Vonar að aðfinnslur hreyfi við ráðherra Svavar Hávarðsson skrifar 20. maí 2015 07:00 Hilmar J. Malmquist Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands (NMSÍ), vonar að ávirðingar Ríkisendurskoðunar vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í málefnum safnsins verði til þess stjórnvöld taki af skarið og marki framtíðarstefnu fyrir safnið. Ríkisendurskoðun, sem er sjálfstæð stofnun sem starfar á vegum Alþingis, birti svokallaða eftirfylgniskýrslu á mánudag, en eftir úttekt á málefnum NMSÍ árið 2012 var hvatt til að stjórnvöld tækju ákvörðun um starfsemi safnsins, uppbyggingu þess og umfang til framtíðar, enda uppfyllti stofnunin ekki lögbundnar skyldur sínar sem eitt þriggja höfuðsafna Íslands. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar nú er í raun sú að ekkert hafi verið gert í málefnum safnsins og því hljóti að koma til álita, að óbreyttu, að leggja safnið niður sem sérstaka stofnun og koma starfseminni fyrir með öðrum hætti. Hilmar bendir á að það glytti í eitt og annað jákvætt í starfseminni, en í fyrsta sinn tekur safnið nú þátt í samsýningu sex safna þar sem m.a. geirfuglinn er til sýnis í Safnahúsinu og gerður hefur verið samstarfssamningur milli Náttúrufræðistofnunar og safnsins um útlán og eftirlit með safnmunum.Niðurlæging Náttúruminjasafnsins er áratuga löng saga.fréttablaðið/gva„Ég hef enn von um að samstarf megi takast um myndarlega náttúrufræðisýningu í Perlunni, en klukkan tifar og það má ekki dragast mikið lengur að taka ákvörðun um það. Eins er skrifstofuaðstaða safnsins í óvissu hér í Loftskeytastöðinni, húsaleigusamningnum hefur verið sagt upp og aðeins tveir mánuðir til stefnu,“ segir Hilmar og bætir við að staða safnsins sé vissulega ekki glæsileg en vonar að niðurstaða Ríkisendurskoðunar verði til þess að brýna menn til dáða. „Þjóðin og gestir landsins eiga ekki annað skilið en að eignast safn þar sem staðið er að sýningahaldi og miðlun upplýsinga og fróðleiks um einstaka náttúru landsins, náttúrusögu, náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda. Við reiðum okkur í svo miklum mæli á auðlindir náttúrunnar að fræðsla um hana er grundvallaratriði,“ segir Hilmar. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í viðtali við Fréttablaðið 23. febrúar að vegna skorts á fjármunum yrði ekki ráðist nýbyggingu í tengslum við NMSÍ á næstu árum. Viðræður við Reykjavíkurborg og einkafjárfesti um náttúrugripasýningu Perlunni var þá á lokastigum, að hans sögn. Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands (NMSÍ), vonar að ávirðingar Ríkisendurskoðunar vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í málefnum safnsins verði til þess stjórnvöld taki af skarið og marki framtíðarstefnu fyrir safnið. Ríkisendurskoðun, sem er sjálfstæð stofnun sem starfar á vegum Alþingis, birti svokallaða eftirfylgniskýrslu á mánudag, en eftir úttekt á málefnum NMSÍ árið 2012 var hvatt til að stjórnvöld tækju ákvörðun um starfsemi safnsins, uppbyggingu þess og umfang til framtíðar, enda uppfyllti stofnunin ekki lögbundnar skyldur sínar sem eitt þriggja höfuðsafna Íslands. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar nú er í raun sú að ekkert hafi verið gert í málefnum safnsins og því hljóti að koma til álita, að óbreyttu, að leggja safnið niður sem sérstaka stofnun og koma starfseminni fyrir með öðrum hætti. Hilmar bendir á að það glytti í eitt og annað jákvætt í starfseminni, en í fyrsta sinn tekur safnið nú þátt í samsýningu sex safna þar sem m.a. geirfuglinn er til sýnis í Safnahúsinu og gerður hefur verið samstarfssamningur milli Náttúrufræðistofnunar og safnsins um útlán og eftirlit með safnmunum.Niðurlæging Náttúruminjasafnsins er áratuga löng saga.fréttablaðið/gva„Ég hef enn von um að samstarf megi takast um myndarlega náttúrufræðisýningu í Perlunni, en klukkan tifar og það má ekki dragast mikið lengur að taka ákvörðun um það. Eins er skrifstofuaðstaða safnsins í óvissu hér í Loftskeytastöðinni, húsaleigusamningnum hefur verið sagt upp og aðeins tveir mánuðir til stefnu,“ segir Hilmar og bætir við að staða safnsins sé vissulega ekki glæsileg en vonar að niðurstaða Ríkisendurskoðunar verði til þess að brýna menn til dáða. „Þjóðin og gestir landsins eiga ekki annað skilið en að eignast safn þar sem staðið er að sýningahaldi og miðlun upplýsinga og fróðleiks um einstaka náttúru landsins, náttúrusögu, náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda. Við reiðum okkur í svo miklum mæli á auðlindir náttúrunnar að fræðsla um hana er grundvallaratriði,“ segir Hilmar. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í viðtali við Fréttablaðið 23. febrúar að vegna skorts á fjármunum yrði ekki ráðist nýbyggingu í tengslum við NMSÍ á næstu árum. Viðræður við Reykjavíkurborg og einkafjárfesti um náttúrugripasýningu Perlunni var þá á lokastigum, að hans sögn.
Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira