Slóvakíu.Mynd/GSÍmyndir.netAxel Bóasson, Íslandsmeistarinn í holukeppni úr Golfklúbbnum Keili lék á pari í dag en honum tókst ekki að vinna upp töpuð högg gærdagsins. Axel sem var í 20. sæti eftir fyrsta dag á fjórum höggum undir pari lék á þremur höggum yfir pari í gær og missti fyrir vikið af niðurskurðinum. Axel fékk sex fugla á hringnum, tvo skolla og tvo skramba og var fimm höggum frá því að komast í gegn um niðurskurðinn. Félagi hans úr Golfklúbbnum Keili, Gísli Sveinbergsson, lék á tveimur höggum undir pari en hann nældi í örn á elleftu holu vallarins. Fékk hann einnig fimm fugla á hringnum ásamt því að fá einn skolla og tvo skramba. Andra Björnssyni úr Golfklúbbi Reykjavíkur tókst að laga skor sitt en hann fékk þrjá fugla og tvo skolla á hringnum og lauk leik á einu höggi undir pari. Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness lauk leik á tveimur höggum undir pari og alls fjórtán höggum undir pari. Golf Tengdar fréttir Guðmundur Ágúst blandaði sér í toppbaráttuna á Evrópumeistaramóti áhugamanna Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék frábært golf á Evrópumeistaramóti áhugamanna í Slóvakíu í dag en hann og Haraldur Franklín komust í gegn um niðurskurðinn á mótinu. Fjórir íslenskir kylfingar luku leik í dag. 6. ágúst 2015 17:45 Þurfa að halda einbeitingunni Landsliðsþjálfarinn í golfi var ánægður með spilamennsku Haralds, Axels og Guðmundar á fyrsta degi Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi í Slóvakíu. 6. ágúst 2015 06:00 Íslensku kylfingarnir fara vel af stað í Slóvakíu Þrír íslenskir kylfingar eru meðal tuttugu efstu eftir fyrsta dag á Evrópumeistaramóti áhugamanna sem fer fram í Slóvakíu þessa dagana. 5. ágúst 2015 18:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Haraldur Franklín Magnússon og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingar úr Golfklúbbi Reykjavíkur, náðu ekki að fylgja eftir góðu gengi fyrstu tvo dagana á Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi í Slóvakíu í dag. Guðmundur Ágúst sem var í öðru sæti fyrir daginn lék á tveimur höggum yfir pari og féll niður í 29. sæti en í 23. sæti situr Haraldur Franklín eftir að hafa leikið á tveimur höggum undir pari í dag. Guðmundur sem lék afbragðs golf á degi tvö lék fyrri níu holur dagsins á pari og var alls á tólf höggum undir pari. Hann virtist ætla að byrja seinni níu holurnar vel þegar hann krækti í fugl á tíundu brautinni en á næstu fjóru holum komu þrír skollar. Guðmundi tókst að leika síðustu fjórar holurnar á pari en hann lauk leik á tíu höggum undir pari,átta höggum á eftir Gary Hurley sem leiðir eftir þrjá keppnishringi. Haraldur Franklín lék frábært golf á fyrri níu holum dagsins en tókst ekki að fylgja því eftir á seinni níu holum vallarins. Haraldur hóf leik á tveimur fuglum á fyrstu tveimur holum vallarins en missti síðan högg þegar hann fékk skolla á fjórðu brautinni. Honum tókst að krækja í tvo fugla til viðbótar á fyrri níu holum vallarins en fylgdi því eftir með skolla á tíundu brautinni. Eftir það komu eintóm pör og lauk Haraldur leik á tveimur höggum undir pari en hann er alls á ellefu höggum undir pari.Íslensku kylfingarnir í Slóvakíu.Mynd/GSÍmyndir.netAxel Bóasson, Íslandsmeistarinn í holukeppni úr Golfklúbbnum Keili lék á pari í dag en honum tókst ekki að vinna upp töpuð högg gærdagsins. Axel sem var í 20. sæti eftir fyrsta dag á fjórum höggum undir pari lék á þremur höggum yfir pari í gær og missti fyrir vikið af niðurskurðinum. Axel fékk sex fugla á hringnum, tvo skolla og tvo skramba og var fimm höggum frá því að komast í gegn um niðurskurðinn. Félagi hans úr Golfklúbbnum Keili, Gísli Sveinbergsson, lék á tveimur höggum undir pari en hann nældi í örn á elleftu holu vallarins. Fékk hann einnig fimm fugla á hringnum ásamt því að fá einn skolla og tvo skramba. Andra Björnssyni úr Golfklúbbi Reykjavíkur tókst að laga skor sitt en hann fékk þrjá fugla og tvo skolla á hringnum og lauk leik á einu höggi undir pari. Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness lauk leik á tveimur höggum undir pari og alls fjórtán höggum undir pari.
Golf Tengdar fréttir Guðmundur Ágúst blandaði sér í toppbaráttuna á Evrópumeistaramóti áhugamanna Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék frábært golf á Evrópumeistaramóti áhugamanna í Slóvakíu í dag en hann og Haraldur Franklín komust í gegn um niðurskurðinn á mótinu. Fjórir íslenskir kylfingar luku leik í dag. 6. ágúst 2015 17:45 Þurfa að halda einbeitingunni Landsliðsþjálfarinn í golfi var ánægður með spilamennsku Haralds, Axels og Guðmundar á fyrsta degi Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi í Slóvakíu. 6. ágúst 2015 06:00 Íslensku kylfingarnir fara vel af stað í Slóvakíu Þrír íslenskir kylfingar eru meðal tuttugu efstu eftir fyrsta dag á Evrópumeistaramóti áhugamanna sem fer fram í Slóvakíu þessa dagana. 5. ágúst 2015 18:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðmundur Ágúst blandaði sér í toppbaráttuna á Evrópumeistaramóti áhugamanna Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék frábært golf á Evrópumeistaramóti áhugamanna í Slóvakíu í dag en hann og Haraldur Franklín komust í gegn um niðurskurðinn á mótinu. Fjórir íslenskir kylfingar luku leik í dag. 6. ágúst 2015 17:45
Þurfa að halda einbeitingunni Landsliðsþjálfarinn í golfi var ánægður með spilamennsku Haralds, Axels og Guðmundar á fyrsta degi Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi í Slóvakíu. 6. ágúst 2015 06:00
Íslensku kylfingarnir fara vel af stað í Slóvakíu Þrír íslenskir kylfingar eru meðal tuttugu efstu eftir fyrsta dag á Evrópumeistaramóti áhugamanna sem fer fram í Slóvakíu þessa dagana. 5. ágúst 2015 18:00