Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland U21 - Norður-Írland U21 1-1 | Sjáðu mörkin Kristinn Páll Teitsson á Fylkisvelli skrifar 8. september 2015 19:30 vísir/stefán Íslenska landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs aldri nældi aðeins í eitt stig í 1-1 jafntefli gegn Norður-Írlandi á Fylkisvelli í kvöld.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Íslenska liðið hafði undirtökin í leiknum en gekk illa að skapa sér marktækifæri í erfiðum aðstæðum. Ísland sat í toppsæti riðilsins með fullt hús stiga eftir tvo leiki á meðan Norður-Írland var stigalaust eftir tap gegn Skotlandi. Hefur íslenska liðið farið vel af stað en liðið fylgdi eftir 3-0 sigri á Makedóníu með 3-2 sigri á Frakklandi á laugardaginn. Norður-Írarnir fengu sannkallaða draumabyrjun en þeir komust yfir þegar rúmlega mínúta var búin af fyrri hálfleik. Skallaði þá Ryan Johnson hornspyrnu Darren McKnight í netið af stuttu færi, óverjandi fyrir Frederik Schram í marki íslenska liðsins. Eftir markið færði norður-írska liðið sig aftar á völlinn og íslenska liðið náði tökum á leiknum. Kom eina ógn Norður-Íranna úr hornspyrnum en annars buðu leikmenn liðsins ekki upp á mikla sóknartilburði. Elías Már Ómarsson fékk góð færi í fyrri hálfeik, annað þegar hann komst framhjá markmanni gestanna og reyndi skot af 25 metra færi í autt netið þrátt fyrir að vera með Aron Elís Þrándarson með sér í betri stöðu. Þá fékk Elías fínt færi þegar hann reyndi skot úr þröngu færi en Brennan Conor varði vel og örfáum sekúndum síðar var hreinsað á línu eftir góða fyrirgjöf Elíasar. Aron Elís náði að jafna metin átta mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks með laglegu skoti. Vann hann boltann á vallarhelmingi Norður-Íranna, keyrði inn að vítateig og setti boltann í fjærhornið framhjá Conor í markinu. Lúmskt skot en verðskuldað jöfnunarmark eftir að íslenska liðið hafði ógnað töluvert undir lok fyrri hálfleiks. Stuttu síðar var flautað til hálfleiks en í seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum. Virtist það ekki henta íslenska liðinu betur að spila með vindinn í bakið. Norður-Írarnir sátu aftarlega á vellinum og beittu skyndisóknum sem sköpuðu nokkur álitleg færi. Fékk Mikhail Kennedy það besta er hann komst inn fyrir vörn íslenska liðsins og reyndi skot úr þröngu færi sem Frederik náði að verja í horn. Íslenska liðinu tókst illa að skapa sér færi í seinni hálfleik en hættulegustu tilraun seinni hálfleiks átti Elías Már er skot hans fyrir utan vítateiginn fór hárfínt framhjá. Reyndu þeir að færa sig framar á völlinn síðustu tíu mínútur leiksins eftir sóknarsinnaðar skiptingar en þrátt fyrir það tókst liðinu ekki að skapa sér almennileg færi og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Fyrir fram voru leikirnir við Norður-Írland taldir auðveldustu leikirnir og má því líta á þetta sem tvö töpuð stig fyrir íslenska liðið í von um sæti á EM í Póllandi. Besti maður íslenska liðsins í dag var Aron Elís en aðrir leikmenn íslenska liðsins náðu sér ekki á strik í sóknarleiknum. Varnarlína liðsins hélt vel allan leikinn en öll bestu tækifæri Norður-Íranna komu úr hornspyrnur.Oliver: Kæruleysi sem kostar okkur þrjú stig í dag „Þetta eru tvö töpuð stig, engin spurning. Það var eitthvað kæruleysi í okkur í dag sem kostar okkur þrjú stig að mínu mati,“ sagði Oliver Sigurjónsson, fyrirliði íslenska landsliðsins skipað undir 21 árs leikmönnum, eftir 1-1 jafntefli gegn Norður-Írlandi í dag. „Við börðumst ágætlega en að fá á sig mark úr föstu leikatriði á fyrstu mínútu leiksins er ekki í lagi. Ef menn eru ekki klárir frá fyrstu mínútu þá getur það bitnað á okkur undir lok leiks.“ Oliver var fúll að íslenska liðinu tókst ekki að nýta þau færi sem liðið skapaði sér í fyrri hálfleik. „Við fengum færi til þess að klára leikinn en við nýttum þau því miður ekki í dag. Íslensk lið verða að nýta sín færi til þess að safna stigum í landsleikjum. Við þurfum líka að vera fljótari að spila boltanum og taka betri ákvarðanir.“ Fannst honum gestirnir frá Norður-Írlandi komast nær því að skora sigurmarkið í seinni hálfleik. „Þeir voru búnir að leikgreina okkur vel og voru hættulegir úr föstum leikatriðum og skyndisóknum. Við áttum ekki toppleik í dag en við horfum bara fram á við eftir þetta. Stig er betra en ekkert en ég hefði viljað þrjú stig.“Eyjólfur: Slagveðrið virtist henta þeim betur „Tilfinningin er blendin, við fengum góð færri í fyrri hálfleik til að klára leikinn,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins, svekktur eftir leikinn. „Þetta eru líklegast sanngjörn úrslit að leiknum loknum, við vorum undir í baráttunni og þetta slagveður virtist henta þeim betur. Þeir unnu flest öll einvígin inn á vellinum.“ Eyjólfur var ánægður með það hvernig leikmenn hans brugðust við marki Norður-Íranna sem kom á upphafsmínútu leiksins. „Það var ákveðið áfall fyrir okkur en við komum til baka og fengum færi. Við fengum nokkur tækifæri til að komast í 2-1 en í seinni hálfleik varð þetta bara djöflagangur allan hálfleikinn.“ Eyjólfur kunni ekki skýringu á því afhverju leikur liðsins hrundi í seinni hálfleik en hann sagði aðstæðurnar hafa haft mikil áhrif. „Það jafn erfitt að spila undan vindi og gegn vindi en þetta voru erfiðar aðstæður, þungur og blautur völlur og mikið rok. Þeir höfðu betur í baráttunni en við héldum haus og lokuðum á flestar sóknir þeirra.“ Eyjólfur sagði að leikskipulag gestanna hefði ekki komið sér á óvart. „Við vorum með litlar upplýsingar, einn leik gegn Skotlandi og þeir gerðu fjórar breytingar. Við vissum að við værum betri á bolta en við vissum að þeir myndu berjast og hlaupa allan leikinn. Þetta var týpískt Norður-írskt lið, það er alltaf eldmóður í þeim og það er allt lagt í hvert einvígi.“Aron Elís: Lentum undir í baráttunni „Við erum hundfúlir, ekki bara með stigið heldur með eigin frammistöðu,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, framherji íslenska liðsins, hreinskilinn eftir leik. „Við vorum alveg hreint út sagt hrikalega slappir, sérstaklega í seinni hálfleik og að mínu mati eru þetta tvö töpuð stig.“ Íslenska liðinu tókst verðskuldað að jafna undir lok fyrri hálfleiks en leikur liðsins féll niður í þeim seinni. „Það var mikilvægt að ná því marki. Við fengum góð færi í fyrri hálfleik en okkur tókst varla að skapa okkur færi í seinni hálfleik og þeir voru nærri því að stela sigrinum ef eitthvað er.“ Aron sagði að íslenska liðið hefði orðið undir í baráttunni. „Þeir eru með mjög sterkt lið líkamlega og börðust í dag. Við lentum svolítið undir í þeirri baráttu eins og sást á vellinum en þessi leikur er búinn og við þurfum að einbeita okkur að næsta verkefni.“Norður-Írar komast í 0-1: Aron Elís Þrándarson jafnar í 1-1: vísir/stefán Íslenski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Sjá meira
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs aldri nældi aðeins í eitt stig í 1-1 jafntefli gegn Norður-Írlandi á Fylkisvelli í kvöld.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Íslenska liðið hafði undirtökin í leiknum en gekk illa að skapa sér marktækifæri í erfiðum aðstæðum. Ísland sat í toppsæti riðilsins með fullt hús stiga eftir tvo leiki á meðan Norður-Írland var stigalaust eftir tap gegn Skotlandi. Hefur íslenska liðið farið vel af stað en liðið fylgdi eftir 3-0 sigri á Makedóníu með 3-2 sigri á Frakklandi á laugardaginn. Norður-Írarnir fengu sannkallaða draumabyrjun en þeir komust yfir þegar rúmlega mínúta var búin af fyrri hálfleik. Skallaði þá Ryan Johnson hornspyrnu Darren McKnight í netið af stuttu færi, óverjandi fyrir Frederik Schram í marki íslenska liðsins. Eftir markið færði norður-írska liðið sig aftar á völlinn og íslenska liðið náði tökum á leiknum. Kom eina ógn Norður-Íranna úr hornspyrnum en annars buðu leikmenn liðsins ekki upp á mikla sóknartilburði. Elías Már Ómarsson fékk góð færi í fyrri hálfeik, annað þegar hann komst framhjá markmanni gestanna og reyndi skot af 25 metra færi í autt netið þrátt fyrir að vera með Aron Elís Þrándarson með sér í betri stöðu. Þá fékk Elías fínt færi þegar hann reyndi skot úr þröngu færi en Brennan Conor varði vel og örfáum sekúndum síðar var hreinsað á línu eftir góða fyrirgjöf Elíasar. Aron Elís náði að jafna metin átta mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks með laglegu skoti. Vann hann boltann á vallarhelmingi Norður-Íranna, keyrði inn að vítateig og setti boltann í fjærhornið framhjá Conor í markinu. Lúmskt skot en verðskuldað jöfnunarmark eftir að íslenska liðið hafði ógnað töluvert undir lok fyrri hálfleiks. Stuttu síðar var flautað til hálfleiks en í seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum. Virtist það ekki henta íslenska liðinu betur að spila með vindinn í bakið. Norður-Írarnir sátu aftarlega á vellinum og beittu skyndisóknum sem sköpuðu nokkur álitleg færi. Fékk Mikhail Kennedy það besta er hann komst inn fyrir vörn íslenska liðsins og reyndi skot úr þröngu færi sem Frederik náði að verja í horn. Íslenska liðinu tókst illa að skapa sér færi í seinni hálfleik en hættulegustu tilraun seinni hálfleiks átti Elías Már er skot hans fyrir utan vítateiginn fór hárfínt framhjá. Reyndu þeir að færa sig framar á völlinn síðustu tíu mínútur leiksins eftir sóknarsinnaðar skiptingar en þrátt fyrir það tókst liðinu ekki að skapa sér almennileg færi og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Fyrir fram voru leikirnir við Norður-Írland taldir auðveldustu leikirnir og má því líta á þetta sem tvö töpuð stig fyrir íslenska liðið í von um sæti á EM í Póllandi. Besti maður íslenska liðsins í dag var Aron Elís en aðrir leikmenn íslenska liðsins náðu sér ekki á strik í sóknarleiknum. Varnarlína liðsins hélt vel allan leikinn en öll bestu tækifæri Norður-Íranna komu úr hornspyrnur.Oliver: Kæruleysi sem kostar okkur þrjú stig í dag „Þetta eru tvö töpuð stig, engin spurning. Það var eitthvað kæruleysi í okkur í dag sem kostar okkur þrjú stig að mínu mati,“ sagði Oliver Sigurjónsson, fyrirliði íslenska landsliðsins skipað undir 21 árs leikmönnum, eftir 1-1 jafntefli gegn Norður-Írlandi í dag. „Við börðumst ágætlega en að fá á sig mark úr föstu leikatriði á fyrstu mínútu leiksins er ekki í lagi. Ef menn eru ekki klárir frá fyrstu mínútu þá getur það bitnað á okkur undir lok leiks.“ Oliver var fúll að íslenska liðinu tókst ekki að nýta þau færi sem liðið skapaði sér í fyrri hálfleik. „Við fengum færi til þess að klára leikinn en við nýttum þau því miður ekki í dag. Íslensk lið verða að nýta sín færi til þess að safna stigum í landsleikjum. Við þurfum líka að vera fljótari að spila boltanum og taka betri ákvarðanir.“ Fannst honum gestirnir frá Norður-Írlandi komast nær því að skora sigurmarkið í seinni hálfleik. „Þeir voru búnir að leikgreina okkur vel og voru hættulegir úr föstum leikatriðum og skyndisóknum. Við áttum ekki toppleik í dag en við horfum bara fram á við eftir þetta. Stig er betra en ekkert en ég hefði viljað þrjú stig.“Eyjólfur: Slagveðrið virtist henta þeim betur „Tilfinningin er blendin, við fengum góð færri í fyrri hálfleik til að klára leikinn,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins, svekktur eftir leikinn. „Þetta eru líklegast sanngjörn úrslit að leiknum loknum, við vorum undir í baráttunni og þetta slagveður virtist henta þeim betur. Þeir unnu flest öll einvígin inn á vellinum.“ Eyjólfur var ánægður með það hvernig leikmenn hans brugðust við marki Norður-Íranna sem kom á upphafsmínútu leiksins. „Það var ákveðið áfall fyrir okkur en við komum til baka og fengum færi. Við fengum nokkur tækifæri til að komast í 2-1 en í seinni hálfleik varð þetta bara djöflagangur allan hálfleikinn.“ Eyjólfur kunni ekki skýringu á því afhverju leikur liðsins hrundi í seinni hálfleik en hann sagði aðstæðurnar hafa haft mikil áhrif. „Það jafn erfitt að spila undan vindi og gegn vindi en þetta voru erfiðar aðstæður, þungur og blautur völlur og mikið rok. Þeir höfðu betur í baráttunni en við héldum haus og lokuðum á flestar sóknir þeirra.“ Eyjólfur sagði að leikskipulag gestanna hefði ekki komið sér á óvart. „Við vorum með litlar upplýsingar, einn leik gegn Skotlandi og þeir gerðu fjórar breytingar. Við vissum að við værum betri á bolta en við vissum að þeir myndu berjast og hlaupa allan leikinn. Þetta var týpískt Norður-írskt lið, það er alltaf eldmóður í þeim og það er allt lagt í hvert einvígi.“Aron Elís: Lentum undir í baráttunni „Við erum hundfúlir, ekki bara með stigið heldur með eigin frammistöðu,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, framherji íslenska liðsins, hreinskilinn eftir leik. „Við vorum alveg hreint út sagt hrikalega slappir, sérstaklega í seinni hálfleik og að mínu mati eru þetta tvö töpuð stig.“ Íslenska liðinu tókst verðskuldað að jafna undir lok fyrri hálfleiks en leikur liðsins féll niður í þeim seinni. „Það var mikilvægt að ná því marki. Við fengum góð færi í fyrri hálfleik en okkur tókst varla að skapa okkur færi í seinni hálfleik og þeir voru nærri því að stela sigrinum ef eitthvað er.“ Aron sagði að íslenska liðið hefði orðið undir í baráttunni. „Þeir eru með mjög sterkt lið líkamlega og börðust í dag. Við lentum svolítið undir í þeirri baráttu eins og sást á vellinum en þessi leikur er búinn og við þurfum að einbeita okkur að næsta verkefni.“Norður-Írar komast í 0-1: Aron Elís Þrándarson jafnar í 1-1: vísir/stefán
Íslenski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Sjá meira