Freyr: Leikmenn okkar eiga meiri virðingu skilið en þetta Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. október 2015 14:06 Freyr Alexandersson. vísir/vilhelm „Ég er sáttur að ná að klára þetta,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Vísi um 4-0 sigurinn á Makedóníu í undankeppni EM 2017 í dag. Íslensku stelpurnar skoruðu mörkin fjögur á fyrsta hálftímanum á rennblautum vellinum í Skopje sem var líkari vatnaveröld en fótboltavelli. „Ég hef ekki stýrt leik við erfiðari aðstæður. Vallaraðstæður voru rosalegar og grasið sjálft hræðilegt. Við þurfum að breyta leikáætlun okkar,“ segir Freyr. „Við viljum reyna að halda aðeins í boltann og ná upp tempó og hröðum sendignum en við fórum bara í að koma honum beina leið fram og refsa á síðasta þriðjungi vallarins. Það var það eina sem var í goði.“Kvennaboltinn sumstaðar ekki kominn lengra en þetta Landsliðsþjálfarinn var eðlilega mjög ósáttur við vallaraðstæður í dag, en pollar voru úti um allt á vellinum og stoppaði boltinn oft þegar reynt var að senda hann á milli manna. „Ég spyr mig að því hvort þessi leikur hefði hreinlega farið fram í karlafótbolta. Völlurinn drenaði ekki neitt og menn reyndu ekki einu sinni að skafa mestu pollana af vellinum. Því miður er kvennafótboltinn sumstaðar ekki kominn lengra en þetta“ segir Freyr ósáttur. „Það er klárt að Guðrún Inga [Sívertsen, varaformaður KSí] og Klara [Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ] fara í þetta mál og ég treysti þeim fyrir því. Okkar stelpur eiga meiri virðingu skilið en þetta.“Ekki vallarklukka á vellinum Freyr var samt ánægður með hvernig stelpurnar okkar tækluðu verkefnið. „Miðað við allt fannst mér flott hvernig stelpurnar nálguðust þetta með krafti. Þær sýndu flott viðhorf og kláruðu þetta bara í fyrri hálfleik. Þær létu þetta ekkert pirra sig,“ segir Freyr, en það var ekki einu sinni vallarklukka á vellinum. „Ég var bara með úr á höndinni og þurfti að garga hvað var mikið búið. Þetta er náttúrlega ekki hægt, segir Freyr. Þjálfarinn segist sáttur með að allir leikmennirnir sluppu heilir og án guls spjalds frá leiknum, en hann vildi sjá fleiri mörk. „Ég er óánægður með færanýtinguna. Til að fara úr því að vera gott lið í frábært lið verðum við að nýta færin betur. Við þurfum að finna lausnir á þessu þannig það er bara vinna framundan fyrir leikinn gegn Slóveníu um helgina,“ segir Freyr Alexandersson. Íslenski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Sjá meira
„Ég er sáttur að ná að klára þetta,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Vísi um 4-0 sigurinn á Makedóníu í undankeppni EM 2017 í dag. Íslensku stelpurnar skoruðu mörkin fjögur á fyrsta hálftímanum á rennblautum vellinum í Skopje sem var líkari vatnaveröld en fótboltavelli. „Ég hef ekki stýrt leik við erfiðari aðstæður. Vallaraðstæður voru rosalegar og grasið sjálft hræðilegt. Við þurfum að breyta leikáætlun okkar,“ segir Freyr. „Við viljum reyna að halda aðeins í boltann og ná upp tempó og hröðum sendignum en við fórum bara í að koma honum beina leið fram og refsa á síðasta þriðjungi vallarins. Það var það eina sem var í goði.“Kvennaboltinn sumstaðar ekki kominn lengra en þetta Landsliðsþjálfarinn var eðlilega mjög ósáttur við vallaraðstæður í dag, en pollar voru úti um allt á vellinum og stoppaði boltinn oft þegar reynt var að senda hann á milli manna. „Ég spyr mig að því hvort þessi leikur hefði hreinlega farið fram í karlafótbolta. Völlurinn drenaði ekki neitt og menn reyndu ekki einu sinni að skafa mestu pollana af vellinum. Því miður er kvennafótboltinn sumstaðar ekki kominn lengra en þetta“ segir Freyr ósáttur. „Það er klárt að Guðrún Inga [Sívertsen, varaformaður KSí] og Klara [Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ] fara í þetta mál og ég treysti þeim fyrir því. Okkar stelpur eiga meiri virðingu skilið en þetta.“Ekki vallarklukka á vellinum Freyr var samt ánægður með hvernig stelpurnar okkar tækluðu verkefnið. „Miðað við allt fannst mér flott hvernig stelpurnar nálguðust þetta með krafti. Þær sýndu flott viðhorf og kláruðu þetta bara í fyrri hálfleik. Þær létu þetta ekkert pirra sig,“ segir Freyr, en það var ekki einu sinni vallarklukka á vellinum. „Ég var bara með úr á höndinni og þurfti að garga hvað var mikið búið. Þetta er náttúrlega ekki hægt, segir Freyr. Þjálfarinn segist sáttur með að allir leikmennirnir sluppu heilir og án guls spjalds frá leiknum, en hann vildi sjá fleiri mörk. „Ég er óánægður með færanýtinguna. Til að fara úr því að vera gott lið í frábært lið verðum við að nýta færin betur. Við þurfum að finna lausnir á þessu þannig það er bara vinna framundan fyrir leikinn gegn Slóveníu um helgina,“ segir Freyr Alexandersson.
Íslenski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Sjá meira