Sætur sigur eftir erfitt tímabil Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. október 2015 07:00 Sara Björk Gunnarsdóttir varð meistari í Svíþjóð í fjórða sinn á fimm árum um helgina. Vísir/Getty Ísland eignaðist tvo landsmeistara í knattspyrnu um helgina þegar landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Rosengård í Svíþjóð, og Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Lilleström í Noregi, urðu meistarar með sínum liðum. Liðin fóru ólíkar leiðir að titlunum. Lilleström hafði mikla yfirburði í norsku deildinni allt tímabilið og tryggði sér titilinn með 4-1 sigri á Arna-Björnar í gær þó svo að tveimur umferðum sé enn ólokið. Rosengård þurfti hins vegar á sigri að halda í lokaumferðinni í Svíþjóð í gær eftir harða baráttu við Eskilstuna í toppbaráttunni. Sara Björk og félagar stóðust prófraunina með glans en Rosengård vann öruggan sigur á Linköping, 5-0, og endaði með einu stigi meira en Eskilstuna.Erfiðasta tímabilið mitt „Þetta er gríðarlega sætt,“ sagði Sara Björk við Fréttablaðið í gær. „Ekki síst þar sem tímabilið hefur verið erfitt. En að lokum sýndum við hversu góðar við erum með því að klára tímabilið með 5-0 sigri á sterku liði Linköping. Við náðum að sýna úr hverju við erum gerðar.“ Það gekk á ýmsu hjá Rosengård í sumar. Félagið missti þjálfara sinn vegna veikinda og fékk nýjan í byrjun ágústmánaðar. Þá urðu nokkrar breytingar á leikmannahópi liðsins og Rosengård missti „heimsklassa“ leikmenn eins og Sara segir sjálf. „Það tók tíma að aðlagast nýjum leikmönnum og nýjum þjálfara og að því leyti var þetta tímabil eitt það erfiðasta síðan ég kom. En það gerir titilinn enn sætari fyrir vikið.“Samningslaus næsta sumar Sara Björk hefur á sínum fimm árum í Malmö fjórum sinnum orðið meistari en samningur hennar við Rosengård rennur út næsta sumar. Hún hefur rætt framhaldið lítillega við forráðamenn félagsins. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin. Mér líður afar vel í Malmö og það væri erfitt að fara. Það verður að koma í ljós næsta sumar hvort ég tel mig þurfa nýja áskorun,“ segir Sara Björk.Guðbjörg Gunnarsdóttir.Vísir/GettyVið vorum langbestar Guðbjörg segir að það hafi verið ljóst fyrir nokkru í hvað stefndi hvað titilbaráttuna varðar. „En við vildum sýna að við værum langbestar og við gerðum það. Það er skrýtið að klára titilinn þegar það eru enn tvær umferðir eftir en það þýðir þá að við getum einbeitt okkur að leikjunum í Meistaradeildinni enn frekar,“ segir hún. Rosengård og Lilleström eru bæði komin í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Dregið verður í dag og gætu Íslendingaliðin tvö dregist saman. Guðbjörg hefur þó lítið spáð í því en hún er fyrst og fremst ánægð með hversu vel henni og liðinu öllu hefur gengið í sumar. „Þetta er án efa mitt besta tímabil eftir að ég flutti út,“ segir Guðbjörg sem hefur spilað með Djurgården í Svíþjóð, Avaldsnes í Noregi og Turbine Potsdam í Þýskalandi. „Við slógum met í upphafi tímabils með því að halda hreinu í fyrstu níu leikjunum okkar, komumst í úrslitaleik bikarsins og í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það er einn titill kominn en vonandi fleiri á leiðinni.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Sjá meira
Ísland eignaðist tvo landsmeistara í knattspyrnu um helgina þegar landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Rosengård í Svíþjóð, og Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Lilleström í Noregi, urðu meistarar með sínum liðum. Liðin fóru ólíkar leiðir að titlunum. Lilleström hafði mikla yfirburði í norsku deildinni allt tímabilið og tryggði sér titilinn með 4-1 sigri á Arna-Björnar í gær þó svo að tveimur umferðum sé enn ólokið. Rosengård þurfti hins vegar á sigri að halda í lokaumferðinni í Svíþjóð í gær eftir harða baráttu við Eskilstuna í toppbaráttunni. Sara Björk og félagar stóðust prófraunina með glans en Rosengård vann öruggan sigur á Linköping, 5-0, og endaði með einu stigi meira en Eskilstuna.Erfiðasta tímabilið mitt „Þetta er gríðarlega sætt,“ sagði Sara Björk við Fréttablaðið í gær. „Ekki síst þar sem tímabilið hefur verið erfitt. En að lokum sýndum við hversu góðar við erum með því að klára tímabilið með 5-0 sigri á sterku liði Linköping. Við náðum að sýna úr hverju við erum gerðar.“ Það gekk á ýmsu hjá Rosengård í sumar. Félagið missti þjálfara sinn vegna veikinda og fékk nýjan í byrjun ágústmánaðar. Þá urðu nokkrar breytingar á leikmannahópi liðsins og Rosengård missti „heimsklassa“ leikmenn eins og Sara segir sjálf. „Það tók tíma að aðlagast nýjum leikmönnum og nýjum þjálfara og að því leyti var þetta tímabil eitt það erfiðasta síðan ég kom. En það gerir titilinn enn sætari fyrir vikið.“Samningslaus næsta sumar Sara Björk hefur á sínum fimm árum í Malmö fjórum sinnum orðið meistari en samningur hennar við Rosengård rennur út næsta sumar. Hún hefur rætt framhaldið lítillega við forráðamenn félagsins. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin. Mér líður afar vel í Malmö og það væri erfitt að fara. Það verður að koma í ljós næsta sumar hvort ég tel mig þurfa nýja áskorun,“ segir Sara Björk.Guðbjörg Gunnarsdóttir.Vísir/GettyVið vorum langbestar Guðbjörg segir að það hafi verið ljóst fyrir nokkru í hvað stefndi hvað titilbaráttuna varðar. „En við vildum sýna að við værum langbestar og við gerðum það. Það er skrýtið að klára titilinn þegar það eru enn tvær umferðir eftir en það þýðir þá að við getum einbeitt okkur að leikjunum í Meistaradeildinni enn frekar,“ segir hún. Rosengård og Lilleström eru bæði komin í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Dregið verður í dag og gætu Íslendingaliðin tvö dregist saman. Guðbjörg hefur þó lítið spáð í því en hún er fyrst og fremst ánægð með hversu vel henni og liðinu öllu hefur gengið í sumar. „Þetta er án efa mitt besta tímabil eftir að ég flutti út,“ segir Guðbjörg sem hefur spilað með Djurgården í Svíþjóð, Avaldsnes í Noregi og Turbine Potsdam í Þýskalandi. „Við slógum met í upphafi tímabils með því að halda hreinu í fyrstu níu leikjunum okkar, komumst í úrslitaleik bikarsins og í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það er einn titill kominn en vonandi fleiri á leiðinni.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Sjá meira