Dustin Johnson lék best allra á fyrsta hring á Whistling Straits Kári Örn Hinriksson skrifar 13. ágúst 2015 23:45 Dustin Johnson og Jason Day voru í góðu skapi í dag. Getty Þeir kylfingar sem fóru út snemma á fyrsta hring á PGA-meistaramótinu höfðu heppnina með sér en aðstæður á Whistling Straits vellinum voru mjög mismunandi í dag. Völlurinn var mjúkur og lítill vindur fyrri partinn af deginum og það nýttu margir sér, meðal annars Dustin Johnson sem leiðir eftir fyrsta hring upp á 66 högg eða sex undir pari. Margir aðrir sterkir kylfingar nýttu aðstæður vel og enduðu á 68 höggum eða fjórum undir pari en þar má helst nefna Jason Day og Matt Kuchar.Tiger Woods nýtti sér þó ekki aðstæðurnar og lék á 75 eða þremur yfir pari en hann átti í miklum vandræðum með pútterinn. Tveir bestu kylfingar heims, Jordan Spieth og Rory McIlroy hófu síðan leik eftir hádegi en þá hafði bætt mikið í vindinn og flatirnar orðnar harðar og erfiðar viðureignar. Þeim tókst þó að halda sér í baráttunni en þeir léku báðir á 71 höggi eða einu undir pari. Þá sýndi Svíinn David Lingmerth frábæra takta í vindinum seinni partinn og lék á 67 höggum eða fimm undir pari en hann er í öðru sæti á eftir Dustin Johnson. Bein útsending á Golfstöðinni frá öðrum hring hefst klukkan 18:00 á morgun. Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þeir kylfingar sem fóru út snemma á fyrsta hring á PGA-meistaramótinu höfðu heppnina með sér en aðstæður á Whistling Straits vellinum voru mjög mismunandi í dag. Völlurinn var mjúkur og lítill vindur fyrri partinn af deginum og það nýttu margir sér, meðal annars Dustin Johnson sem leiðir eftir fyrsta hring upp á 66 högg eða sex undir pari. Margir aðrir sterkir kylfingar nýttu aðstæður vel og enduðu á 68 höggum eða fjórum undir pari en þar má helst nefna Jason Day og Matt Kuchar.Tiger Woods nýtti sér þó ekki aðstæðurnar og lék á 75 eða þremur yfir pari en hann átti í miklum vandræðum með pútterinn. Tveir bestu kylfingar heims, Jordan Spieth og Rory McIlroy hófu síðan leik eftir hádegi en þá hafði bætt mikið í vindinn og flatirnar orðnar harðar og erfiðar viðureignar. Þeim tókst þó að halda sér í baráttunni en þeir léku báðir á 71 höggi eða einu undir pari. Þá sýndi Svíinn David Lingmerth frábæra takta í vindinum seinni partinn og lék á 67 höggum eða fimm undir pari en hann er í öðru sæti á eftir Dustin Johnson. Bein útsending á Golfstöðinni frá öðrum hring hefst klukkan 18:00 á morgun.
Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira