Aðeins fáeinir áratugir til stefnu Svavar Hávarðsson skrifar 16. desember 2015 07:00 Heimurinn fagnar loftslagssamningi tæplega 200 þjóðríkja en á sama tíma hefur aðeins umgjörð loftslagsbaráttunnar verið mótuð – öll vinnan er eftir. nordicphotos/afp Nýjum samningi sem undirritaður var á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París um liðna helgi er hampað sem sögulegum, en ekki síður metnaðarfullum. Hann er líka talinn til vitnis um afburða stjórnkænsku frönsku utanríkisþjónustunnar. Án samnings í París hafði verið látið að því liggja að Sameinuðu þjóðirnar hefðu misst af sínu síðasta tækifæri til að ná samkomulagi milli allra, stórra sem smárra. Við tæki glundroði þar sem enginn tæki ábyrgð á lausn vandans sem allir þó viðurkenna og hræðast.Merk tímamót Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur og rithöfundur, sem hefur látið sig loftslags- og umhverfismál mjög varða, segir að lítill vafi leiki á að Parísarsamkomulagið boði merk tímamót. Allt of lengi hafi slöpp Kyoto-bókun frá 1997 verið í gildi sem grunnur á alþjóðavísu að átaki gegn hlýnun jarðar af mannavöldum. „Enda hefur hallað hratt á verri hlið í þeim efnum og kapphlaup um að nýta sem mest jarðefnaeldsneyti verið í hámarki árum saman, og færst norður á bóginn. Samtímis hefur skógarrányrkja verið hörmuleg og eyðimerkurmyndun samsvarað allt að 80.000 ferkílómetrar á ári.“Ljónin í veginum Beðinn um að meta nýtt og viðamikið samkomulag 196 þjóða og spegla það yfir á Ísland, segir Ari Trausti úr vöndu að ráða. Ramminn sé góður og gildur enda þótt vafi geti leikið á hvort meðalhitinn hækkar um 1,5 eða þrjár gráður fyrir aldarlok. Svo mikil sé óvissan um neikvæð keðjuáhrif helstu umhverfisþátta sem stýra veðurlagi á ólíkum svæðum heims, til dæmis hverju lítil hafíshella á norðurslóðum veldur, ef meðalhitastig hækkar um eitt til 1,5 stig en ekki 0,8 stig eins og nú er komið. „Mannkyn hefur aðeins úr nokkrum áratugum að spila ef dæma má af hraða breytinganna í náttúrunni sem við óttumst mest, minnug þess að voldugir, náttúrulegir atburðir geta kollvarpað umhverfisstýringu manna. Á heimsvísu stendur mest upp á tug ríkja, þau stóru og hagvaxtargrimmustu, og nokkur önnur ríki sem byggja nær alla afkomu sína á jarðolíu, og loks helstu stórfyrirtæki í sama geira eða öðrum, t.d. matvælaframleiðslu. Þau lúta í raun ekki þjóðstjórnum. Munu menn í raun og veru ganga á eigin hagnaðarvonir og eyða gífurlegum fjármunum í uppbyggingarsjóð COP21 [100 milljarðar dollara á ári], beint eða í gegnum skattfé, og enn fremur í nýsköpun í orkugeiranum? Og munu þróunaraðstoð og orkulausnir handa þróunarríkjunum ýta undir minni heildarlosun kolefnisgasa þegar fram í sækir? Leggja ríkisstjórnir nægilegt fé í fjárfestingar sem gefa meira af sér í umhverfistilliti en peningarentu?“ spyr Ari Trausti og bætir við að samningurinn hafi mikil og flókin áhrif á nær öllum sviðum samfélaga. Bókhald allra ríkja eigi að gera andófið gegn hlýnun sýnilegt og verði að vera sannferðugt.Leggur á ríkar skyldur „Samningurinn mun hafa áhrif á daglegt líf fólks í þá veru að skerða vanabundin umsvif eða hleypa upp verði á ýmsu sem við teljum sjálfsögð gæði. Það leggur ríkar skyldur á stjórnvöld við að upplýsa almenning um ótal hluti, útskýra samhengi aðgerða og ýta undir samstöðu, þvert á stjórnmálin. Við sjálf verðum að leggja okkur fram og mögla í hófi. Um leið verða þeir sem mestu ráða að hlusta á gagnrýni, jafnt sérfræðinga sem fyrirtækja og almennings. Ég vil engu spá um hvernig ganga muni á alþjóðavísu að raungera samninginn en vera hóflega bjartsýnn eins og ávallt frammi fyrir stóratburðum í heiminum,“ segir Ari Trausti.„Litla Ísland“ Hvað „litla Ísland“ varðar er af nógu að taka, segir Ari Trausti enda okkar framlag við minni losun kolefnisgasa brotabrot af heildinni og nánast ósýnilegt. En miðað við íbúafjölda sé það gríðarstórt og framlag til tæknilausna og aukinnar þekkingar, hvort sem er í jarðhitafræðum, jöklafræðum, sjávarútvegi eða landgræðslu, næstum ómetanlegt. „Margtuggin eru málefnin sem við verðum að sinna: Uppgræðsla, skógrækt, endurheimt votlendis, allt til að binda kolefni, minni losun í iðnaði, nýting eldfjallagasa í orkuverum, minni losun í landbúnaði, sjávarútvegi, ferðaþjónustu og samgöngum, engin olíu- eða gasvinnsla á íslensku hafsvæði og betri nýting vara og hráefna. Alls staðar vantar vandaðar aðgerðaáætlanir með hvatningu, boðum og bönnum, markmiðum og skýrri fjármögnun. Það eru verkefni sem endurskoðun heildaráætlunar eftir Parísarfundinn kallar eftir og þarf að vinna á sem allra skemmstum tíma, líkt og stjórnvöld hafa lofað.“Binding engin afsökun Ari Trausti bendir á að aukin binding kolefnis sé ekki afsökun fyrir aukinni losun, heldur verði binding og minni losun að verka saman ef takast á að minnka kolefnisspor þjóðarinnar um 30-40% á 10 til 15 árum. Þar sé ekki miðað við nýjustu losunartölur, heldur nokkru lægri og eldri tölur, sem megi telja undarlegt val. „Viðnám gegn losun kolefnisgasa frá þjóðinni losar okkur ekki við ábyrgð á brennslu olíu og gass, sem við hefðum tekjur af, færi svo að eitthvað slíkt kæmi upp norðaustur af landinu. Röksemdin um að efnin séu hollari en kol hrekkur skammt því ekki má snerta nema 25% af þekktum birgðum olíu, kola og gass í heiminum. Jafnvel þótt aðeins væri unnin olía upp í kvótann sópar það röksemdinni burt. Veröldin þarf ekki á íslenskri olíu að halda og við sjálf ekki heldur, enda notkun okkar úr hugsanlegum milljarða tunna birgðum ekki gild röksemd,“ segir Ari Trausti sem telur Ísland í góðu kolefnisjafnvægi ekki vera tálsýn. „En það kallar á mjög svo breytta stefnu fjármála og rannsókna hjá ríkinu, breytta stefnu sveitarfélaga og fyrirtækja, sem þegar hafa stigið fram, mörg hver, og líka skýran vilja fólks almennt.“Ari Trausti GuðmundssonParísarsamkomulagið í hnotskurn Um 190 ríki sendu sjálfviljug inn markmið sín varðandi losun fyrir Parísarfundinn sem vísað er til í samkomulaginu. Þau ná yfir um 90% af heimslosun. Sett er markmið um að halda hlýnun lofthjúpsins vel innan við 2°C og jafnframt verður reynt að halda hlýnuninni innan við 1,5°C. Losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu skal ná hámarki „eins fljótt og auðið er“ og minnka síðan þannig að losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum nái jafnvægi við upptöku kolefnis úr andrúmsloftinu á síðari helmingi aldarinnar. Fara skal yfir stöðu mála á 5 ára fresti og í kjölfar þess skulu ríki senda inn endurnýjuð landsmarkmið; ný markmið eiga að vera eins metnaðarfull og alla jafna metnaðarfyllri en fyrri markmið í ljósi leiðsagnar vísindanna. Lofað er að fjármögnun loftslagsmála til þróunarríkja nái 100 milljörðum dollara árið 2020. Settar eru fram kröfur um bókhald yfir nettólosun ríkja. Parísarsamkomulaginu er gerð krafa um bókhald fyrir öll ríki, þótt kröfur á þróunarríki séu vægari. Viðurkennt er að bregðast þurfi við skaða sem fátæk ríki verða fyrir vegna neikvæðra áhrifa loftslagsbreytinga, bæði við að draga úr líkum á skaða og bregðast við tjóni sem verður. Loftslagsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Nýjum samningi sem undirritaður var á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París um liðna helgi er hampað sem sögulegum, en ekki síður metnaðarfullum. Hann er líka talinn til vitnis um afburða stjórnkænsku frönsku utanríkisþjónustunnar. Án samnings í París hafði verið látið að því liggja að Sameinuðu þjóðirnar hefðu misst af sínu síðasta tækifæri til að ná samkomulagi milli allra, stórra sem smárra. Við tæki glundroði þar sem enginn tæki ábyrgð á lausn vandans sem allir þó viðurkenna og hræðast.Merk tímamót Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur og rithöfundur, sem hefur látið sig loftslags- og umhverfismál mjög varða, segir að lítill vafi leiki á að Parísarsamkomulagið boði merk tímamót. Allt of lengi hafi slöpp Kyoto-bókun frá 1997 verið í gildi sem grunnur á alþjóðavísu að átaki gegn hlýnun jarðar af mannavöldum. „Enda hefur hallað hratt á verri hlið í þeim efnum og kapphlaup um að nýta sem mest jarðefnaeldsneyti verið í hámarki árum saman, og færst norður á bóginn. Samtímis hefur skógarrányrkja verið hörmuleg og eyðimerkurmyndun samsvarað allt að 80.000 ferkílómetrar á ári.“Ljónin í veginum Beðinn um að meta nýtt og viðamikið samkomulag 196 þjóða og spegla það yfir á Ísland, segir Ari Trausti úr vöndu að ráða. Ramminn sé góður og gildur enda þótt vafi geti leikið á hvort meðalhitinn hækkar um 1,5 eða þrjár gráður fyrir aldarlok. Svo mikil sé óvissan um neikvæð keðjuáhrif helstu umhverfisþátta sem stýra veðurlagi á ólíkum svæðum heims, til dæmis hverju lítil hafíshella á norðurslóðum veldur, ef meðalhitastig hækkar um eitt til 1,5 stig en ekki 0,8 stig eins og nú er komið. „Mannkyn hefur aðeins úr nokkrum áratugum að spila ef dæma má af hraða breytinganna í náttúrunni sem við óttumst mest, minnug þess að voldugir, náttúrulegir atburðir geta kollvarpað umhverfisstýringu manna. Á heimsvísu stendur mest upp á tug ríkja, þau stóru og hagvaxtargrimmustu, og nokkur önnur ríki sem byggja nær alla afkomu sína á jarðolíu, og loks helstu stórfyrirtæki í sama geira eða öðrum, t.d. matvælaframleiðslu. Þau lúta í raun ekki þjóðstjórnum. Munu menn í raun og veru ganga á eigin hagnaðarvonir og eyða gífurlegum fjármunum í uppbyggingarsjóð COP21 [100 milljarðar dollara á ári], beint eða í gegnum skattfé, og enn fremur í nýsköpun í orkugeiranum? Og munu þróunaraðstoð og orkulausnir handa þróunarríkjunum ýta undir minni heildarlosun kolefnisgasa þegar fram í sækir? Leggja ríkisstjórnir nægilegt fé í fjárfestingar sem gefa meira af sér í umhverfistilliti en peningarentu?“ spyr Ari Trausti og bætir við að samningurinn hafi mikil og flókin áhrif á nær öllum sviðum samfélaga. Bókhald allra ríkja eigi að gera andófið gegn hlýnun sýnilegt og verði að vera sannferðugt.Leggur á ríkar skyldur „Samningurinn mun hafa áhrif á daglegt líf fólks í þá veru að skerða vanabundin umsvif eða hleypa upp verði á ýmsu sem við teljum sjálfsögð gæði. Það leggur ríkar skyldur á stjórnvöld við að upplýsa almenning um ótal hluti, útskýra samhengi aðgerða og ýta undir samstöðu, þvert á stjórnmálin. Við sjálf verðum að leggja okkur fram og mögla í hófi. Um leið verða þeir sem mestu ráða að hlusta á gagnrýni, jafnt sérfræðinga sem fyrirtækja og almennings. Ég vil engu spá um hvernig ganga muni á alþjóðavísu að raungera samninginn en vera hóflega bjartsýnn eins og ávallt frammi fyrir stóratburðum í heiminum,“ segir Ari Trausti.„Litla Ísland“ Hvað „litla Ísland“ varðar er af nógu að taka, segir Ari Trausti enda okkar framlag við minni losun kolefnisgasa brotabrot af heildinni og nánast ósýnilegt. En miðað við íbúafjölda sé það gríðarstórt og framlag til tæknilausna og aukinnar þekkingar, hvort sem er í jarðhitafræðum, jöklafræðum, sjávarútvegi eða landgræðslu, næstum ómetanlegt. „Margtuggin eru málefnin sem við verðum að sinna: Uppgræðsla, skógrækt, endurheimt votlendis, allt til að binda kolefni, minni losun í iðnaði, nýting eldfjallagasa í orkuverum, minni losun í landbúnaði, sjávarútvegi, ferðaþjónustu og samgöngum, engin olíu- eða gasvinnsla á íslensku hafsvæði og betri nýting vara og hráefna. Alls staðar vantar vandaðar aðgerðaáætlanir með hvatningu, boðum og bönnum, markmiðum og skýrri fjármögnun. Það eru verkefni sem endurskoðun heildaráætlunar eftir Parísarfundinn kallar eftir og þarf að vinna á sem allra skemmstum tíma, líkt og stjórnvöld hafa lofað.“Binding engin afsökun Ari Trausti bendir á að aukin binding kolefnis sé ekki afsökun fyrir aukinni losun, heldur verði binding og minni losun að verka saman ef takast á að minnka kolefnisspor þjóðarinnar um 30-40% á 10 til 15 árum. Þar sé ekki miðað við nýjustu losunartölur, heldur nokkru lægri og eldri tölur, sem megi telja undarlegt val. „Viðnám gegn losun kolefnisgasa frá þjóðinni losar okkur ekki við ábyrgð á brennslu olíu og gass, sem við hefðum tekjur af, færi svo að eitthvað slíkt kæmi upp norðaustur af landinu. Röksemdin um að efnin séu hollari en kol hrekkur skammt því ekki má snerta nema 25% af þekktum birgðum olíu, kola og gass í heiminum. Jafnvel þótt aðeins væri unnin olía upp í kvótann sópar það röksemdinni burt. Veröldin þarf ekki á íslenskri olíu að halda og við sjálf ekki heldur, enda notkun okkar úr hugsanlegum milljarða tunna birgðum ekki gild röksemd,“ segir Ari Trausti sem telur Ísland í góðu kolefnisjafnvægi ekki vera tálsýn. „En það kallar á mjög svo breytta stefnu fjármála og rannsókna hjá ríkinu, breytta stefnu sveitarfélaga og fyrirtækja, sem þegar hafa stigið fram, mörg hver, og líka skýran vilja fólks almennt.“Ari Trausti GuðmundssonParísarsamkomulagið í hnotskurn Um 190 ríki sendu sjálfviljug inn markmið sín varðandi losun fyrir Parísarfundinn sem vísað er til í samkomulaginu. Þau ná yfir um 90% af heimslosun. Sett er markmið um að halda hlýnun lofthjúpsins vel innan við 2°C og jafnframt verður reynt að halda hlýnuninni innan við 1,5°C. Losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu skal ná hámarki „eins fljótt og auðið er“ og minnka síðan þannig að losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum nái jafnvægi við upptöku kolefnis úr andrúmsloftinu á síðari helmingi aldarinnar. Fara skal yfir stöðu mála á 5 ára fresti og í kjölfar þess skulu ríki senda inn endurnýjuð landsmarkmið; ný markmið eiga að vera eins metnaðarfull og alla jafna metnaðarfyllri en fyrri markmið í ljósi leiðsagnar vísindanna. Lofað er að fjármögnun loftslagsmála til þróunarríkja nái 100 milljörðum dollara árið 2020. Settar eru fram kröfur um bókhald yfir nettólosun ríkja. Parísarsamkomulaginu er gerð krafa um bókhald fyrir öll ríki, þótt kröfur á þróunarríki séu vægari. Viðurkennt er að bregðast þurfi við skaða sem fátæk ríki verða fyrir vegna neikvæðra áhrifa loftslagsbreytinga, bæði við að draga úr líkum á skaða og bregðast við tjóni sem verður.
Loftslagsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira