Stöð 2 á COP21: „Við höfum bara 15 ár“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. desember 2015 21:00 Stemningin á ráðstefnusvæði 21. loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna (COP21) í Le Bourget í París hefur tekið nokkrum breytingum. Með hverjum degi verður skýrara að það verður erfitt fyrir samningamenn að ná saman, eins og búist var við. Ákveðinn þungi hvílir yfir ráðstefnunni og samningamönnum. Engu að síður var stórt skref tekið í átt að nýjum loftslagssamningi í dag þegar ný samningsdrög voru kynnt.Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, kynnti ný drög að samningi í dag. Hann ítrekaði að enn væri mikið verk fyrir höndum en samningsaðilar hefðu nú loks endanlega skilgreint deiluefnin. Og sem fyrr beinast þau að fjármagni og metnaði samningsins.Öflugar blokkir krefjast Frakkar fara með stjórnvölinn í samningaviðræðum ríkjanna og flestir eru á einu máli um að frönsku samningamennirnir hafi unnið þrekvirki á síðustu dögum. Öflugar blokkir ríkja krefjast þess að samningurinn innihaldi ákvæði um halda hlýnun jaðar innan við eins 1.5°C en ekki 2°C, sem er hið pólitíska markmið. „1.5°C er miklu öruggari tala," segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. "Hún þýðir miklu meiri niðurskurð á skemmri tíma, vitanlega. En fyrir Íslendinga þá er þetta ekki spurning. Því við erum að glíma við súrnun sjávar og ég er ekki viss um að það sé hægt að fara upp í tvær gráður án þess að missa hafið frá okkur.“ Í raun hvergi minnst á súrnun sjávar eða landeyðingu í samningsdrögunum. Samningaviðræðurnar snúast ekki um framlög og markmið þjóðanna, heldur hvernig þeim verður framfylgt.Þörf á skýrri stefnu „Ísland þarf að hafa mjög skýra stefnu í þessum málum,“ segir Árni. „Við þurfum að styðja 1.5°C, við þurfum að lýsa því yfir að við ætlum að draga úr losun um 40%, við þurfum að gera allt sem við getum til þess að önnur ríki skynji hvað okkur liggur mikið á. Því að það sem hefur komið fram hérna á ráðstefnunni um súrnun sjávar eru það alvarleg mál að við getum ekki beðið. Við verðum öll að sameinast um það að draga úr losun eins mikið og hægt er. Við höfum bara 15 ár.“ Markmið Íslands og Evrópusambandsins er 40% nettólosun fyrir árið 2030. Mörg ríki hafa lagt fram sambærileg markmið. Eftir að nýr samningur verður innleiddur verður það á forræði þjóðanna að framfylgja eigin markmiðum. Hugmyndir þeirra sem samningurinn byggir eru alls ekki nóg til að forðast verulegar og hættulegar loftslagsbreytingar.Loforð og markmið ekki nóg „Það sem við þurfum að horfa til er hvort að það verður eitthvað í samningnum um næstu skref,“ segir Halldór Björnsson, sérfræðingur í veður- og loftslagsbreytingum hjá Veðurstofu Íslands. „Þannig að það verður hægt að herða aðeins á þessu og tryggja að við náum 2°C markmiðinu. Það skiptir síðan líka máli hvernig fjármagnsliðir verða tryggðir og hvernig verður tryggt að sumar þjóðir verða ekki laumufarþegar og losa eins og þeim sýnist.“ Loforð og markmið þjóðanna ein og sér munu ekki tryggja 2°C hámarks hlýnun fyrir árið 2100. Þess vegna verða þjóðirnar að skerpa á markmiðum sínum næstu ár og áratugi. Engu að síður hvatti Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, samningamenn til dáða í dag. Ljóst er að fundað verður sleitulaust næstu sólarhringa. Nýr loftslagssamningur mun líta dagsins ljós í París, hvernig hann mun líta út er aftur á móti annað mál. Loftslagsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Stemningin á ráðstefnusvæði 21. loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna (COP21) í Le Bourget í París hefur tekið nokkrum breytingum. Með hverjum degi verður skýrara að það verður erfitt fyrir samningamenn að ná saman, eins og búist var við. Ákveðinn þungi hvílir yfir ráðstefnunni og samningamönnum. Engu að síður var stórt skref tekið í átt að nýjum loftslagssamningi í dag þegar ný samningsdrög voru kynnt.Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, kynnti ný drög að samningi í dag. Hann ítrekaði að enn væri mikið verk fyrir höndum en samningsaðilar hefðu nú loks endanlega skilgreint deiluefnin. Og sem fyrr beinast þau að fjármagni og metnaði samningsins.Öflugar blokkir krefjast Frakkar fara með stjórnvölinn í samningaviðræðum ríkjanna og flestir eru á einu máli um að frönsku samningamennirnir hafi unnið þrekvirki á síðustu dögum. Öflugar blokkir ríkja krefjast þess að samningurinn innihaldi ákvæði um halda hlýnun jaðar innan við eins 1.5°C en ekki 2°C, sem er hið pólitíska markmið. „1.5°C er miklu öruggari tala," segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. "Hún þýðir miklu meiri niðurskurð á skemmri tíma, vitanlega. En fyrir Íslendinga þá er þetta ekki spurning. Því við erum að glíma við súrnun sjávar og ég er ekki viss um að það sé hægt að fara upp í tvær gráður án þess að missa hafið frá okkur.“ Í raun hvergi minnst á súrnun sjávar eða landeyðingu í samningsdrögunum. Samningaviðræðurnar snúast ekki um framlög og markmið þjóðanna, heldur hvernig þeim verður framfylgt.Þörf á skýrri stefnu „Ísland þarf að hafa mjög skýra stefnu í þessum málum,“ segir Árni. „Við þurfum að styðja 1.5°C, við þurfum að lýsa því yfir að við ætlum að draga úr losun um 40%, við þurfum að gera allt sem við getum til þess að önnur ríki skynji hvað okkur liggur mikið á. Því að það sem hefur komið fram hérna á ráðstefnunni um súrnun sjávar eru það alvarleg mál að við getum ekki beðið. Við verðum öll að sameinast um það að draga úr losun eins mikið og hægt er. Við höfum bara 15 ár.“ Markmið Íslands og Evrópusambandsins er 40% nettólosun fyrir árið 2030. Mörg ríki hafa lagt fram sambærileg markmið. Eftir að nýr samningur verður innleiddur verður það á forræði þjóðanna að framfylgja eigin markmiðum. Hugmyndir þeirra sem samningurinn byggir eru alls ekki nóg til að forðast verulegar og hættulegar loftslagsbreytingar.Loforð og markmið ekki nóg „Það sem við þurfum að horfa til er hvort að það verður eitthvað í samningnum um næstu skref,“ segir Halldór Björnsson, sérfræðingur í veður- og loftslagsbreytingum hjá Veðurstofu Íslands. „Þannig að það verður hægt að herða aðeins á þessu og tryggja að við náum 2°C markmiðinu. Það skiptir síðan líka máli hvernig fjármagnsliðir verða tryggðir og hvernig verður tryggt að sumar þjóðir verða ekki laumufarþegar og losa eins og þeim sýnist.“ Loforð og markmið þjóðanna ein og sér munu ekki tryggja 2°C hámarks hlýnun fyrir árið 2100. Þess vegna verða þjóðirnar að skerpa á markmiðum sínum næstu ár og áratugi. Engu að síður hvatti Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, samningamenn til dáða í dag. Ljóst er að fundað verður sleitulaust næstu sólarhringa. Nýr loftslagssamningur mun líta dagsins ljós í París, hvernig hann mun líta út er aftur á móti annað mál.
Loftslagsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira