Spaugstofan er að rífa þakið af Þjóðleikhúsinu Jakob Bjarnar skrifar 24. nóvember 2015 16:09 Spaugstofumenn trylla lýðinn í Þjóðleikhúsinu; þeir eiga enn heilmikið inni hjá þjóðinni og þjóðin hjá þeim. Sýning Spaugstofunnar „Yfir til þín“ í Þjóðleikhúsinu hefur slegið í gegn svo um munar. Menn muna ekki aðra eins stemmningu og ríkir á sýningum þeirra Pálma Gestssonar, Karls Ágústs Úlfssonar, Sigurðar Sigurjónssonar, Randvers Þorlákssonar og Arnar Árnasonar. „Já, þetta er bara eins og á Bieber-tónleikum,“ segir Pálmi.Bieber? Þú meinar einsog á Stones-tónleikum? „Já, kannski frekar Stones-tónleikum. Ók,“ segir Pálmi í samtali við Vísi. Pálmi er í engu að ýkja, stemmningin á miðnætursýningum er mikil og syngja gestir hástöfum með eins og sjá má að meðfylgjandi vídeóklippu sem tekin var á einni sýningunni. Fullt er uppí rjáfur, og komast færri að en vilja.Pálmi frændi og félagar gjörsamlega að slá í gegn.Posted by Benedikt Sigurðsson on 21. nóvember 2015En, ef þú ert alveg hreinskilinn, menn bjuggust kannski ekki við þessum miklu og góðu viðtökum? „Jahh, við kannski, vissum svo sem ekkert alveg endilega hvernig þessu yrði tekið en það er greinilega meira en nóg eftir hjá þessum hópi manna.“ Pálmi segir að það gangi vel hjá Þjóðleikhúsinu núna, nóg á fjölunum og því eru sýningar Spaugstofunnar settar á sem ekki hafa þótt söluvænlegir tímar, eins og á miðvikudagskvöldum og svo miðnætursýningar. „Og það er bara alltaf fullt uppí rjáfur. Og við förum í lögreglufylgd út bakdyramegin. Spaugstofan has left the building,“ fíflast Pálmi.Rífandi stemning á SpaugstofunniSpaugstofan hefur svo sannarlega slegið í gegn í Þjóðleikhúsinu. Svona var stemningin á miðnætursýningu á Yfir til þín síðasta laugardagskvöld þar sem áhorfendur sungu fullum hálsi með þeim Spaugstofumönnum.Posted by Þjóðleikhúsið on 24. nóvember 2015En, hvernig má skýra þessi læti? Pálmi heldur að það sé einfaldlega alltaf pláss fyrir gott grín og góðan húmor. En, sýningin er einskonar kabarettsýning. „Já, við erum meira og minna allir aldir upp þarna í Þjóðleikhúsinu. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri hefur reynst okkur betri en enginn, okkur fannst við eiga heima þarna. Við erum allir leikhúsmenn, þetta er ekki bara einhvers konar þorrablótsskemmtun, þetta er sýning, það er rammi utan um þetta. Og nokkur klassísk atriði, og svo ný atriði í takti við líðandi stundu. Og svo er þetta afmælissýning; við ákváðum að við erum 30 ára þó kannski megi reikna það öðru vísi, þetta liggur einhvers staðar á 25 til 35 ára bilinu.“ Til stóð að sýna fram að jólum en viðtökurnar gefa tilefni til að taka upp þráðinn eftir áramót. „Já, það er brjáluð stemmning og við höfum ógurlega gaman að þessu sjálfir.“En, voruð þið ekki farnir að óttast að þið væruð sprungnir á limminu? Þetta væri búið? „Neineineinei, við vitum það sjálfir að það er nóg eftir í okkur og við eigum fullt erindi. En, við vissum auðvitað ekkert hvernig þessu yrði tekið. En, við eigum fullt erindi, menn á toppi síns ferlis; eigum heilmikið inni hjá þjóðinni og þjóðin á heilmikið inni hjá okkur,“ segir Pálmi Gestsson, kátur að vonum með ganginn í gamninu. Justin Bieber á Íslandi Menning Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Sýning Spaugstofunnar „Yfir til þín“ í Þjóðleikhúsinu hefur slegið í gegn svo um munar. Menn muna ekki aðra eins stemmningu og ríkir á sýningum þeirra Pálma Gestssonar, Karls Ágústs Úlfssonar, Sigurðar Sigurjónssonar, Randvers Þorlákssonar og Arnar Árnasonar. „Já, þetta er bara eins og á Bieber-tónleikum,“ segir Pálmi.Bieber? Þú meinar einsog á Stones-tónleikum? „Já, kannski frekar Stones-tónleikum. Ók,“ segir Pálmi í samtali við Vísi. Pálmi er í engu að ýkja, stemmningin á miðnætursýningum er mikil og syngja gestir hástöfum með eins og sjá má að meðfylgjandi vídeóklippu sem tekin var á einni sýningunni. Fullt er uppí rjáfur, og komast færri að en vilja.Pálmi frændi og félagar gjörsamlega að slá í gegn.Posted by Benedikt Sigurðsson on 21. nóvember 2015En, ef þú ert alveg hreinskilinn, menn bjuggust kannski ekki við þessum miklu og góðu viðtökum? „Jahh, við kannski, vissum svo sem ekkert alveg endilega hvernig þessu yrði tekið en það er greinilega meira en nóg eftir hjá þessum hópi manna.“ Pálmi segir að það gangi vel hjá Þjóðleikhúsinu núna, nóg á fjölunum og því eru sýningar Spaugstofunnar settar á sem ekki hafa þótt söluvænlegir tímar, eins og á miðvikudagskvöldum og svo miðnætursýningar. „Og það er bara alltaf fullt uppí rjáfur. Og við förum í lögreglufylgd út bakdyramegin. Spaugstofan has left the building,“ fíflast Pálmi.Rífandi stemning á SpaugstofunniSpaugstofan hefur svo sannarlega slegið í gegn í Þjóðleikhúsinu. Svona var stemningin á miðnætursýningu á Yfir til þín síðasta laugardagskvöld þar sem áhorfendur sungu fullum hálsi með þeim Spaugstofumönnum.Posted by Þjóðleikhúsið on 24. nóvember 2015En, hvernig má skýra þessi læti? Pálmi heldur að það sé einfaldlega alltaf pláss fyrir gott grín og góðan húmor. En, sýningin er einskonar kabarettsýning. „Já, við erum meira og minna allir aldir upp þarna í Þjóðleikhúsinu. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri hefur reynst okkur betri en enginn, okkur fannst við eiga heima þarna. Við erum allir leikhúsmenn, þetta er ekki bara einhvers konar þorrablótsskemmtun, þetta er sýning, það er rammi utan um þetta. Og nokkur klassísk atriði, og svo ný atriði í takti við líðandi stundu. Og svo er þetta afmælissýning; við ákváðum að við erum 30 ára þó kannski megi reikna það öðru vísi, þetta liggur einhvers staðar á 25 til 35 ára bilinu.“ Til stóð að sýna fram að jólum en viðtökurnar gefa tilefni til að taka upp þráðinn eftir áramót. „Já, það er brjáluð stemmning og við höfum ógurlega gaman að þessu sjálfir.“En, voruð þið ekki farnir að óttast að þið væruð sprungnir á limminu? Þetta væri búið? „Neineineinei, við vitum það sjálfir að það er nóg eftir í okkur og við eigum fullt erindi. En, við vissum auðvitað ekkert hvernig þessu yrði tekið. En, við eigum fullt erindi, menn á toppi síns ferlis; eigum heilmikið inni hjá þjóðinni og þjóðin á heilmikið inni hjá okkur,“ segir Pálmi Gestsson, kátur að vonum með ganginn í gamninu.
Justin Bieber á Íslandi Menning Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira